Lífið

Ekki hrifin af Cowell

Sharon Osbourne vandar Simon Cowell ekki kveðjurnar.
Sharon Osbourne vandar Simon Cowell ekki kveðjurnar. nordicphotos/getty
Sharon Osbourne vandar fyrrum yfirmanni sínum, Simon Cowell, ekki kveðjurnar. Hún sagði Cowell vera valdafíkil og eiginhagsmunasegg í spjallþættinum The Talk.

Osbourne starfaði um hríð sem dómari í raunveruleikaþættinum The X Factor UK sem er hugarfóstur Cowells. „Hann er ríkur, valdamikill og skapandi. Hann á allt, en þú getur ekki keypt tólin,“ sagði Osbourne um fyrrum yfirmann sinn um leið og vísaði þar til manndóms Cowells.

Í þættinum segist Osbourne hafa hætt sem dómari í þáttunum vegna þess að henni hafi ekki þótt starfið skemmtilegt lengur og að það hafi reitt Cowell til reiði. „Ég hafði sigrast á krabbameini og lofað sjálfri mér að gera aldrei nokkuð sem ég hefði ekki gaman af. Ég þurfti að búa fjarri fjölskyldu minni og ég var óánægð og ákvað að hætta.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.