Tom Bower, sem skrifaði ævisögu Simons Cowell, segir að þeir Cowell séu enn þá vinir þrátt fyrir að ýmislegt vandræðalegt úr einkalífi Cowells hafi verið afhjúpað í sögunni, þar á meðal botox-notkun hans.
Cowell, sem er dómari í X-Factor, hafði samband við Bower þegar hann frétti að hann ætlaði að skrifa ævisöguna og bauðst til að aðstoða hann. „Ég flaug með honum í einkaþotunni hans. Ég var á snekkjunni hans og heimsótti hann til Los Angeles," sagði Bower, sem útilokar ekki að skrifa annað bindi af ævisögunni.
