Lífið

Dekkri og sterkari

Sterkari Kattarkona Anne Hathaway verður sterkari og dekkri en áður.
Sterkari Kattarkona Anne Hathaway verður sterkari og dekkri en áður. nordicphotos/getty
Leikkonan Anne Hathaway fer með hlutverk Kattarkonunnar, eða Catwoman, í væntanlegri kvikmynd um Batman. Hathaway þurfti að gangast undir stranga líkamsþjálfun fyrir verkið.

Að sögn leikstjóra myndarinnar, Christopher Nolan, verður Kattarkonan dekkri og sterkari en áður og því þurfti Hathaway að undirbúa sig líkamlega fyrir hlutverkið. „Ég þurfti að taka miklum líkamlegum breytingum og ég gekk út af fyrsta fundinum með Christopher og beint inn í líkamsræktarsalinn. Ég var þar næstu mánuðina,“ sagði leikkonan sem leitaði einnig fanga hjá leikkonunum Hedy Lamarr og Jean Harlow og til teiknimyndabókanna um Batman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.