Gaman að þróa nýjar lausnir 31. maí 2012 18:00 Starfsmenn Smartmedia hafa yfir að búa áralangri reynslu í vefsíðugerð og margmiðlun ásamt sölu- og markaðssetningu. mynd/gva Þegar við byrjuðum í þessum geira sáum við að það kostaði annan handlegginn að koma sér upp og viðhalda heimasíðu. Við teljum okkur hafa breytt því og nú er á allra færi að opna heimasíðu eða netverslun," segir Sæþór Orri Guðjónsson, eigandi Smartmedia. „Við höfum til dæmis boðið upp á staðlaðar vefsíður, netverslanir og bókunarsíður án stofngjalds. Viðskiptavinurinn getur þannig komið sér upp heimasíðu með 0 króna útborgun gegn 18 mánaða bindisamningi við okkur. Enn fremur getur viðskiptavinurinn valið um fjölda útlita sem öll eru hönnuð af starfsmönnum Smartmedia," segir Sæþór. Allar staðlaðar vefsíður fyrirtækisins fara einnig í gegnum hönnunarferli og eru mótaðar í takt við hugmyndir hvers viðskiptavinar. Sæþór segir netverslanir vinsælastar af stöðluðum síðum Smartmedia. „Við sérhönnum einnig vefsíður fyrir okkar viðskiptavini og höfum jafnframt verið mikið í því að setja upp útlit sem hafa komið frá grafískum hönnuðum og auglýsinga- og markaðsstofum. Fólk er í dag almennt móttækilegra fyrir því að panta vörur á netinu og fá þær sendar heim. Í stöðluðu netverslununum okkar erum við til dæmis með kúnna sem eru með um 10-15 þúsund vörur í 200-300 vöruflokkum. Það eru engar takmarkanir á fjölda vara svo lengi sem það er innan þess gagnamagns sem fylgir með. Okkar þjónusta hefur gert hverjum sem er kleift að hefja eigin rekstur, til dæmis með því að opna netverslun eða kynningarsíðu um þá þjónustu sem hann býður upp á. Við bjóðum lausnir fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki sem vilja koma sér á framfæri á netinu en einnig fyrir stór og kröfuhörð fyrirtæki sem reka verslanir á Íslandi," segir Sæþór. Allar vefsíður Smartmedia keyra á eigin vefumsjónarkerfi sem hannað er frá grunni af starfsmönnum Smartmedia með skilvirkni og einfaldleika í huga. Kerfið er á íslensku og viðskiptavinir hafa fulla stjórn á öllu efnisinnihaldi á vefsíðunni sinni. Þeir geta sjálfir skrifað fréttir, sett inn myndir og stofnað undirsíður þar sem kerfið er mjög einfalt í notkun. „Meðal viðskiptavina okkar eru bæði stór og millistór fyrirtæki sem vilja nýta sér sérþekkingu og þjónustu okkar sér til hagsbóta. Við fáum oft að heyra að okkur hafi tekist að lækka rekstrarkostnað fyrirtækja og aukið afköst, hvort sem það er í formi virkni síðunnar eða aukinnar sölu á vefsíðunni," segir Sæþór. Meðal lausna sem Smartmedia - Vefsíðugerð býður upp á eru venjulegar heimasíður, öflugt netverslunarkerfi, bókunarkerfi fyrir gistiheimili og ferðaþjónustuaðila, tímabókunarkerfi og eitt öflugasta bílabókunarkerfi landsins. Þá má einnig nefna tengingu við reiknings- og bókhaldskerfi eins og DK, sem gerir rekstur netverslunar nánast sjálfbæra. „Mottóið okkar er að það er allt hægt, enda þykir okkur gaman að þróa og hanna eitthvað nýtt með viðskiptavinum okkar. Fyrir þá sem vilja kíkja á okkur og spjalla er alltaf heitt á könnunni í Síðumúla 25." Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Þegar við byrjuðum í þessum geira sáum við að það kostaði annan handlegginn að koma sér upp og viðhalda heimasíðu. Við teljum okkur hafa breytt því og nú er á allra færi að opna heimasíðu eða netverslun," segir Sæþór Orri Guðjónsson, eigandi Smartmedia. „Við höfum til dæmis boðið upp á staðlaðar vefsíður, netverslanir og bókunarsíður án stofngjalds. Viðskiptavinurinn getur þannig komið sér upp heimasíðu með 0 króna útborgun gegn 18 mánaða bindisamningi við okkur. Enn fremur getur viðskiptavinurinn valið um fjölda útlita sem öll eru hönnuð af starfsmönnum Smartmedia," segir Sæþór. Allar staðlaðar vefsíður fyrirtækisins fara einnig í gegnum hönnunarferli og eru mótaðar í takt við hugmyndir hvers viðskiptavinar. Sæþór segir netverslanir vinsælastar af stöðluðum síðum Smartmedia. „Við sérhönnum einnig vefsíður fyrir okkar viðskiptavini og höfum jafnframt verið mikið í því að setja upp útlit sem hafa komið frá grafískum hönnuðum og auglýsinga- og markaðsstofum. Fólk er í dag almennt móttækilegra fyrir því að panta vörur á netinu og fá þær sendar heim. Í stöðluðu netverslununum okkar erum við til dæmis með kúnna sem eru með um 10-15 þúsund vörur í 200-300 vöruflokkum. Það eru engar takmarkanir á fjölda vara svo lengi sem það er innan þess gagnamagns sem fylgir með. Okkar þjónusta hefur gert hverjum sem er kleift að hefja eigin rekstur, til dæmis með því að opna netverslun eða kynningarsíðu um þá þjónustu sem hann býður upp á. Við bjóðum lausnir fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki sem vilja koma sér á framfæri á netinu en einnig fyrir stór og kröfuhörð fyrirtæki sem reka verslanir á Íslandi," segir Sæþór. Allar vefsíður Smartmedia keyra á eigin vefumsjónarkerfi sem hannað er frá grunni af starfsmönnum Smartmedia með skilvirkni og einfaldleika í huga. Kerfið er á íslensku og viðskiptavinir hafa fulla stjórn á öllu efnisinnihaldi á vefsíðunni sinni. Þeir geta sjálfir skrifað fréttir, sett inn myndir og stofnað undirsíður þar sem kerfið er mjög einfalt í notkun. „Meðal viðskiptavina okkar eru bæði stór og millistór fyrirtæki sem vilja nýta sér sérþekkingu og þjónustu okkar sér til hagsbóta. Við fáum oft að heyra að okkur hafi tekist að lækka rekstrarkostnað fyrirtækja og aukið afköst, hvort sem það er í formi virkni síðunnar eða aukinnar sölu á vefsíðunni," segir Sæþór. Meðal lausna sem Smartmedia - Vefsíðugerð býður upp á eru venjulegar heimasíður, öflugt netverslunarkerfi, bókunarkerfi fyrir gistiheimili og ferðaþjónustuaðila, tímabókunarkerfi og eitt öflugasta bílabókunarkerfi landsins. Þá má einnig nefna tengingu við reiknings- og bókhaldskerfi eins og DK, sem gerir rekstur netverslunar nánast sjálfbæra. „Mottóið okkar er að það er allt hægt, enda þykir okkur gaman að þróa og hanna eitthvað nýtt með viðskiptavinum okkar. Fyrir þá sem vilja kíkja á okkur og spjalla er alltaf heitt á könnunni í Síðumúla 25."
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira