Lífið

Britney tilbúin fyrir X Factor

Samningar eru að nást milli Britney Spears og Simons Cowells um að hún verði dómari í næstu X Factor keppninni í Bandaríkjunum.
Samningar eru að nást milli Britney Spears og Simons Cowells um að hún verði dómari í næstu X Factor keppninni í Bandaríkjunum. Nordicphotos/getty
Poppprinsessan Britney Spears ku vera komin með pennann í hendurnar og tilbúin að skrifa undir samning við Simon Cowell um að setjast í dómarasætið í bandarísku X Factor keppninni. Frá þessu greinir miðillinn TMZ en ef rétt reynist mun Spears eflaust trekkja að þónokkuð áhorf. Spears ætlar ekki að gera þetta ókeypis en samkvæmt heimildum TMZ á Spears að fá um 15 milljón dali fyrir vinnuna.

Spears sest þá í einn af tveimur lausum stólum við dómaraborðið en bæði Paula Abdul og Nicole Scherzinger, sem voru dómarar í fyrra, hafa yfirgefið keppnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.