Lífið

Vilja sjá íslensku norðurljósin

Meðlimir 10cc vilja sjá norðurljósin á meðan á dvöl þeirra á Íslandi stendur.
Meðlimir 10cc vilja sjá norðurljósin á meðan á dvöl þeirra á Íslandi stendur.
„Þeir vilja fara í Bláa lónið og svo vilja þeir sjá norðurljósin,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um meðlimi hljómsveitarinnar 10cc. „Ég sagði við þá að ég myndi keyra þá út í náttmyrkrið og athuga hvort við sæjum eitthvað.“

Breska sveitin stígur á svið í Háskólabíói í kvöld og flytur þar sín vinsælustu lög, þar á meðal I"m Not In Love og The Things We Do For Love. Hún hefur á löngum ferli sínum komið ellefu lögum á topp tíu í Bretlandi og þremur alla leið í efsta sætið. Hún hefur selt yfir þrjátíu milljónir hljómplatna.

Guðbjartur vonast til að hljómsveitinni verði að ósk sinni og sjái íslensku norðurljósin.

„Það er búið að vera svo gott veður og léttskýjað að ef þau ættu einhvern tímann að sjást ættu þau að sjást í kvöld eða annað kvöld eftir tónleikana. Ef fólk vill hitta þá eftir tónleikana verða þeir kannski niðri á Gróttu.“

10cc er að hefja tónleikaferðalag um Evrópu og ferðast aftur heim til Bretlands á morgun. Einhverjir miðar eru eftir á tónleikana í Háskólabíói. Þar mun hljómsveitin hita upp fyrir sjálfa sig með því að spila sín þekktustu lög í órafmögnuðum útgáfum. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.