Höft, vextir og kosningar Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 6. júní 2012 11:00 Það er kunnara en frá þurfi að segja að gjaldeyrishöftin valda hagkerfinu margs konar skaða. Það þýðir ekki að óskynsamlegt hafi verið að taka þau upp, það er mun flóknara reikningsdæmi, en það þýðir að það er mikilvægt að vinna að skipulögðu afnámi þeirra eins fljótt og auðið er. Það verkefni verður brýnna með hverjum mánuði sem líður því eftir því sem samfélagið venst höftunum lærir það betur að búa með þeim. Hljómar kannski ágætlega en er í raun neikvætt því erfiðara verður að afnema höftin því fastari sem þau eru í sessi. Með öðrum orðum má segja að höftin valdi því að íslenskt og erlent efnahagslíf reki í sundur og því lengra sem bilið verður því erfiðara verður fyrir efnahagslífið að aðlagast á ný frjálsu flæði fjármagns. Ein afleiðing gjaldeyrishaftanna er sú að ríkissjóður hefur getað fjármagnað sig mjög ódýrt á síðustu misserum. Er það annars vegar vegna þeirra miklu fjármuna sem lokuðust inni í hagkerfinu þegar höftunum var komið á og hins vegar þess að Seðlabankinn gat eftir bankahrun haldið vöxtum mun lægri en ella þar sem höftin stöðvuðu hrun krónunnar. Hið opinbera býr sem sagt við nokkru lægri vexti af lánum sínum en skuldsetning þess gefur tilefni til. Fyrir vikið eru gríðarhá vaxtagjöld ríkissjóðs, rúmir 77 milljarðar króna árið 2012 samkvæmt fjárlögum, þó viðráðanlegri en ella. Ríkissjóður greiðir sem sagt ríflega sjöföld árleg framlög til Háskóla Íslands í vaxtagjöld þrátt fyrir að njóta góðs af skjóli haftanna. Í ljósi þessarar stöðu ætti það augljóslega að vera forgangsatriði hjá stjórnvöldum að greiða niður skuldir og gera hinu opinbera þannig auðveldara fyrir að búa við dýrari fjármögnun þegar höftin hafa verið afnumin. Ekki síst þegar haft er í huga að útlit er fyrir nokkurn hagvöxt og minnkandi atvinnuleysi á næstunni. Bæði Alþjóðagjaldeyris-sjóðurinn og Seðlabankinn hafa enda kallað eftir því að í engu verði brugðið frá markmiðum um aðhaldssama ríkisfjármálastefnu sem hafi það að aðalmarkmiði að greiða niður skuldir. Því miður virðast hins vegar ýmis teikn á lofti um að einmitt það hafi gerst. Það þarf kannski ekki að koma á óvart enda kosningar í nánd og augljós freisting til staðar fyrir óvinsæla ríkisstjórn að reyna að kaupa sér vinsældir með auknum ríkisútgjöldum. Þá munu stjórnarandstöðuflokkarnir sennilega lofa ýmsum framkvæmdum og útgjöldum komist þeir til valda en þar á bæ hefur áherslan heldur verið á að lofa lægri sköttum og minni niðurskurði fremur en að tala um þörfina á að greiða niður skuldir. Það eru augljósir hagsmunir ríkissjóðs, og þar með okkar allra, að lögð verði áhersla á niðurgreiðslu skulda. Kjósendur verða því að vera á varðbergi fyrir útgjaldaloforðum stjórnmálamanna sem ómögulegt eða óskynsamlegt verður að standa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Það er kunnara en frá þurfi að segja að gjaldeyrishöftin valda hagkerfinu margs konar skaða. Það þýðir ekki að óskynsamlegt hafi verið að taka þau upp, það er mun flóknara reikningsdæmi, en það þýðir að það er mikilvægt að vinna að skipulögðu afnámi þeirra eins fljótt og auðið er. Það verkefni verður brýnna með hverjum mánuði sem líður því eftir því sem samfélagið venst höftunum lærir það betur að búa með þeim. Hljómar kannski ágætlega en er í raun neikvætt því erfiðara verður að afnema höftin því fastari sem þau eru í sessi. Með öðrum orðum má segja að höftin valdi því að íslenskt og erlent efnahagslíf reki í sundur og því lengra sem bilið verður því erfiðara verður fyrir efnahagslífið að aðlagast á ný frjálsu flæði fjármagns. Ein afleiðing gjaldeyrishaftanna er sú að ríkissjóður hefur getað fjármagnað sig mjög ódýrt á síðustu misserum. Er það annars vegar vegna þeirra miklu fjármuna sem lokuðust inni í hagkerfinu þegar höftunum var komið á og hins vegar þess að Seðlabankinn gat eftir bankahrun haldið vöxtum mun lægri en ella þar sem höftin stöðvuðu hrun krónunnar. Hið opinbera býr sem sagt við nokkru lægri vexti af lánum sínum en skuldsetning þess gefur tilefni til. Fyrir vikið eru gríðarhá vaxtagjöld ríkissjóðs, rúmir 77 milljarðar króna árið 2012 samkvæmt fjárlögum, þó viðráðanlegri en ella. Ríkissjóður greiðir sem sagt ríflega sjöföld árleg framlög til Háskóla Íslands í vaxtagjöld þrátt fyrir að njóta góðs af skjóli haftanna. Í ljósi þessarar stöðu ætti það augljóslega að vera forgangsatriði hjá stjórnvöldum að greiða niður skuldir og gera hinu opinbera þannig auðveldara fyrir að búa við dýrari fjármögnun þegar höftin hafa verið afnumin. Ekki síst þegar haft er í huga að útlit er fyrir nokkurn hagvöxt og minnkandi atvinnuleysi á næstunni. Bæði Alþjóðagjaldeyris-sjóðurinn og Seðlabankinn hafa enda kallað eftir því að í engu verði brugðið frá markmiðum um aðhaldssama ríkisfjármálastefnu sem hafi það að aðalmarkmiði að greiða niður skuldir. Því miður virðast hins vegar ýmis teikn á lofti um að einmitt það hafi gerst. Það þarf kannski ekki að koma á óvart enda kosningar í nánd og augljós freisting til staðar fyrir óvinsæla ríkisstjórn að reyna að kaupa sér vinsældir með auknum ríkisútgjöldum. Þá munu stjórnarandstöðuflokkarnir sennilega lofa ýmsum framkvæmdum og útgjöldum komist þeir til valda en þar á bæ hefur áherslan heldur verið á að lofa lægri sköttum og minni niðurskurði fremur en að tala um þörfina á að greiða niður skuldir. Það eru augljósir hagsmunir ríkissjóðs, og þar með okkar allra, að lögð verði áhersla á niðurgreiðslu skulda. Kjósendur verða því að vera á varðbergi fyrir útgjaldaloforðum stjórnmálamanna sem ómögulegt eða óskynsamlegt verður að standa við.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun