Ólíðandi öfugþróun 3. maí 2012 06:00 "Okkur miðar ekki nægilega fram á við í að ná fram launajafnréttinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir í frétt hér í blaðinu í dag. Forsætisráðherrann er þarna að bregðast við tíðindum um að launamunur kynja hafi aukist síðustu tvö ár en rúman áratug á undan hafði þróunin verið í þá átt að saman dró með kynjunum í launum. Þetta kemur fram í skýrslu Þjóðmálastofnunar um umfang kreppunnar og afkomu tekjuhópa. Það er óhætt að taka undir með forsætisráðherranum því aftur á bak er svo sannarlega ekki fram á við. Kynbundinn launamunur þróaðist frá því að vera árið 1998 metinn 30 til 35 prósent í að mælast á bilinu 13 til 20 prósent árið 2010. Þetta er út af fyrir sig ágætur árangur á tólf árum. En sé horft til þess að um áratuga skeið hafa verið lög í landinu sem eiga að koma í veg fyrir kynbundinn launamun þá verður að viðurkennast að staðan er langt í frá viðunandi, svo ekki sé talað um þegar þróunin hefur aftur snúist við, launajafnrétti í óhag. Efnahagskreppan setur enn frekar mark sitt á laun á almennum vinnumarkaði en á þeim opinbera. Launamunur minnkaði enda þar eftir hrun ekki síst vegna þess að þeim fækkaði sem voru á mjög háum launum en meirihluti þeirra voru karlar. En erfitt efnahags- og atvinnuástand gerir einnig að verkum að samningsstaða launafólks er síðri en þegar eftirspurn efir vinnuafli er meiri og hætt er við að sú staða komi verr niður á konum en körlum. Hjá SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu er þróun launamunar kynjanna sláandi en þar fór hann úr 9,9 prósentum árið 2010 í 13,2 prósent árið 2011. Það er því ekki að undra að formaður BSRB skuli nú kalla á að fundarhöldum um málið verði hætt og þess í stað verði verkin látin tala. Margir töldu að með aukinni menntun kvenna myndu laun kynjanna jafnast svo að segja af sjálfu sér. Og víst er að aukin menntun hefur vissulega skilað fjölmörgum konum góðum og vel launuðum störfum, bæði á almenna vinnumarkaðinum og í opinbera geiranum. Aukin menntun hefur þó að sönnu ekki reynst konum sú beina og greiða leið að hærri tekjum sem margir áttu von á. Frá árinu 2008 hefur verið unnið að svokölluðum jafnlaunastuðli en samkomulag um þá vinnu var liður í kjarasamningum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins það ár. Stefnt hefur verið að því að sú vinna klárist í ár. Með jafnlaunastuðli eiga fyrirtæki að vinna eftir skýrum leiðbeiningum um jafnlaunastefnu og markmiðið er að þau fyrirtæki sem ná tilskildum árangri fái vottun upp á það á svipaðan hátt og tíðkast um gæðastaðla eins og til dæmis ISO. Slíkur stuðull getur áreiðanlega komið að gagni. Róðurinn er þungur og verður það áfram. Því hlýtur öllum aðferðum og leiðum sem stuðlað geta að auknu launajafnrétti kynja að vera fagnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun
"Okkur miðar ekki nægilega fram á við í að ná fram launajafnréttinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir í frétt hér í blaðinu í dag. Forsætisráðherrann er þarna að bregðast við tíðindum um að launamunur kynja hafi aukist síðustu tvö ár en rúman áratug á undan hafði þróunin verið í þá átt að saman dró með kynjunum í launum. Þetta kemur fram í skýrslu Þjóðmálastofnunar um umfang kreppunnar og afkomu tekjuhópa. Það er óhætt að taka undir með forsætisráðherranum því aftur á bak er svo sannarlega ekki fram á við. Kynbundinn launamunur þróaðist frá því að vera árið 1998 metinn 30 til 35 prósent í að mælast á bilinu 13 til 20 prósent árið 2010. Þetta er út af fyrir sig ágætur árangur á tólf árum. En sé horft til þess að um áratuga skeið hafa verið lög í landinu sem eiga að koma í veg fyrir kynbundinn launamun þá verður að viðurkennast að staðan er langt í frá viðunandi, svo ekki sé talað um þegar þróunin hefur aftur snúist við, launajafnrétti í óhag. Efnahagskreppan setur enn frekar mark sitt á laun á almennum vinnumarkaði en á þeim opinbera. Launamunur minnkaði enda þar eftir hrun ekki síst vegna þess að þeim fækkaði sem voru á mjög háum launum en meirihluti þeirra voru karlar. En erfitt efnahags- og atvinnuástand gerir einnig að verkum að samningsstaða launafólks er síðri en þegar eftirspurn efir vinnuafli er meiri og hætt er við að sú staða komi verr niður á konum en körlum. Hjá SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu er þróun launamunar kynjanna sláandi en þar fór hann úr 9,9 prósentum árið 2010 í 13,2 prósent árið 2011. Það er því ekki að undra að formaður BSRB skuli nú kalla á að fundarhöldum um málið verði hætt og þess í stað verði verkin látin tala. Margir töldu að með aukinni menntun kvenna myndu laun kynjanna jafnast svo að segja af sjálfu sér. Og víst er að aukin menntun hefur vissulega skilað fjölmörgum konum góðum og vel launuðum störfum, bæði á almenna vinnumarkaðinum og í opinbera geiranum. Aukin menntun hefur þó að sönnu ekki reynst konum sú beina og greiða leið að hærri tekjum sem margir áttu von á. Frá árinu 2008 hefur verið unnið að svokölluðum jafnlaunastuðli en samkomulag um þá vinnu var liður í kjarasamningum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins það ár. Stefnt hefur verið að því að sú vinna klárist í ár. Með jafnlaunastuðli eiga fyrirtæki að vinna eftir skýrum leiðbeiningum um jafnlaunastefnu og markmiðið er að þau fyrirtæki sem ná tilskildum árangri fái vottun upp á það á svipaðan hátt og tíðkast um gæðastaðla eins og til dæmis ISO. Slíkur stuðull getur áreiðanlega komið að gagni. Róðurinn er þungur og verður það áfram. Því hlýtur öllum aðferðum og leiðum sem stuðlað geta að auknu launajafnrétti kynja að vera fagnað.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun