Málþófið Þorsteinn Pálsson skrifar 12. maí 2012 06:00 Í tímaþröng eru mál þæfð í öllum þjóðþingum. Tímaþröng er klípa sem ríkisstjórnir koma sér í sjálfar og stjórnarandstaða hagnýtir, stundum ómálefnalega. Málþófið á Alþingi nú á sér hins vegar dýpri pólitískar rætur. Fyrst er rétt að hafa í huga að það var ákvörðun kjósenda í síðustu kosningum að skerpa pólitískar andstæður. Núverandi ríkisstjórn er ekki hefðbundin málamiðlunarríkisstjórn. Reyndar er hún eina dæmið um einlita stjórn í lýðveldissögunni. Fyrsta þingræðisstjórn lýðveldisins var hægri vinstri stjórn. Síðan hafa setið hægri miðjustjórnir eða vinstri miðjustjórnir, en aldrei hrein hægri stjórn. Málamiðlanir frá öðrum hvorum væng stjórnmálanna að miðjunni eða yfir hana leiða að öðru jöfnu til meiri pólitískrar hófsemi en ella. Á hinn bóginn liggur í hlutarins eðli að einlitar stjórnir vilja meiri breytingar og ögra því minnihlutanum í ríkari mæli. Þetta leiðir til harðari stjórnmálaumræðu eins og raunin var í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Sú saga virðist vera að ganga í endurnýjun lífdaganna. Núverandi stjórnarflokkar boðuðu uppgjör og átök í síðustu kosningum. Þeir fengu ríflegan meirihluta og hafa eins og vænta mátti notað hann í þeim tilgangi. Þannig er hagkerfið að færast úr farvegi jafnvægis milli velferðar og markaðar sem áður einkenndi Ísland eins og önnur Norðurlönd. Hin hliðin á þessari ákvörðun kjósenda kemur fram í öflugra pólitísku andófi en venjulega. Þarna á milli er beint samhengi. Kjósendur hafa fengið það sem þeir báðu um.Hólmganga við faglegt verklag Annað atriði sem veldur því að mál eru nú þæfð meir en áður er sú staðreynd að aldrei hafa jafn mörg illa undirbúin mál komið til afgreiðslu á jafn skömmum tíma. Þessi ástæða skrifast hins vegar ekki á reikning kjósenda. Hér ber ríkisstjórnin alla ábyrgð þvert á gefin fyrirheit. Sjávarútvegsfrumvörpin eru skýrt dæmi um þetta. Þegar þau voru fyrst lögð fram fyrir ári síðan krafðist forsætisráðherra þess að þau yrðu lögfest áður en nefnd sérfræðinga lyki umsögn um þau. Það er vasklegasta hólmganga við faglegt verklag sem saga Alþingis geymir. Utanríkisráðherra taldi eftir á að legið hefði við alvarlegu efnahagslegu bílslysi. Slysavarnirnar fólust í málþófi. Nú kappkostar ríkisstjórnin að koma stefnu sinni fram á ný og gengur lengra en í fyrra skiptið. Í ár virðist utanríkisráðherra styðja þetta efnahagslega bílslys þótt það útiloki að Ísland geti náð þeim efnahagslegu markmiðum sem aðild að Evrópusambandinu krefst. Það hefur fært stjórnarandstöðunni þungavopn sem hún hlífir þó ráðherranum við. Aldrei áður í þingsögunni hafa faglegar umsagnir um höfuðstefnumál einnar ríkisstjórnar verið jafn neikvæðar. Þær koma úr öllum áttum og eru allar á einn veg. Þá eru fá dæmi um jafn eindregna og almenna hagsmunaandstöðu. Einu gildir hvort litið er á umsagnir sveitarstjórna, verkalýðsfélaga eða samtaka sjávarútvegsfyrirtækja. Þegar aðstæður eru með þessum hætti, ekki aðeins varðandi þetta eina mál, heldur fleiri, á stjórnarandstaðan að beita þeim slysavörnum sem þingsköp leyfa. Það er skylda gagnvart fólkinu í landinu að því er varðar spurninguna um skort á faglegum vinnubrögðum. Eins er það eðlilegt í ljósi þeirra almannahagsmuna sem eru í húfi og vegna þeirra grundvallarsjónarmiða í pólitík sem tekist er á um.Miðjulaust flokkakerfi Kosningar eru ekki líklegar til að breyta þessu ástandi eins og sakir standa. Ástæðan er meðal annars sú að pólitíska kerfið í landinu breytist hratt. Þriggja flokka samstaða sem hér ríkti í áratugi um grundvöll utanríkisstefnunnar er úr sögunni. Ekkert stjórnarmynstur er því fyrirsjáanlegt án þess að utanríkismálin verði fleygur í því holdi. Sú pólitíska málefnakreppa birtist einnig skýrt í því að stjórnarandstaðan vill ekki nota tækifærið og reka forsætisráðherra út í horn fyrir að kippa stoðunum undan aðildarumsókninni með sjávarútvegskollsteypunni. Þá er Framsóknarflokkurinn að breytast úr klassískum miðjuflokki í tækifærissinnaðan flokk sem líkist helst Hreyfingunni. Samfylkingunni hefur þegar verið breytt úr jafnaðarmannaflokki að norrænni fyrirmynd í vinstri sósíalista flokk. Það er því enginn flokkur á miðjunni og enginn sem liggur að henni frá vinstri. Afleiðingin er sú að rökréttur málamiðlunarkostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að mynda með stjórn er ekki til. Af þessu má ráða að verði ekki til nýr flokkur á miðju stjórnmálanna er hætt við að pólitíska jafnvægisleysið haldi áfram. Þingstörfin munu eðlilega endurspegla þá stöðu á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Í tímaþröng eru mál þæfð í öllum þjóðþingum. Tímaþröng er klípa sem ríkisstjórnir koma sér í sjálfar og stjórnarandstaða hagnýtir, stundum ómálefnalega. Málþófið á Alþingi nú á sér hins vegar dýpri pólitískar rætur. Fyrst er rétt að hafa í huga að það var ákvörðun kjósenda í síðustu kosningum að skerpa pólitískar andstæður. Núverandi ríkisstjórn er ekki hefðbundin málamiðlunarríkisstjórn. Reyndar er hún eina dæmið um einlita stjórn í lýðveldissögunni. Fyrsta þingræðisstjórn lýðveldisins var hægri vinstri stjórn. Síðan hafa setið hægri miðjustjórnir eða vinstri miðjustjórnir, en aldrei hrein hægri stjórn. Málamiðlanir frá öðrum hvorum væng stjórnmálanna að miðjunni eða yfir hana leiða að öðru jöfnu til meiri pólitískrar hófsemi en ella. Á hinn bóginn liggur í hlutarins eðli að einlitar stjórnir vilja meiri breytingar og ögra því minnihlutanum í ríkari mæli. Þetta leiðir til harðari stjórnmálaumræðu eins og raunin var í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Sú saga virðist vera að ganga í endurnýjun lífdaganna. Núverandi stjórnarflokkar boðuðu uppgjör og átök í síðustu kosningum. Þeir fengu ríflegan meirihluta og hafa eins og vænta mátti notað hann í þeim tilgangi. Þannig er hagkerfið að færast úr farvegi jafnvægis milli velferðar og markaðar sem áður einkenndi Ísland eins og önnur Norðurlönd. Hin hliðin á þessari ákvörðun kjósenda kemur fram í öflugra pólitísku andófi en venjulega. Þarna á milli er beint samhengi. Kjósendur hafa fengið það sem þeir báðu um.Hólmganga við faglegt verklag Annað atriði sem veldur því að mál eru nú þæfð meir en áður er sú staðreynd að aldrei hafa jafn mörg illa undirbúin mál komið til afgreiðslu á jafn skömmum tíma. Þessi ástæða skrifast hins vegar ekki á reikning kjósenda. Hér ber ríkisstjórnin alla ábyrgð þvert á gefin fyrirheit. Sjávarútvegsfrumvörpin eru skýrt dæmi um þetta. Þegar þau voru fyrst lögð fram fyrir ári síðan krafðist forsætisráðherra þess að þau yrðu lögfest áður en nefnd sérfræðinga lyki umsögn um þau. Það er vasklegasta hólmganga við faglegt verklag sem saga Alþingis geymir. Utanríkisráðherra taldi eftir á að legið hefði við alvarlegu efnahagslegu bílslysi. Slysavarnirnar fólust í málþófi. Nú kappkostar ríkisstjórnin að koma stefnu sinni fram á ný og gengur lengra en í fyrra skiptið. Í ár virðist utanríkisráðherra styðja þetta efnahagslega bílslys þótt það útiloki að Ísland geti náð þeim efnahagslegu markmiðum sem aðild að Evrópusambandinu krefst. Það hefur fært stjórnarandstöðunni þungavopn sem hún hlífir þó ráðherranum við. Aldrei áður í þingsögunni hafa faglegar umsagnir um höfuðstefnumál einnar ríkisstjórnar verið jafn neikvæðar. Þær koma úr öllum áttum og eru allar á einn veg. Þá eru fá dæmi um jafn eindregna og almenna hagsmunaandstöðu. Einu gildir hvort litið er á umsagnir sveitarstjórna, verkalýðsfélaga eða samtaka sjávarútvegsfyrirtækja. Þegar aðstæður eru með þessum hætti, ekki aðeins varðandi þetta eina mál, heldur fleiri, á stjórnarandstaðan að beita þeim slysavörnum sem þingsköp leyfa. Það er skylda gagnvart fólkinu í landinu að því er varðar spurninguna um skort á faglegum vinnubrögðum. Eins er það eðlilegt í ljósi þeirra almannahagsmuna sem eru í húfi og vegna þeirra grundvallarsjónarmiða í pólitík sem tekist er á um.Miðjulaust flokkakerfi Kosningar eru ekki líklegar til að breyta þessu ástandi eins og sakir standa. Ástæðan er meðal annars sú að pólitíska kerfið í landinu breytist hratt. Þriggja flokka samstaða sem hér ríkti í áratugi um grundvöll utanríkisstefnunnar er úr sögunni. Ekkert stjórnarmynstur er því fyrirsjáanlegt án þess að utanríkismálin verði fleygur í því holdi. Sú pólitíska málefnakreppa birtist einnig skýrt í því að stjórnarandstaðan vill ekki nota tækifærið og reka forsætisráðherra út í horn fyrir að kippa stoðunum undan aðildarumsókninni með sjávarútvegskollsteypunni. Þá er Framsóknarflokkurinn að breytast úr klassískum miðjuflokki í tækifærissinnaðan flokk sem líkist helst Hreyfingunni. Samfylkingunni hefur þegar verið breytt úr jafnaðarmannaflokki að norrænni fyrirmynd í vinstri sósíalista flokk. Það er því enginn flokkur á miðjunni og enginn sem liggur að henni frá vinstri. Afleiðingin er sú að rökréttur málamiðlunarkostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að mynda með stjórn er ekki til. Af þessu má ráða að verði ekki til nýr flokkur á miðju stjórnmálanna er hætt við að pólitíska jafnvægisleysið haldi áfram. Þingstörfin munu eðlilega endurspegla þá stöðu á næstu árum.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun