Hin "sterka vísindahyggja“ Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. maí 2012 06:00 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skrifaði athyglisverða grein hér í blaðið í síðustu viku, í framhaldi af málþingi umhverfisráðuneytisins um erfðabreyttar lífverur um miðjan mánuðinn. Á málþinginu kom fram það samdóma álit færustu vísindamanna hér á landi á sviði erfðatækni, að lítil hætta stafaði af ræktun erfðabreyttra lífvera. Það eru ekki ný tíðindi; mikill meirihluti sérfræðinga hefur til dæmis haft sömu afstöðu til útiræktunar á erfðabreyttu byggi, sem talsvert hefur verið deilt um. Í grein sinni segir ráðherrann í raun að málþingið hafi verið misheppnað: „Þegar upp var staðið reyndumst við hafa skipulagt málþing, þar sem sérfræðingar og fulltrúar stjórnsýslu áttu sviðið – en sjónarmið almennings áttu ekki fulltrúa meðal frummælenda. Jafnframt reyndist á köflum of lítið gert úr afstöðu þeirra sem setja spurningarmerki við ýmsa þætti erfðabreyttrar ræktunar. Í kjölfarið hefur hluti umfjöllunarinnar verið gagnrýndur fyrir að umgangast andstæðar skoðanir ekki af nægjanlegri virðingu – og þar með gera þeim sem ekki aðhyllast sömu sterku vísindahyggjuna erfiðara að taka þátt í samræðunni." Svandís segir að litið hafi verið á málþingið sem fyrsta skrefið í að móta ýtarlega stefnu um erfðabreytta ræktun á Íslandi og vonandi takist betur til í framtíðinni; með því að finna samræðugenið og „gera ólíkum sjónarmiðum jafnhátt undir höfði." Ástæða er til að staldra við þessi ummæli ráðherrans. Að sjálfsögðu hljóta stjórnvöld að kalla eftir mismunandi sjónarmiðum þegar mótuð er stefna í málaflokki þar sem hana hefur vantað. Á Íslandi gilda raunar þegar ýtarlegar reglur um erfðabreytta ræktun, að mestu leyti þær sömu og í Evrópusambandinu og eru byggðar á vísindalegri ráðgjöf. Hins vegar hljóta stjórnvöld að taka meira mark á sjónarmiðum sem studd eru vísindalegum rökum og vönduðum rannsóknum en öðrum viðhorfum. Það hlýtur raunar að eiga við í öllum málum. Tökum þrjú dæmi til að setja málið í samhengi. Íslenzk stjórnvöld hafa þá stefnu að bólusetja eigi börn við hættulegum smitsjúkdómum. Þau hafa útbúið viðamikla áætlun um hvernig megi draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda þannig að Ísland leggi sitt af mörkum í baráttu gegn hlýnun loftslags. Þau líma á sígarettupakka viðvaranir til reykingamanna á borð við „Reykingar drepa." Allt er þetta byggt á ráðgjöf og niðurstöðum vísindamanna. Víðtæk samstaða er í vísindasamfélaginu um að reykingar séu lífshættulegar, að loftslag hafi hlýnað af mannavöldum og að hægt sé að bjarga mannslífum með bólusetningum. Engu að síður eru allmargir „fulltrúar almennings" sem draga öll þessi vísindi í efa og telja þau jafnvel stórhættuleg. Sumir vísa til vísindarannsókna máli sínu til stuðnings. Meirihluti sérfræðinga á viðkomandi sviði telur þær rannsóknaniðurstöður hæpnar og gerir raunar lítið úr afstöðu þeirra sem styðjast við þær. Stefna stjórnvalda í þessum málum byggist á býsna „sterkri vísindahyggju". Við stefnumótun um erfðabreyttar lífverur þarf að horfa til allra vísindarannsókna um efnið, en um leið hlýtur að þurfa að taka mark á áliti yfirgnæfandi meirihluta vísindasamfélagsins. Eins og í hinum málunum sem hér voru nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skrifaði athyglisverða grein hér í blaðið í síðustu viku, í framhaldi af málþingi umhverfisráðuneytisins um erfðabreyttar lífverur um miðjan mánuðinn. Á málþinginu kom fram það samdóma álit færustu vísindamanna hér á landi á sviði erfðatækni, að lítil hætta stafaði af ræktun erfðabreyttra lífvera. Það eru ekki ný tíðindi; mikill meirihluti sérfræðinga hefur til dæmis haft sömu afstöðu til útiræktunar á erfðabreyttu byggi, sem talsvert hefur verið deilt um. Í grein sinni segir ráðherrann í raun að málþingið hafi verið misheppnað: „Þegar upp var staðið reyndumst við hafa skipulagt málþing, þar sem sérfræðingar og fulltrúar stjórnsýslu áttu sviðið – en sjónarmið almennings áttu ekki fulltrúa meðal frummælenda. Jafnframt reyndist á köflum of lítið gert úr afstöðu þeirra sem setja spurningarmerki við ýmsa þætti erfðabreyttrar ræktunar. Í kjölfarið hefur hluti umfjöllunarinnar verið gagnrýndur fyrir að umgangast andstæðar skoðanir ekki af nægjanlegri virðingu – og þar með gera þeim sem ekki aðhyllast sömu sterku vísindahyggjuna erfiðara að taka þátt í samræðunni." Svandís segir að litið hafi verið á málþingið sem fyrsta skrefið í að móta ýtarlega stefnu um erfðabreytta ræktun á Íslandi og vonandi takist betur til í framtíðinni; með því að finna samræðugenið og „gera ólíkum sjónarmiðum jafnhátt undir höfði." Ástæða er til að staldra við þessi ummæli ráðherrans. Að sjálfsögðu hljóta stjórnvöld að kalla eftir mismunandi sjónarmiðum þegar mótuð er stefna í málaflokki þar sem hana hefur vantað. Á Íslandi gilda raunar þegar ýtarlegar reglur um erfðabreytta ræktun, að mestu leyti þær sömu og í Evrópusambandinu og eru byggðar á vísindalegri ráðgjöf. Hins vegar hljóta stjórnvöld að taka meira mark á sjónarmiðum sem studd eru vísindalegum rökum og vönduðum rannsóknum en öðrum viðhorfum. Það hlýtur raunar að eiga við í öllum málum. Tökum þrjú dæmi til að setja málið í samhengi. Íslenzk stjórnvöld hafa þá stefnu að bólusetja eigi börn við hættulegum smitsjúkdómum. Þau hafa útbúið viðamikla áætlun um hvernig megi draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda þannig að Ísland leggi sitt af mörkum í baráttu gegn hlýnun loftslags. Þau líma á sígarettupakka viðvaranir til reykingamanna á borð við „Reykingar drepa." Allt er þetta byggt á ráðgjöf og niðurstöðum vísindamanna. Víðtæk samstaða er í vísindasamfélaginu um að reykingar séu lífshættulegar, að loftslag hafi hlýnað af mannavöldum og að hægt sé að bjarga mannslífum með bólusetningum. Engu að síður eru allmargir „fulltrúar almennings" sem draga öll þessi vísindi í efa og telja þau jafnvel stórhættuleg. Sumir vísa til vísindarannsókna máli sínu til stuðnings. Meirihluti sérfræðinga á viðkomandi sviði telur þær rannsóknaniðurstöður hæpnar og gerir raunar lítið úr afstöðu þeirra sem styðjast við þær. Stefna stjórnvalda í þessum málum byggist á býsna „sterkri vísindahyggju". Við stefnumótun um erfðabreyttar lífverur þarf að horfa til allra vísindarannsókna um efnið, en um leið hlýtur að þurfa að taka mark á áliti yfirgnæfandi meirihluta vísindasamfélagsins. Eins og í hinum málunum sem hér voru nefnd.