Lífið

Safarík Kóteletta í ár

Páll Óskar, Blaz Roca og Solla stirða eru meðal þeirra sem láta sjá sig á Kótelettunni í ár.
Páll Óskar, Blaz Roca og Solla stirða eru meðal þeirra sem láta sjá sig á Kótelettunni í ár.
Páll Óskar og Sálin hans Jóns míns eru á meðal þeirra sem fram koma á fjölskyldu- og tónlistarhátíðinni Kótelettunni á Selfossi dagana 8.-10.júní næstkomandi.

Er þetta í þriðja skipti sem hátíðin er haldin og í boði verður metnaðarfull dagskrá fyrir alla aldurshópa. Aðrir sem hafa staðfest komu sína á hátíðina eru meðal annars strákarnir í Bláum Ópal, Ingó og Veðurguðirnir, Björgvin Halldórsson, RetRoBot, Friðrik Dór, Blaz Roca, Íþróttaálfurinn, Solla stirða og Sveppi. Söngvakeppni barnanna verður svo að sjálfsögðu á sínum stað.

Miðasala á hátíðina er þegar hafin á kotelettan.is.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.