Taka niður vegg Ólafur Stephensen skrifar 4. maí 2012 09:00 Tveir lagaprófessorar komast að þeirri niðurstöðu í álitsgerð, sem utanríkismálanefnd Alþingis hefur til umfjöllunar, að nýjar Evrópureglur um yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit stangist á við stjórnarskrá Íslands, eins og Fréttablaðið greinir frá í dag. Evrópusambandið hefur sett á stofn þrjár nýjar stofnanir sem hafa eiga eftirlit með fjármálamarkaðnum og hafa heimildir til að samræma aðgerðir milli eftirlitsstofnana í mismunandi ríkjum, skera úr í ágreiningsmálum og jafnvel grípa fram fyrir hendurnar á eftirlitsstofnunum og beita sér beint gagnvart fjármálafyrirtækjum, þar með talið að stöðva starfsemi þeirra. Til þess kæmi þó ekki nema eftirlitsstofnanir í einstökum ríkjum fylgdu ekki tilmælum Evrópustofnananna eða að neyðarástand kæmi upp. Þetta nýja eftirlitskerfi var sett á stofn til að leitast við að koma í veg fyrir að fjármálakreppan sem varð 2008 geti endurtekið sig. Alþjóðlegur fjármálamarkaður þarf alþjóðlegt fjármálaeftirlit. Í nýafstaðinni kreppu sýndi það sig að fjármálaeftirlit og aðrar eftirlitsstofnanir einstakra EES-ríkja höfðu ekki nægilegt samráð sín á milli og hvorki heimildir né getu til að grípa til samhæfðra aðgerða. Mál íslenzku bankanna, sem máttu starfa á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og ollu með röngum ákvörðunum bæði fólki og fyrirtækjum í öðrum EES-ríkjum umtalsverðu tjóni, er skólabókardæmi um hvers vegna er þörf á yfirþjóðlegu fjármálaeftirliti. Samkvæmt EES-samningnum ber Íslandi að innleiða þessar nýju reglur hér á landi. Stefán Már Stefánsson og Björg Thorarensen komast hins vegar að þeirri niðurstöðu að með þeim sé stofnunum ESB fengið svo víðtækt vald hér á landi að það standist ekki stjórnarskrána, að minnsta kosti ekki sé það metið í samhengi við annað valdaframsal vegna EES-samningsins, sem farið hefur fram í smáskömmtum á mörgum árum. Þetta er það sem margir hafa lengi sagt; að færa yrði stjórnarskrána til nútímahorfs og setja í hana ákvæði um að heimilt sé að framselja ríkisvald til alþjóðlegra stofnana. Stefán Már Stefánsson sat í hópi lögfræðinga sem lagði til þegar árið 1997 að stjórnarskránni yrði breytt á þennan veg. Færa má gild rök að því að núverandi ástand hafi árum saman verið í andstöðu við stjórnarskrána. Í þessu mikilvæga máli, sem snýst um að hindra að aftur geti komið upp fjármálakreppa á borð við þá sem setti íslenzkt þjóðfélag á hliðina, á Ísland tvo kosti. Annar er að breyta stjórnarskránni þannig að framsal valds til alþjóðastofnana sé heimilt. Það snýst ekki eingöngu um EES heldur líka margvíslegt annað samstarf sem Ísland tekur þátt í. Eins og lagaprófessorarnir tveir orða það eru „ríkir pólitískir og félagslegir hagsmunir af slíku samstarfi". Hinn kosturinn er að Ísland segi sig frá EES-samningnum. Þegar horft er til þeirra hagsbóta sem hann hefur fært íslenzku atvinnulífi og almenningi á rúmlega sautján árum, geta fáir talið það góðan kost. Öll rök hníga þess vegna að því sem er niðurstaða lagaprófessoranna: Alþingi þarf að huga að nauðsynlegum stjórnarskrárbreytingum svo Ísland reki sig ekki á veggi í alþjóðlegu samstarfi. Þetta verkefni verður ekki lengur umflúið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun
Tveir lagaprófessorar komast að þeirri niðurstöðu í álitsgerð, sem utanríkismálanefnd Alþingis hefur til umfjöllunar, að nýjar Evrópureglur um yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit stangist á við stjórnarskrá Íslands, eins og Fréttablaðið greinir frá í dag. Evrópusambandið hefur sett á stofn þrjár nýjar stofnanir sem hafa eiga eftirlit með fjármálamarkaðnum og hafa heimildir til að samræma aðgerðir milli eftirlitsstofnana í mismunandi ríkjum, skera úr í ágreiningsmálum og jafnvel grípa fram fyrir hendurnar á eftirlitsstofnunum og beita sér beint gagnvart fjármálafyrirtækjum, þar með talið að stöðva starfsemi þeirra. Til þess kæmi þó ekki nema eftirlitsstofnanir í einstökum ríkjum fylgdu ekki tilmælum Evrópustofnananna eða að neyðarástand kæmi upp. Þetta nýja eftirlitskerfi var sett á stofn til að leitast við að koma í veg fyrir að fjármálakreppan sem varð 2008 geti endurtekið sig. Alþjóðlegur fjármálamarkaður þarf alþjóðlegt fjármálaeftirlit. Í nýafstaðinni kreppu sýndi það sig að fjármálaeftirlit og aðrar eftirlitsstofnanir einstakra EES-ríkja höfðu ekki nægilegt samráð sín á milli og hvorki heimildir né getu til að grípa til samhæfðra aðgerða. Mál íslenzku bankanna, sem máttu starfa á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og ollu með röngum ákvörðunum bæði fólki og fyrirtækjum í öðrum EES-ríkjum umtalsverðu tjóni, er skólabókardæmi um hvers vegna er þörf á yfirþjóðlegu fjármálaeftirliti. Samkvæmt EES-samningnum ber Íslandi að innleiða þessar nýju reglur hér á landi. Stefán Már Stefánsson og Björg Thorarensen komast hins vegar að þeirri niðurstöðu að með þeim sé stofnunum ESB fengið svo víðtækt vald hér á landi að það standist ekki stjórnarskrána, að minnsta kosti ekki sé það metið í samhengi við annað valdaframsal vegna EES-samningsins, sem farið hefur fram í smáskömmtum á mörgum árum. Þetta er það sem margir hafa lengi sagt; að færa yrði stjórnarskrána til nútímahorfs og setja í hana ákvæði um að heimilt sé að framselja ríkisvald til alþjóðlegra stofnana. Stefán Már Stefánsson sat í hópi lögfræðinga sem lagði til þegar árið 1997 að stjórnarskránni yrði breytt á þennan veg. Færa má gild rök að því að núverandi ástand hafi árum saman verið í andstöðu við stjórnarskrána. Í þessu mikilvæga máli, sem snýst um að hindra að aftur geti komið upp fjármálakreppa á borð við þá sem setti íslenzkt þjóðfélag á hliðina, á Ísland tvo kosti. Annar er að breyta stjórnarskránni þannig að framsal valds til alþjóðastofnana sé heimilt. Það snýst ekki eingöngu um EES heldur líka margvíslegt annað samstarf sem Ísland tekur þátt í. Eins og lagaprófessorarnir tveir orða það eru „ríkir pólitískir og félagslegir hagsmunir af slíku samstarfi". Hinn kosturinn er að Ísland segi sig frá EES-samningnum. Þegar horft er til þeirra hagsbóta sem hann hefur fært íslenzku atvinnulífi og almenningi á rúmlega sautján árum, geta fáir talið það góðan kost. Öll rök hníga þess vegna að því sem er niðurstaða lagaprófessoranna: Alþingi þarf að huga að nauðsynlegum stjórnarskrárbreytingum svo Ísland reki sig ekki á veggi í alþjóðlegu samstarfi. Þetta verkefni verður ekki lengur umflúið.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun