Lífið

Draga sig út úr Django

Sacha Baron Cohen er hættur við að leika í Django Unchained.
Sacha Baron Cohen er hættur við að leika í Django Unchained.
Sacha Baron Cohen er hættur við að leika feluhlutverk í Django Unchained, nýjustu mynd Quentins Tarantinos. Cohen átti að leika Scotty Harmony, fjárhættuspilara sem borgar fyrir félagsskap eiginkonu aðalpersónunnar sem Jamie Foxx leikur. Hann varð að hætta við hlutverkið vegna kynningarherferðar myndar hans The Dictator.

Cohen er ekki eina stjarnan sem hefur hætt við að leika í Django Unchained. Kevin Costner hætti við að leika þrælahaldarann Ace Woody og Kurt Russell sem tók við hlutverki Costners hefur einnig hætt við. Joseph Gordon-Levitt varð sömuleiðs að segja skilið við myndina vegna þess að upptökurnar rákust á við tökur á fyrsta leikstjórnarverkefni hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.