Lífið

Á söluhæstu smáskífuna

Popparinn á söluhæsta smáskífulag Bretlands á 21. öldinni.
Popparinn á söluhæsta smáskífulag Bretlands á 21. öldinni.
Lagið Evergreen/Anything Is Possible með popparanum Will Young er söluhæsta smáskífulag 21. aldarinnar í Bretlandi. Skífan kom út árið 2002 og hafa selst af henni 1,8 milljón eintök. Í öðru sæti er Someone Like You með Adele sem hefur selst í 1,35 milljónum eintaka. Þetta kemur fram í tölum frá Official Chart Company í Bretlandi.

Í þriðja sæti á listanum er Unchained Melody sem Gareth Gates, andstæðingur Youngs í þáttunum Pop Idol, flutti. Á eftir því kemur I Gotta Feeling með hljómsveitinni Black Eyed Peas og í því fimmta er It Wasn"t Me með Shaggy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.