Ónæg rök fyrir hjálmaskyldu Pawel Bartoszek skrifar 11. maí 2012 06:00 Kæri lesandi, settir þú á þig hjálm í morgun? Nei, ég er ekki sérstaklega að tala við þig sem fórst á hjóli eða mótorhjóli. Ég er að tala við þig sem komst á bíl. Eða þig sem varst farþegi í bíl. Varstu með hjálm? Ég geri ráð fyrir að svarið sé „nei". Ég þekki fáa sem keyra með hjálm. Næsta spurning gæti því verið: Hvers vegna ekki? Höfuðmeiðsli eru, jú, einn allra algengasti áverkinn í umferðarslysum hjá ökumönnum í einkabílum. Svo má spyrja áfram: Ef koma mætti í veg fyrir bara eitt slys með því að skylda alla ökumenn og farþega í bílum til að vera með hjálma væri það þá ekki þess virði? Þegar hingað er komið áttar þú, lesandi góður, þig kannski á því að ég er í raun að fara að tala um reiðhjólahjálma. Og ég ætla að láta vera að leggja þér fleiri orð í munn að sinni. En ég ímynda mér að margir vel upplýstir norrænir menn sem ég þekki, menn sem vilja gjarnan sjá fólk hjóla með hjálma, myndu svara spurningunni um hjálmaskyldu í bílum einhvern veginn svona: „Ef rannsóknir sýndu ótvírætt fram á að bílahjálmar drægju úr slysum, og hefðu þegar á heildina er litið jákvæð áhrif á samfélagið, ætli ég myndi þá ekki setja svona hjálma á mig og börn mín og jafnvel mælast til að allir þyrftu að gera slíkt hið sama. Ég meina, það er skylda að vera með bílbelti." Ef við erum á þessum stað í umræðunni erum við kannski bara í góðum málum. Við getum þá verið sammála um eftirfarandi: Spurningin hvort hjálmar verji höfuðið í slysum er vísindaleg. Spurningin hvort aukin hjálmanotkun lengi líf fólks er vísindaleg. Svörin við þessum vísindalegu spurningum þurfa að vera jákvæð til að opinberar stofnanir megi hvetja fólk til að nota hjálma. Eigi síðan að skylda menn til einhvers þurfa svörin að vera þeim mun margfalt afdráttarlausari. Haldi einhver því fram að gagnsemi hjálma, eða hjálmaskyldu, sé sönnuð með jafnmikilli vissu og það er sannað að reykingar eru óhollar, þá stenst sú fullyrðing ekki skoðun. Leit hjá tímaritum á borð við British Medical Journal leiðir einfaldlega annað í ljós. Gnótt vísindagreina dregur í efa ábata af aukinni notkun hjálma. Það er enn deilt um heildargagnsemi hjólahjálma og hjálmaskyldu. Í nokkurra ára rannsókn sem Dr. Ian Walker framkvæmdi kom til dæmis í ljós að bílar keyrðu almennt 10 cm nær hjólreiðamanni (Walker sjálfum) þegar hann var með hjálm, en þegar hann hjólaði hjálmlaus. Þegar hann setti á sig ljósa hárkollu gáfu ökumenn honum hins vegar meira pláss. Tvisvar var klesst á hann þegar hann var með hjálm. Þetta er auðvitað einungis ein rannsókn, en gæti sýnt hvers vegna varasamt getur verið að byggja opinbera stefnu einungis á rannsóknum á áverkum þeirra sem lenda á slysadeild. Flest hjólasamtök í Evrópu berjast gegn hjálmaskyldu. Rökin eru þessi: Hjálmaskyldan gerir hjólreiðar óaðgengilegri. Hún fækkar þeim sem hjóla. Hjólreiðar eru öruggari eftir því sem fleiri hjóla. Fleiri hjól þýða færri bíla, og þeir bílstjórar sem eftir eru taka meira tillit til hjólreiðamanna. Hjólreiðar eru hollur ferðamáti. Ef hjálmaskylda heldur aftur af vexti hjólreiða þá er hún skaðleg fyrir samfélagið. Einhver öruggustu hjólalönd heims eru Holland og Danmörk. Þar hjóla ógeðslega margir en fáir nota hjálm. Þau lönd hafa byggt upp frábæran hjólainfrastrúktur og gera allt til að fá fólk til að setjast á hjólið. Sú stefna hefur sýnt sig vera mun árangursríkari en það sem gert hefur verið í hinum enskumælandi heimi, þar sem áherslan á hjálmana hefur verið hvað mest. Ekki dettur mér í hug að letja nokkurn til að hjóla með hjálm sem það vill gera, hef gert það sjálfur á löngum tíma í lífi mínu og geri það oft enn. En þær rannsóknir sem liggja fyrir um heildarávinning samfélagsins af notkun hjálma eru engan veginn þess eðlis að þær réttlæti það að fólk sé gert að lögbrjótum fyrir að vilja ekki nota þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Kæri lesandi, settir þú á þig hjálm í morgun? Nei, ég er ekki sérstaklega að tala við þig sem fórst á hjóli eða mótorhjóli. Ég er að tala við þig sem komst á bíl. Eða þig sem varst farþegi í bíl. Varstu með hjálm? Ég geri ráð fyrir að svarið sé „nei". Ég þekki fáa sem keyra með hjálm. Næsta spurning gæti því verið: Hvers vegna ekki? Höfuðmeiðsli eru, jú, einn allra algengasti áverkinn í umferðarslysum hjá ökumönnum í einkabílum. Svo má spyrja áfram: Ef koma mætti í veg fyrir bara eitt slys með því að skylda alla ökumenn og farþega í bílum til að vera með hjálma væri það þá ekki þess virði? Þegar hingað er komið áttar þú, lesandi góður, þig kannski á því að ég er í raun að fara að tala um reiðhjólahjálma. Og ég ætla að láta vera að leggja þér fleiri orð í munn að sinni. En ég ímynda mér að margir vel upplýstir norrænir menn sem ég þekki, menn sem vilja gjarnan sjá fólk hjóla með hjálma, myndu svara spurningunni um hjálmaskyldu í bílum einhvern veginn svona: „Ef rannsóknir sýndu ótvírætt fram á að bílahjálmar drægju úr slysum, og hefðu þegar á heildina er litið jákvæð áhrif á samfélagið, ætli ég myndi þá ekki setja svona hjálma á mig og börn mín og jafnvel mælast til að allir þyrftu að gera slíkt hið sama. Ég meina, það er skylda að vera með bílbelti." Ef við erum á þessum stað í umræðunni erum við kannski bara í góðum málum. Við getum þá verið sammála um eftirfarandi: Spurningin hvort hjálmar verji höfuðið í slysum er vísindaleg. Spurningin hvort aukin hjálmanotkun lengi líf fólks er vísindaleg. Svörin við þessum vísindalegu spurningum þurfa að vera jákvæð til að opinberar stofnanir megi hvetja fólk til að nota hjálma. Eigi síðan að skylda menn til einhvers þurfa svörin að vera þeim mun margfalt afdráttarlausari. Haldi einhver því fram að gagnsemi hjálma, eða hjálmaskyldu, sé sönnuð með jafnmikilli vissu og það er sannað að reykingar eru óhollar, þá stenst sú fullyrðing ekki skoðun. Leit hjá tímaritum á borð við British Medical Journal leiðir einfaldlega annað í ljós. Gnótt vísindagreina dregur í efa ábata af aukinni notkun hjálma. Það er enn deilt um heildargagnsemi hjólahjálma og hjálmaskyldu. Í nokkurra ára rannsókn sem Dr. Ian Walker framkvæmdi kom til dæmis í ljós að bílar keyrðu almennt 10 cm nær hjólreiðamanni (Walker sjálfum) þegar hann var með hjálm, en þegar hann hjólaði hjálmlaus. Þegar hann setti á sig ljósa hárkollu gáfu ökumenn honum hins vegar meira pláss. Tvisvar var klesst á hann þegar hann var með hjálm. Þetta er auðvitað einungis ein rannsókn, en gæti sýnt hvers vegna varasamt getur verið að byggja opinbera stefnu einungis á rannsóknum á áverkum þeirra sem lenda á slysadeild. Flest hjólasamtök í Evrópu berjast gegn hjálmaskyldu. Rökin eru þessi: Hjálmaskyldan gerir hjólreiðar óaðgengilegri. Hún fækkar þeim sem hjóla. Hjólreiðar eru öruggari eftir því sem fleiri hjóla. Fleiri hjól þýða færri bíla, og þeir bílstjórar sem eftir eru taka meira tillit til hjólreiðamanna. Hjólreiðar eru hollur ferðamáti. Ef hjálmaskylda heldur aftur af vexti hjólreiða þá er hún skaðleg fyrir samfélagið. Einhver öruggustu hjólalönd heims eru Holland og Danmörk. Þar hjóla ógeðslega margir en fáir nota hjálm. Þau lönd hafa byggt upp frábæran hjólainfrastrúktur og gera allt til að fá fólk til að setjast á hjólið. Sú stefna hefur sýnt sig vera mun árangursríkari en það sem gert hefur verið í hinum enskumælandi heimi, þar sem áherslan á hjálmana hefur verið hvað mest. Ekki dettur mér í hug að letja nokkurn til að hjóla með hjálm sem það vill gera, hef gert það sjálfur á löngum tíma í lífi mínu og geri það oft enn. En þær rannsóknir sem liggja fyrir um heildarávinning samfélagsins af notkun hjálma eru engan veginn þess eðlis að þær réttlæti það að fólk sé gert að lögbrjótum fyrir að vilja ekki nota þá.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun