Lífið

Aftur í leikstjórastól

Bak við vélina Ralph Fiennes reynir aftur fyrir sér sem leikstjóri með myndinni The Invisible Woman. 
nordicphotos/getty
Bak við vélina Ralph Fiennes reynir aftur fyrir sér sem leikstjóri með myndinni The Invisible Woman. nordicphotos/getty
Ralph Fiennes reyndi fyrir sér sem leikstjóri í fyrsta sinn með myndinni Coriolanus, sem byggð er á samnefndu leikriti eftir William Shakespeare. Fiennes hyggst nú leikstýra myndinni The Invisible Woman og hefur undirbúningur fyrir hana þegar hafist.

Abi Morgan skrifar handritið að kvikmyndinni en sú vakti athygli fyrir handritið að Shame. Sagan er byggð á ævisögu leikkonunnar Nelly Ternan sem rithöfundurinn og blaðakonan Claire Tomalin skrifaði árið 1990. Ternan þessi var þekktust sem ástkona rithöfundarins Charles Dickens sem gerði allt sem í hans valdi stóð til að halda sambandinu leyndu til dauðadags.

Leikkonan Felicity Jones fer með hlutverk Nelly Ternan en Fiennes fer sjálfur með hlutverk Dickens. Þess má geta að Fiennes leikur Abel Magwitch í kvikmyndinni Great Expectations sem byggð er á samnefndu bókmenntaverki Dickens.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.