Lífið

Metþátttaka á Eurovision-tónleikum

Írsku töffararnir í Jedward eru meðal þeirra 24 atriða sem fram koma á tónleikunum í Amsterdam.
Írsku töffararnir í Jedward eru meðal þeirra 24 atriða sem fram koma á tónleikunum í Amsterdam.
Eurovision-tónleikar verða haldnir í Amsterdam á laugardagskvöldið, fjórða árið í röð.

Tónleikarnir voru fyrst haldnir sem hálfgert grín árið 2009 og var öllum þátttökulöndum boðið að koma með sitt lag og taka þátt. Síðan þá hafa þeir þó stækkað umtalsvert og metþátttaka verður á tónleikunum þetta árið. Meirihluti þeirra landa sem taka þátt í Eurovision í lok maí sendir framlag sitt til þátttöku á tónleikunum, en þar koma fram 24 af þeim 42 löndum sem keppa í Baku.

Ísland verður því miður ekki meðal flytjenda á tónleikunum frekar en flestar aðrar Norðurlandaþjóðir, en Finnar halda uppi heiðri norðursins og verða þeir einu af Norðurlöndunum sem taka þátt. Tónleikunum verður stýrt af hollenska Eurovisionfaranum frá 1993, Ruth Jacott, og hollenska þulnum Cornald Maas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.