Lífið

Ræður eftirsóttasta fólkið í bransanum

Baltasar vinnur nú að næstu mynd sinni, 2 Guns, og sópar að sér fagfólki í bransanum.
Baltasar vinnur nú að næstu mynd sinni, 2 Guns, og sópar að sér fagfólki í bransanum.
Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur vinnur nú að kvikmyndinni 2 Guns, sem skartar Mark Wahlberg og Denzel Washington í aðalhlutverkum ásamt leikkonunni Paulu Patton.

Baltasar réði nýlega tökumanninn Oliver Wood, sem er einn sá eftirsóttasti í bransanum. „Hann hefur meðal annars tekið allar Bourne-myndirnar og síðast tók hann Safe House með Denzel og Ryan Reynolds,“ segir hann. Þá hefur Beth Mickle verið ráðin til að sjá um útlit myndarinnar, en hún sá t.d. um útlit verðlaunamyndarinnar Drive.

„Þetta er algjörlega frábært, enda fólk sem er slegist um í bransanum,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur um ráðningarnar. Áætlað er að hefja tökur á 2 Guns í júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.