Smíðar hljóðgervla sem hljóma í tónlist FM Belfast 16. apríl 2012 18:00 Árni Rúnar lærði að smíða hljóðgervla á eigin vegum með að lesa sér til á netinu. Fréttablaðið/Stefán „Ég hef alltaf haft áhuga á svona föndri og var rosa duglegur að taka hluti í sundur þegar ég var lítill,“ segir Árni Rúnar Hlöðversson, meðlimur FM Belfast, sem hefur smíðað sinn eigin hljóðgervil. FM Belfast sendir á næstu vikum frá sér nýtt lag, DeLorean, þar sem allir tónar í laginu koma úr hljóðgervli sem Árni smíðaði. Árni hefur ekki stundað neitt nám í tengslum við smíðar á slíkum græjum, heldur fikrað sig áfram sjálfur. „Internetið kann þetta. Ég hef bara verið duglegur að lesa mér til,“ segir Árni sem hefur nú þegar smíðað nokkur stykki. Suma gerir hann frá grunni og aðra eftir teikningum. „Mér finnst þetta bara svo ótrúlega gaman. Þegar ég geri þá eftir teikningum breyti ég þeim líka yfirleitt aðeins og geri tilraunir,“ segir Árni. Að smíða hljóðgervil getur tekið mislangan tíma. „Ég get gert einföldustu týpuna á svona hálftíma en svona flóknir eins og þessi sem ég gerði síðast taka töluvert lengri tíma,“ segir Árni sem hefur nýlokið við að búa til hljóðgervil þar sem hann forritar örgjörva sem velur tóna innan skala og fleira í þeim dúr. „Svo lítur þetta alltaf út eins og það sé alveg að hrynja í sundur, en þetta helst nú alltaf saman og það heyrast öll hljóð sem eiga að heyrast,“ bætir hann við. Varahlutina kaupir hann að mestu leyti í gegnum internetið eða í versluninni Íhlutum í Skipholti. Auk þess að gefa út nýtt lag er nóg framundan hjá Árna og félögum í FM Belfast. Hljómsveitin verður með tónleika á Nasa þann 18. apríl, sem verða líklegast þeirra síðustu tónleikar á staðnum, sem til stendur að rífa. Þá er hljómsveitin á leið til Berlínar í byrjun maí. „Við erum að fara á hátíðir um alla Evrópu og ætlum að gera út frá Þýskalandi í mánuð. Bæði er ódýrara að fljúga þaðan og það dregur úr álaginu, en þar sem einn meðlimur hljómsveitarinnar er óléttur þá verðum við að reyna að gera þetta aðeins auðveldara,“ segir Árni að lokum. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Ég hef alltaf haft áhuga á svona föndri og var rosa duglegur að taka hluti í sundur þegar ég var lítill,“ segir Árni Rúnar Hlöðversson, meðlimur FM Belfast, sem hefur smíðað sinn eigin hljóðgervil. FM Belfast sendir á næstu vikum frá sér nýtt lag, DeLorean, þar sem allir tónar í laginu koma úr hljóðgervli sem Árni smíðaði. Árni hefur ekki stundað neitt nám í tengslum við smíðar á slíkum græjum, heldur fikrað sig áfram sjálfur. „Internetið kann þetta. Ég hef bara verið duglegur að lesa mér til,“ segir Árni sem hefur nú þegar smíðað nokkur stykki. Suma gerir hann frá grunni og aðra eftir teikningum. „Mér finnst þetta bara svo ótrúlega gaman. Þegar ég geri þá eftir teikningum breyti ég þeim líka yfirleitt aðeins og geri tilraunir,“ segir Árni. Að smíða hljóðgervil getur tekið mislangan tíma. „Ég get gert einföldustu týpuna á svona hálftíma en svona flóknir eins og þessi sem ég gerði síðast taka töluvert lengri tíma,“ segir Árni sem hefur nýlokið við að búa til hljóðgervil þar sem hann forritar örgjörva sem velur tóna innan skala og fleira í þeim dúr. „Svo lítur þetta alltaf út eins og það sé alveg að hrynja í sundur, en þetta helst nú alltaf saman og það heyrast öll hljóð sem eiga að heyrast,“ bætir hann við. Varahlutina kaupir hann að mestu leyti í gegnum internetið eða í versluninni Íhlutum í Skipholti. Auk þess að gefa út nýtt lag er nóg framundan hjá Árna og félögum í FM Belfast. Hljómsveitin verður með tónleika á Nasa þann 18. apríl, sem verða líklegast þeirra síðustu tónleikar á staðnum, sem til stendur að rífa. Þá er hljómsveitin á leið til Berlínar í byrjun maí. „Við erum að fara á hátíðir um alla Evrópu og ætlum að gera út frá Þýskalandi í mánuð. Bæði er ódýrara að fljúga þaðan og það dregur úr álaginu, en þar sem einn meðlimur hljómsveitarinnar er óléttur þá verðum við að reyna að gera þetta aðeins auðveldara,“ segir Árni að lokum. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira