Þjónustan og vörurnar besta auglýsing fyrirtækisins 31. maí 2012 22:00 Róbert og starfsfólk Stefnu hafa yfir 500 viðskiptavini af öllum stærðum og gerðum. Þau hafa meðal annars smíðað fjöldann allan af alls kyns bókunarvélum og sérsmíðað heil vefumsjónarkerfi. Mynd/Heiða Stefna er hugbúnaðarhús á Akureyri sem var stofnað árið 2003 og hefur nýverið opnað útibú í Kópavogi. Starfsmenn Stefnu eru tólf í heildina, tíu á Akureyri og tveir í Kópavogi. Áætlað er að bæta við einum til tveimur starfsmönnum á þessu ári og þá helst í Kópavogi. „Stefna hefur farið mjög rólega af stað en haldið dampi með stöðugri þróun í gegnum súrt og sætt og komið sér vel fyrir á Norðurlandi. Þjónustan okkar og þær vörur sem við höfum upp á að bjóða hafa verið aðalauglýsingin okkar. Við höfum litlu eytt í markaðsmál og eytt frekar í betri þjónustu sem auglýsir sig sjálf,“ segir Róbert Freyr Jónsson, sölustjóri Stefnu. Aðalvaran sem Stefna er með er vefumsjónarkerfið Moya. Fyrr á árinu hlotnaðist starfsfólki Stefnu sá heiður að fá vefinn akureyri.is viðurkenndan sem „Besta sveitarfélagsvefinn“. „Það eru margir hlutir sem verða að vera til staðar til að fá þessi verðlaun. Fyrir það fyrsta þá þarf vefurinn að uppfylla öll tæknileg skilyrði til að verða meðal þeirra fimm efstu. Eftir það ræður mannlegi þátturinn því nefnd fagfólks fer yfir vefinn og metur hann út frá innihaldi, nytsemi, þjónustu og aðgengi. Úttektin náði til 267 vefsíðna ríkisstofnana, ráðuneyta og sveitarfélaga en úttektirnar fara fram á tveggja ára fresti,“ segir hann. Í dag er Stefna með yfir 500 viðskiptavini af öllum stærðum og gerðum. Þar á meðal er fjöldinn allur af skólum, framhaldsskólum og háskólum, fyrirtæki eins og Samherji, Johan Rönning , Höldur og Hekla. „Mikil áhersla hefur verið hjá starfsmönnum Stefnu að einbeita sér að því að leysa vandamál. Það hefur skilað sér í miklum fjölda veflausna sem hægt er að grípa í eftir því sem tækifæri gefast.“ Stefna hefur einnig smíðað fjöldann allan af bókunarvélum fyrir bílaleigur, gistiheimili, pitsastaði og ferðabókanir svo eitthvað sé nefnt. Þá er mikið um tengingar við önnur kerfi og aðlaganir að umhverfi hvers og eins fyrirtækis. Lausnir sem Stefna hefur smíðað fyrir viðskiptavini sína eru allt frá því að útbúa litla RSS virkni og upp í að sérsmíða heilt vefumsjónarkerfi eins og var gert í tilfelli Vodafone. „Vefumsjónarkerfið Moya er í stöðugri þróun og nýjustu viðbæturnar, sem eru eyðublaðasmiður og ný leitarvél, eru bara til þess fallin að gera kerfið öflugra og þjálla í notkun, auka notendagildi og sjálfstæði notenda sem og bæta þjónustuna enn meir,“ segir Róbert. Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Stefna er hugbúnaðarhús á Akureyri sem var stofnað árið 2003 og hefur nýverið opnað útibú í Kópavogi. Starfsmenn Stefnu eru tólf í heildina, tíu á Akureyri og tveir í Kópavogi. Áætlað er að bæta við einum til tveimur starfsmönnum á þessu ári og þá helst í Kópavogi. „Stefna hefur farið mjög rólega af stað en haldið dampi með stöðugri þróun í gegnum súrt og sætt og komið sér vel fyrir á Norðurlandi. Þjónustan okkar og þær vörur sem við höfum upp á að bjóða hafa verið aðalauglýsingin okkar. Við höfum litlu eytt í markaðsmál og eytt frekar í betri þjónustu sem auglýsir sig sjálf,“ segir Róbert Freyr Jónsson, sölustjóri Stefnu. Aðalvaran sem Stefna er með er vefumsjónarkerfið Moya. Fyrr á árinu hlotnaðist starfsfólki Stefnu sá heiður að fá vefinn akureyri.is viðurkenndan sem „Besta sveitarfélagsvefinn“. „Það eru margir hlutir sem verða að vera til staðar til að fá þessi verðlaun. Fyrir það fyrsta þá þarf vefurinn að uppfylla öll tæknileg skilyrði til að verða meðal þeirra fimm efstu. Eftir það ræður mannlegi þátturinn því nefnd fagfólks fer yfir vefinn og metur hann út frá innihaldi, nytsemi, þjónustu og aðgengi. Úttektin náði til 267 vefsíðna ríkisstofnana, ráðuneyta og sveitarfélaga en úttektirnar fara fram á tveggja ára fresti,“ segir hann. Í dag er Stefna með yfir 500 viðskiptavini af öllum stærðum og gerðum. Þar á meðal er fjöldinn allur af skólum, framhaldsskólum og háskólum, fyrirtæki eins og Samherji, Johan Rönning , Höldur og Hekla. „Mikil áhersla hefur verið hjá starfsmönnum Stefnu að einbeita sér að því að leysa vandamál. Það hefur skilað sér í miklum fjölda veflausna sem hægt er að grípa í eftir því sem tækifæri gefast.“ Stefna hefur einnig smíðað fjöldann allan af bókunarvélum fyrir bílaleigur, gistiheimili, pitsastaði og ferðabókanir svo eitthvað sé nefnt. Þá er mikið um tengingar við önnur kerfi og aðlaganir að umhverfi hvers og eins fyrirtækis. Lausnir sem Stefna hefur smíðað fyrir viðskiptavini sína eru allt frá því að útbúa litla RSS virkni og upp í að sérsmíða heilt vefumsjónarkerfi eins og var gert í tilfelli Vodafone. „Vefumsjónarkerfið Moya er í stöðugri þróun og nýjustu viðbæturnar, sem eru eyðublaðasmiður og ný leitarvél, eru bara til þess fallin að gera kerfið öflugra og þjálla í notkun, auka notendagildi og sjálfstæði notenda sem og bæta þjónustuna enn meir,“ segir Róbert.
Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira