Landsdómur sögunnar Pawel Bartoszek skrifar 27. apríl 2012 06:00 Pólitísk réttarhöld tíðkast því miður víða. Fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, Júlía Týmosjenko, situr í fangelsi fyrir að hafa gert vondan gassamning við Rússa. Staðan í Hvíta-Rússlandi er jafnvel verri. En þar í landi enda pólitísk réttarhöld ekki með því að sakborningar fá að fara heim, eftir að hafa verið sýknaðir af langstærstum hluta ákæruatriðanna og ríkið hefur greitt þeim málsvarnarkostnaðinn. Þar með er ekki sagt að um dóm Landsdóms megi ekki deila, eða mótmæla því að hann sé oftúlkaður. Eftirfarandi setning úr dómsorðinu, kristallar það sem dæmt er fyrir. „Þótt ákærði hafi með þessu ekki eingöngu brotið gegn formreglu, svo sem rakið var hér áður, verður ekki horft fram hjá því að ekki hefði komið til sakfellingar í málinu hefði ákærði gætt að því einu að taka þessi málefni upp innan ríkisstjórnarinnar, eins og honum bar samkvæmt 17. gr. stjórnarskrárinnar." Dómurinn viðurkennir sem sagt að ef dagskrárliður undir heitinu „Erfið staða íslensku bankanna – umræður" hefði verið tekinn fyrir á dagskrá ríkisstjórnar hefði það dugað til sýknu. Fyrrum ráðherrar eru margsaga um það hvort og hvernig staða bankanna hafi verið rædd: „Þannig sagði Árni M. Mathiesen að málefni bankanna og sú hætta, sem vofði yfir fjármálamarkaðinum, hafi oft og með reglulegu millibili verið rædd á fundum ríkisstjórnarinnar frá því í febrúar til loka september 2008, þótt efnið hafi ekki verið á dagskrá fundanna." Jóhanna Sigurðardóttir sagði að staða bankanna í heild hefði í fyrsta skipti verið rædd á formlegan hátt á ríkisstjórnarfundi 3. október 2008. Björgvin G. Sigurðsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson báru öll fyrir rétti að málefni bankanna hefðu komið óformlega til umræðu, ýmist undir liðnum önnur mál eða í tengslum við aðra dagskrárliði. Niðurstaða meirihluta dómenda er samt sú „að hafið sé yfir allan vafa að sú hætta, sem steðjaði að íslensku viðskiptabönkunum og ríkissjóði, hafi ekki verið rædd á fundum ríkisstjórnarinnar á tímabilinu frá febrúar til loka september 2008,…". Dómurinn byggist á þessu. Það er merkilegt réttlæti að dæma mann sekan fyrir brot á fundarsköpum, þótt stjórnarskrárbundin séu, í tengslum við hrun heils bankakerfis. Margt annað má um þennan dóm segja. Hugsanlega á eftir að koma í ljós hvort öll umgjörð málsins standist Mannréttindasáttmála Evrópu. Árið 2005 voru átta einstaklingar kosnir af Alþingi til að sitja í Landsdómi, fjórir af lista þáverandi stjórnar (A-lista) og fjórir af lista þáverandi stjórnarandstöðu (B-lista). Þegar kom til þess að skera úr um sekt og sýknu Geirs H. Haarde héldust þessar línur, B-listamenn vildu sakfella en A-listamenn sýkna. Án þess að neinum sé brigslað um að hafa hunsað lög og kosið eftir flokkslínum þá er slík tölfræði auðvitað ekki til að styrkja ímynd Landsdóms sem óhlutdrægs dómstóls. Það er engin þörf á sérstökum dómstól fyrir ráðherra. Ef þeir sannarlega fremja brot í starfi má stefna þeim fyrir sömu dómstólum og dæma í málum okkar hinna. Af þeim sjö atvinnudómurum sem sátu í dómnum var meirihluti á því að fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið lög með því að halda ekki ríkisstjórnarfundi. Einn dómarinn í þeim hópi var líka á því að ógilda ætti kosningar til Stjórnlagaþings. Þá sýndi forseti Landsdóms manndóm með því að verða ekki við kröfum um beinar útsendingar frá aðalmeðferð málsins. Út úr þessu öllu verður ekki lesin tilhneiging til að að ganga erinda ákveðinna pólitískra afla umfram önnur eða beygja sig undir skoðanir almennings. Ég er sjálfur ekki saklaus af því að hafa aldrei tekið of sterkt til orða þegar um var að ræða dómsúrskurð sem varðaði mig sjálfan. Ég get heldur ekki sagt annað en að dómur Landsdóms, líkt og ógilding á kosningum til Stjórnlagaþings, komi á óvart og valdi vonbrigðum. En stjórnmálamenn, hvar sem er í litrófinu, ættu ekki að tilefnislausu að grafa undan trausti til dómstóla, og ýja að því að þeir gangi erinda einhvers. Nóg er um þau áköll í þjóðfélaginu að deilumál verði leyst utandyra á Lækjartorgi og Austurvelli fremur en í þeim ágætu byggingum sem við þau opnu rými standa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Pawel Bartoszek Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun
Pólitísk réttarhöld tíðkast því miður víða. Fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, Júlía Týmosjenko, situr í fangelsi fyrir að hafa gert vondan gassamning við Rússa. Staðan í Hvíta-Rússlandi er jafnvel verri. En þar í landi enda pólitísk réttarhöld ekki með því að sakborningar fá að fara heim, eftir að hafa verið sýknaðir af langstærstum hluta ákæruatriðanna og ríkið hefur greitt þeim málsvarnarkostnaðinn. Þar með er ekki sagt að um dóm Landsdóms megi ekki deila, eða mótmæla því að hann sé oftúlkaður. Eftirfarandi setning úr dómsorðinu, kristallar það sem dæmt er fyrir. „Þótt ákærði hafi með þessu ekki eingöngu brotið gegn formreglu, svo sem rakið var hér áður, verður ekki horft fram hjá því að ekki hefði komið til sakfellingar í málinu hefði ákærði gætt að því einu að taka þessi málefni upp innan ríkisstjórnarinnar, eins og honum bar samkvæmt 17. gr. stjórnarskrárinnar." Dómurinn viðurkennir sem sagt að ef dagskrárliður undir heitinu „Erfið staða íslensku bankanna – umræður" hefði verið tekinn fyrir á dagskrá ríkisstjórnar hefði það dugað til sýknu. Fyrrum ráðherrar eru margsaga um það hvort og hvernig staða bankanna hafi verið rædd: „Þannig sagði Árni M. Mathiesen að málefni bankanna og sú hætta, sem vofði yfir fjármálamarkaðinum, hafi oft og með reglulegu millibili verið rædd á fundum ríkisstjórnarinnar frá því í febrúar til loka september 2008, þótt efnið hafi ekki verið á dagskrá fundanna." Jóhanna Sigurðardóttir sagði að staða bankanna í heild hefði í fyrsta skipti verið rædd á formlegan hátt á ríkisstjórnarfundi 3. október 2008. Björgvin G. Sigurðsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson báru öll fyrir rétti að málefni bankanna hefðu komið óformlega til umræðu, ýmist undir liðnum önnur mál eða í tengslum við aðra dagskrárliði. Niðurstaða meirihluta dómenda er samt sú „að hafið sé yfir allan vafa að sú hætta, sem steðjaði að íslensku viðskiptabönkunum og ríkissjóði, hafi ekki verið rædd á fundum ríkisstjórnarinnar á tímabilinu frá febrúar til loka september 2008,…". Dómurinn byggist á þessu. Það er merkilegt réttlæti að dæma mann sekan fyrir brot á fundarsköpum, þótt stjórnarskrárbundin séu, í tengslum við hrun heils bankakerfis. Margt annað má um þennan dóm segja. Hugsanlega á eftir að koma í ljós hvort öll umgjörð málsins standist Mannréttindasáttmála Evrópu. Árið 2005 voru átta einstaklingar kosnir af Alþingi til að sitja í Landsdómi, fjórir af lista þáverandi stjórnar (A-lista) og fjórir af lista þáverandi stjórnarandstöðu (B-lista). Þegar kom til þess að skera úr um sekt og sýknu Geirs H. Haarde héldust þessar línur, B-listamenn vildu sakfella en A-listamenn sýkna. Án þess að neinum sé brigslað um að hafa hunsað lög og kosið eftir flokkslínum þá er slík tölfræði auðvitað ekki til að styrkja ímynd Landsdóms sem óhlutdrægs dómstóls. Það er engin þörf á sérstökum dómstól fyrir ráðherra. Ef þeir sannarlega fremja brot í starfi má stefna þeim fyrir sömu dómstólum og dæma í málum okkar hinna. Af þeim sjö atvinnudómurum sem sátu í dómnum var meirihluti á því að fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið lög með því að halda ekki ríkisstjórnarfundi. Einn dómarinn í þeim hópi var líka á því að ógilda ætti kosningar til Stjórnlagaþings. Þá sýndi forseti Landsdóms manndóm með því að verða ekki við kröfum um beinar útsendingar frá aðalmeðferð málsins. Út úr þessu öllu verður ekki lesin tilhneiging til að að ganga erinda ákveðinna pólitískra afla umfram önnur eða beygja sig undir skoðanir almennings. Ég er sjálfur ekki saklaus af því að hafa aldrei tekið of sterkt til orða þegar um var að ræða dómsúrskurð sem varðaði mig sjálfan. Ég get heldur ekki sagt annað en að dómur Landsdóms, líkt og ógilding á kosningum til Stjórnlagaþings, komi á óvart og valdi vonbrigðum. En stjórnmálamenn, hvar sem er í litrófinu, ættu ekki að tilefnislausu að grafa undan trausti til dómstóla, og ýja að því að þeir gangi erinda einhvers. Nóg er um þau áköll í þjóðfélaginu að deilumál verði leyst utandyra á Lækjartorgi og Austurvelli fremur en í þeim ágætu byggingum sem við þau opnu rými standa.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun