Lífið

Brjóstagjöf á forsíðu Time

Jamie Lynne Gurmet prýðir forsíðu Time Magazine þessa vikuna ásamt þriggja ára syni sínum.
Jamie Lynne Gurmet prýðir forsíðu Time Magazine þessa vikuna ásamt þriggja ára syni sínum.
Heilsa Forsíða tímaritsins Time Magazine þessa vikuna hefur vakið athygli út um allan heim. Forsíðuna prýðir móðirin Jamie Lynne Grumet frá Los Angeles og sýnir myndin hana gefa þriggja ára syni sínum brjóst en hann stendur á kolli við hlið hennar.

Jamie Lynne Grumet er 26 ára tveggja barna móðir en strákarnir hennar eru þriggja og fimm ára gamlir. Báðir fá þeir brjóstamjólk einu sinni í mánuði. „Ég var sjálf á brjósti þar til ég var sex ára gömul svo fyrir mér er það að gefa strákunum mínum brjóst fram eftir aldri fullkomlega eðlilegt,“ segir Gurmet og bætir við að hún hafi orðið vör við gagnrýni og sumir hafi jafnvel hótað að kæra hana til barnaverndarnefndar.

Skiptar skoðanir eru um forsíðumyndina í Bandaríkjunum og finnst mörgum lesendum nóg um að gefa barni brjóst svona gömlu. Forsíðumyndin tengist aðalumfjöllunarefni blaðsins sem er hið svokallaða „attachment parenting“ en það er uppeldisaðferð sem hefur verið vinsæl síðustu ár og einblínir á að tengjast barninu með því að sofa saman í rúmi, bera barnið í burðarpoka og hafa það á brjósti fram eftir aldri. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, mælir með brjóstagjöf samhliða mat til tveggja ára aldurs eða lengur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.