Lífið

Vill lækka drykkjualdur

Josh Hutcherson vill að drykkjualdurinn í Bandaríkjunum verði lækkaður.
Josh Hutcherson vill að drykkjualdurinn í Bandaríkjunum verði lækkaður.
Leikarinn Josh Hutcherson vill að drykkjualdurinn í Bandaríkjunum verði lækkaður úr 21 árs niður í 18 ára. Þetta kemur fram á vefsíðunni TMZ.com.

Ljósmyndarar náðu myndum af hinum nítján ára gamla leikara er hann kom út af skemmtistað fyrir stuttu og spurðu hann hvað honum þætti um drykkjualdurinn í Bandaríkjunum.

"Þú þarft að vera orðinn 18 ára til að ganga til liðs við herinn, mér finnst að drykkjualdurinn ætti að samræmast því," svaraði Hutcherson, sem fer með hlutverk Peeta Mellark í hinni vinsælu kvikmynd The Hunger Games.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.