Besta leiðin að viðskiptavininum 31. maí 2012 16:00 Sigrún Eva Ármannsdóttir er forstöðumaður veflausna hjá Advania sem er eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki Norðurlanda. mynd/vilhelm „Finnist vefur fyrirtækis ekki á netinu í dag er fyrirtækið ekki til í hugum flestra viðskiptavina. Því er góður vefur orðinn jafn sjálfsagður og símanúmer fyrirtækis," segir Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður veflausna hjá Advania. Meðal viðskiptavina Advania eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins. „Advania sérhæfir sig í gerð flottra vefja fyrir fyrirtæki og stofnanir og má nefna vefi stóru bankanna þriggja sem dæmi um vefsíður í LISA-vefumsjónarkerfinu frá Advania. Einnig erum við mikið í að hanna og smíða vefverslanir, þjónustuvefi og öpp," upplýsir Sigrún Eva. Hún segir nú mikið rætt um öpp og vefsíður í smátækjum, líkt og símum og snjalltölvum. „Gott dæmi um símavef er m.reebokfitness.is og dæmi um app er Bensínvaktin frá Advania fyrir Android-stýrikerfið. Þá er mikið farið að hanna og útfæra vefsíður í því sem kallast á ensku Responsive Design en slíkir vefir aðlaga sig að skjástærð móttökutækja," segir Sigrún Eva og nefnir til skoðunar einn frægasta Responsive Design vefinn sem er Bostonglobe.com. „Vefir og öpp eru kjörin viðbótarþjónustuleið fyrir fyrirtæki til að nálgast viðskiptavini sína og komast nær kúnnanum."Vefsíða Reebok er flott, fersk og öflug.Advania vinnur einnig að gerð þjónustu- og vefverslunarvefja sem flestir eru tengdir bakendakerfum. „Með tengingu við bakendakerfi losna starfsmenn fyrirtækja við að tvíslá inn gögn og vefurinn því eins og framlenging af viðskiptakerfinu. Dæmi um góða slíka vefi af ýmsum stærðum og gerðum og með mismunandi tæknilegu flækjustigi eru eymundsson.is, skor.is, lindesign.is, orkan.is, stod2.is og sunfilm.is," útskýrir Sigrún Eva. Advania heldur einnig úti vefversluninni velkomin.is. „Þar geta lítil og nýstofnuð fyrirtæki fengið litla og staðlaða vefi á góðu verði í sjálfsafgreiðslu. Í júní verða freistandi tilboð í gangi en þá eru vefir á velkomin.is kynntir sem vara mánaðarins með helmingsafslætti af stofnkostnaði." Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
„Finnist vefur fyrirtækis ekki á netinu í dag er fyrirtækið ekki til í hugum flestra viðskiptavina. Því er góður vefur orðinn jafn sjálfsagður og símanúmer fyrirtækis," segir Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður veflausna hjá Advania. Meðal viðskiptavina Advania eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins. „Advania sérhæfir sig í gerð flottra vefja fyrir fyrirtæki og stofnanir og má nefna vefi stóru bankanna þriggja sem dæmi um vefsíður í LISA-vefumsjónarkerfinu frá Advania. Einnig erum við mikið í að hanna og smíða vefverslanir, þjónustuvefi og öpp," upplýsir Sigrún Eva. Hún segir nú mikið rætt um öpp og vefsíður í smátækjum, líkt og símum og snjalltölvum. „Gott dæmi um símavef er m.reebokfitness.is og dæmi um app er Bensínvaktin frá Advania fyrir Android-stýrikerfið. Þá er mikið farið að hanna og útfæra vefsíður í því sem kallast á ensku Responsive Design en slíkir vefir aðlaga sig að skjástærð móttökutækja," segir Sigrún Eva og nefnir til skoðunar einn frægasta Responsive Design vefinn sem er Bostonglobe.com. „Vefir og öpp eru kjörin viðbótarþjónustuleið fyrir fyrirtæki til að nálgast viðskiptavini sína og komast nær kúnnanum."Vefsíða Reebok er flott, fersk og öflug.Advania vinnur einnig að gerð þjónustu- og vefverslunarvefja sem flestir eru tengdir bakendakerfum. „Með tengingu við bakendakerfi losna starfsmenn fyrirtækja við að tvíslá inn gögn og vefurinn því eins og framlenging af viðskiptakerfinu. Dæmi um góða slíka vefi af ýmsum stærðum og gerðum og með mismunandi tæknilegu flækjustigi eru eymundsson.is, skor.is, lindesign.is, orkan.is, stod2.is og sunfilm.is," útskýrir Sigrún Eva. Advania heldur einnig úti vefversluninni velkomin.is. „Þar geta lítil og nýstofnuð fyrirtæki fengið litla og staðlaða vefi á góðu verði í sjálfsafgreiðslu. Í júní verða freistandi tilboð í gangi en þá eru vefir á velkomin.is kynntir sem vara mánaðarins með helmingsafslætti af stofnkostnaði."
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira