Lífið

Kærastinn kom á óvart

Það kom Crystal Humphries á óvart að kærasti hennar, Sam Worthington, væri þekktur maður.
Það kom Crystal Humphries á óvart að kærasti hennar, Sam Worthington, væri þekktur maður. nordicphotos/getty
Crystal Humphries, kærasta leikarans Sam Worthington, vissi ekki að kærastinn var frægur fyrr en þau voru komin á fast.

Humphries starfaði sem barþjónn þegar hún kynntist Worthington en parið hefur verið saman í tæpt ár og deilir heimili á Havaí. „Hann sótti staðinn sem hún vann á reglulega og bauð henni loks á stefnumót. Þegar vinur hennar sagði henni frá því hver kærastinn væri varð hún mjög hissa,“ hafði tímaritið Star eftir heimildarmanni sínum.

Worthington varð heimsfrægur eftir leik sinn í kvikmyndinni Avatar og hefur síðan þá leikið í stórmyndum á borð við Clash of the Titans og Wrath of the Titans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.