Hversdagshelförin Bergsteinn Sigurðsson skrifar 18. apríl 2012 06:00 Það á ekki af okkur Íslendingum að ganga. Rúmum þremur árum eftir hrun er andrúmsloftið orðið svo lævi blandið að leita þarf allt aftur til Þýskalands nasismans til að finna annað eins. Dæmin um það eru mýmörg. Á dögunum fór ég á veitingastað. Þar var mér gert að standa í röð meðan ég beið eftir afgreiðslu. Röð! Eins og í hverju öðru gettói. Vilja þeir ekki bara útbýta okkur skömmtunarseðlum? Til að bíta höfuðið af skömminni var ég látinn taka bréfsnifsi með númeri á til að vita hvenær röðin væri komin að mér. Ég gat ekki orða bundist. Veistu hverjir aðrir smættuðu auðkenni fólks niður í númer og sviptu það mennsku sinni?" sagði ég við einkennisklædda afgreiðsluforingjann, um tvítugan mann með Hitlershárgreiðslu, sem er svo mikið í tísku nú um mundir. „Ha?" svaraði stormsveitarsteikarinn. „Nasistar, skal ég segja þér. Nasistar merktu gyðingana í gettóunum með númerum." „Öh… já, má bjóða þér að panta. Við erum með tilboð á stjörnumáltíðum." „Stjörnu? Eins og nasistarnir létu gyðingana bera?" „Nja, bara svona hamborgarar og …" Er þetta vegna þess að ég heiti Bergsteinn?" „Ha?" „Berg og Stein eru með algengustu endingum á eftirnöfnum gyðinga í Bandaríkjunum. Samkvæmt því er ég eflaust einhvers konar últragyðingur í þínum augum." „Ég vissi ekki einu sinni að þú hétir Bergsteinn." „Alveg rétt, í þínum augum er ég bara eitthvert númer." „Sko, það er enginn að neyða þig til að versla hér." „Heyrðu, Göbbels litli, þótt þú viljir helst hafa júða eins og mig innan einhverrar girðingar, nýt ég enn grundvallarmannréttinda!" „Hvað ætlarðu þá að fá?" „Tilboð númer tvö. Og franskar." „Viltu gos?" „Vil ég gas?" „Æ, gleymdu því. Það gera 2.990 krónur." „Þrjú þúsund kall fyrir nokkra kjúklingabita? Fyrst þú ætlar á annað borð að rýja mig inn að skinni viltu þá ekki flá mig í leiðinni og búa til lampaskerm!" „Veistu,þú færð ekkert öðruvísi afgreiðslu en aðrir af því að þú ert gyðingur." „Grunaði ekki Gvend. Ég er sko enginn gyðingur. Af hverju hélstu það og hvað kemur það málinu við?" „En varstu ekki að segja…? Veistu, þú ert slefandi fábjáni. Drullaðu þér út!" „Rólegur! Óþarfi að fara út af límingunum. Þetta er bara líkingamál." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson Skoðun
Það á ekki af okkur Íslendingum að ganga. Rúmum þremur árum eftir hrun er andrúmsloftið orðið svo lævi blandið að leita þarf allt aftur til Þýskalands nasismans til að finna annað eins. Dæmin um það eru mýmörg. Á dögunum fór ég á veitingastað. Þar var mér gert að standa í röð meðan ég beið eftir afgreiðslu. Röð! Eins og í hverju öðru gettói. Vilja þeir ekki bara útbýta okkur skömmtunarseðlum? Til að bíta höfuðið af skömminni var ég látinn taka bréfsnifsi með númeri á til að vita hvenær röðin væri komin að mér. Ég gat ekki orða bundist. Veistu hverjir aðrir smættuðu auðkenni fólks niður í númer og sviptu það mennsku sinni?" sagði ég við einkennisklædda afgreiðsluforingjann, um tvítugan mann með Hitlershárgreiðslu, sem er svo mikið í tísku nú um mundir. „Ha?" svaraði stormsveitarsteikarinn. „Nasistar, skal ég segja þér. Nasistar merktu gyðingana í gettóunum með númerum." „Öh… já, má bjóða þér að panta. Við erum með tilboð á stjörnumáltíðum." „Stjörnu? Eins og nasistarnir létu gyðingana bera?" „Nja, bara svona hamborgarar og …" Er þetta vegna þess að ég heiti Bergsteinn?" „Ha?" „Berg og Stein eru með algengustu endingum á eftirnöfnum gyðinga í Bandaríkjunum. Samkvæmt því er ég eflaust einhvers konar últragyðingur í þínum augum." „Ég vissi ekki einu sinni að þú hétir Bergsteinn." „Alveg rétt, í þínum augum er ég bara eitthvert númer." „Sko, það er enginn að neyða þig til að versla hér." „Heyrðu, Göbbels litli, þótt þú viljir helst hafa júða eins og mig innan einhverrar girðingar, nýt ég enn grundvallarmannréttinda!" „Hvað ætlarðu þá að fá?" „Tilboð númer tvö. Og franskar." „Viltu gos?" „Vil ég gas?" „Æ, gleymdu því. Það gera 2.990 krónur." „Þrjú þúsund kall fyrir nokkra kjúklingabita? Fyrst þú ætlar á annað borð að rýja mig inn að skinni viltu þá ekki flá mig í leiðinni og búa til lampaskerm!" „Veistu,þú færð ekkert öðruvísi afgreiðslu en aðrir af því að þú ert gyðingur." „Grunaði ekki Gvend. Ég er sko enginn gyðingur. Af hverju hélstu það og hvað kemur það málinu við?" „En varstu ekki að segja…? Veistu, þú ert slefandi fábjáni. Drullaðu þér út!" „Rólegur! Óþarfi að fara út af límingunum. Þetta er bara líkingamál."
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun