Einstefna? Svavar Hávarðsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Ég þekki ekki réttindi mín vel, ef eitthvað fer úrskeiðis. Er svo lánsamur að hafa ekki þurft á „stuðningsneti samfélagsins" að halda. Enn þá. Ég er þó ekki svo vitlaus að halda að þessi gæfa mín muni endast. Kannski hafa örlaganornirnar ofið mér vef sem leiðir mig á endanum fram af húsþaki eða fyrir bíl. Eða ég missi heilsuna langt fyrir aldur fram vegna sjúkdóms. Tíminn hlífir mér ekki frekar en öðrum. Eina sem ég get gert er að vona að minn þráður trosni ekki og slitni áður en eðlilegt getur talist. Ég, eins og sennilega allir sem hafa slitið barnsskónum, þekki hins vegar töluvert stóran hóp fólks sem hefur lent í áföllum. Sumir standa mér nærri. Nú ber svo við að á stuttum tíma hef ég heyrt nokkrar sögur þar sem viðkomandi telur sig ekki fá það sem honum ber. Ástæðurnar eru mismunandi og flóknar, en öll hafa staðið í stappi við að fá leiðréttingar og/eða skýringar úr ólíkum áttum. Þær upplýsingar virðast ekki liggja á lausu og má skilja á fólki að það „hafi ekki orku til að standa í þessu," eins og einn orðaði það eftir langt þref. Þetta basl þekki ég ekki, sem betur fer. Hins vegar veit ég á eigin skinni að „kerfið", og þá meina ég í öllu sínu veldi og litríku flóru, er fundvíst þegar kemur að því að gera borgurunum grein fyrir því hvaða skyldur mönnum ber að uppfylla og hvað maður skuldar. Það er reyndar töluverður fjöldi afar hæfra einstaklinga sem vinnur við það að minna okkur á þessar skyldur okkar, sem er sjálfsagt mál. Það verður að standa vörð um kerfið og verja það fyrir misnotkun. Það er nefnilega til sá hópur sem veit allt um sín réttindi og sækir þau, en er minna fyrir það að uppfylla skyldur sínar. En spyr sá sem ekki veit. Hver fer yfir réttindamálin okkar og hringir þegar sýnt er að kerfið hefur ekki staðið við sitt, einhverra hluta vegna? Hver hringir þegar maður á eitthvað inni eða sendir bréf þegar maður hefur ofgreitt mánuðum saman, svo vitnað sé í eina af fyrrnefndum sögum. Er kerfisbundið leitað að misfellum á því hvað á að ganga til þeirra sem eiga réttindin á sama hátt og gert er við að upplýsa um skyldur? Kannski er þetta allt eins og það á að vera? Eða er réttara að spyrja hvort sérstakt batterí ætti að annast þessa hlið málsins? Svona eins konar Réttindastofnun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Svavar Hávarðsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Ég þekki ekki réttindi mín vel, ef eitthvað fer úrskeiðis. Er svo lánsamur að hafa ekki þurft á „stuðningsneti samfélagsins" að halda. Enn þá. Ég er þó ekki svo vitlaus að halda að þessi gæfa mín muni endast. Kannski hafa örlaganornirnar ofið mér vef sem leiðir mig á endanum fram af húsþaki eða fyrir bíl. Eða ég missi heilsuna langt fyrir aldur fram vegna sjúkdóms. Tíminn hlífir mér ekki frekar en öðrum. Eina sem ég get gert er að vona að minn þráður trosni ekki og slitni áður en eðlilegt getur talist. Ég, eins og sennilega allir sem hafa slitið barnsskónum, þekki hins vegar töluvert stóran hóp fólks sem hefur lent í áföllum. Sumir standa mér nærri. Nú ber svo við að á stuttum tíma hef ég heyrt nokkrar sögur þar sem viðkomandi telur sig ekki fá það sem honum ber. Ástæðurnar eru mismunandi og flóknar, en öll hafa staðið í stappi við að fá leiðréttingar og/eða skýringar úr ólíkum áttum. Þær upplýsingar virðast ekki liggja á lausu og má skilja á fólki að það „hafi ekki orku til að standa í þessu," eins og einn orðaði það eftir langt þref. Þetta basl þekki ég ekki, sem betur fer. Hins vegar veit ég á eigin skinni að „kerfið", og þá meina ég í öllu sínu veldi og litríku flóru, er fundvíst þegar kemur að því að gera borgurunum grein fyrir því hvaða skyldur mönnum ber að uppfylla og hvað maður skuldar. Það er reyndar töluverður fjöldi afar hæfra einstaklinga sem vinnur við það að minna okkur á þessar skyldur okkar, sem er sjálfsagt mál. Það verður að standa vörð um kerfið og verja það fyrir misnotkun. Það er nefnilega til sá hópur sem veit allt um sín réttindi og sækir þau, en er minna fyrir það að uppfylla skyldur sínar. En spyr sá sem ekki veit. Hver fer yfir réttindamálin okkar og hringir þegar sýnt er að kerfið hefur ekki staðið við sitt, einhverra hluta vegna? Hver hringir þegar maður á eitthvað inni eða sendir bréf þegar maður hefur ofgreitt mánuðum saman, svo vitnað sé í eina af fyrrnefndum sögum. Er kerfisbundið leitað að misfellum á því hvað á að ganga til þeirra sem eiga réttindin á sama hátt og gert er við að upplýsa um skyldur? Kannski er þetta allt eins og það á að vera? Eða er réttara að spyrja hvort sérstakt batterí ætti að annast þessa hlið málsins? Svona eins konar Réttindastofnun?
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun