Lífið

Líkir tísku við menntó

Leikkonunni Kate Bosworth finnst óþægilegt að sækja tískutengda viðburði.
Leikkonunni Kate Bosworth finnst óþægilegt að sækja tískutengda viðburði. nordicphotos/getty
Leikkonan Kate Bosworth er reglulegur gestur hinna ýmsu tískutengdra viðburða en þrátt fyrir það finnst henni slíkir viðburðir óþægilegir.

Leikkonan sótti sundlaugarteiti á vegum tískuhússins Mulberry um helgina og sagði þá við blaðamann Fashionista.com að sér liði aldrei vel á samkomum sem þessum. „Þetta er eins og að vera kominn aftur í menntaskóla. Fólk er mjög meðvitað um sjálft sig og hópar sig saman í litlar klíkur. Svo standa þau og mæna hvort á annað úr öruggri fjarlægð. Þetta er vægast sagt taugatrekkjandi. Því miður þá virðist fólk aldrei vaxa upp úr menntaskólagírnum," sagði leikkonan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.