Lífið

Lea Michele kát með Glee-kærastann

Glee-parið Lea Michele og Cory Monteith.
Glee-parið Lea Michele og Cory Monteith.
Lea Michele úr sjónvarpsþáttunum Glee var ánægð að sjá kærasta sinn og mótleikara, Cory Monteith, í veislu á vegum Lacoste um helgina. Monteith var hálftíma of seinn í veisluna og hafði Michele þá beðið hans í ofvæni.

„Ég var að reka augun í mjög myndarlegan og hávaxinn kanadískan mann sem stendur einn við sundlaugina. Svo hamingjusöm,“ skrifaði Michele á Twitter síðu sína þegar hún varð vör við kærasta sinn. Parið eyddi rest af deginum með leikkonunni Diane Kruger og unnusta hennar, Joshua Jackson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.