Lífið

True Blood-parið á von á barni í haust

Anna Paquin og Stephen Moyer eiga von á sínu fyrsta barni saman.
Anna Paquin og Stephen Moyer eiga von á sínu fyrsta barni saman. nordicphotos/getty
Anna Paquin og Stephen Moyer eiga von á sínu fyrsta barni saman. Moyer á fyrir tvö börn frá fyrra hjónabandi.

Paquin og Moyer kynntust við tökur á sjónvarpsþáttunum vinsælu, True Blood, og giftu sig í Malibu árið 2010. Talsmaður þeirra hjóna staðfesti gleðifréttirnar við Entertainment Weekly og sagði Paquin eiga von á sér í haust.

Tökur á fimmtu þáttaröð True Blood hefst í byrjun júní og má ætla að framleiðendur þáttanna þurfi að gera einhverjar ráðstafanir vegna óléttunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.