Lífið

Skilnaðurinn við Ryan var sár

Scarlett Johansson segir það vera einmanalega reynslu að ganga í gegnum skilnað.
Scarlett Johansson segir það vera einmanalega reynslu að ganga í gegnum skilnað.
Scarlett Johansson sagði í viðtali við Vogue að það væri bæði sárt og einmanalegt að ganga í gegnum skilnað. Leikkonan skildi við Ryan Reynolds í lok ársins 2010.

„Þetta kemur manni í opna skjöldu. Maður ímyndar sér að líf manns verði einhvern veginn en svo, vegna ólíkra ástæðna, verður það allt öðruvísi. Það er mjög einmanalegt að ganga í gegnum skilnað en ég sé ekki eftir því að hafa gift mig. Það var mjög fallegt að verða ástfangin og að gifta sig og mér finnst gott að vita að ég geti elskað manneskju á þann hátt," sagði leikkonan í viðtalinu.

Johansson er núna í sambandi með auglýsingastjóranum Nate Naylor og viðurkennir að hann hafi átt erfitt með að venjast fylgifiskum frægðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.