Var ekki í myndinni að fara á ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2012 08:00 Eva Hannesardóttir verður í fyrstu íslensku boðsundsveitinni sem keppir á Ólympíuleikum. fréttablaðið/anton Eva Hannesdóttir, 24 ára sundkona úr KR, verður einn fulltrúa Íslands á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Þetta fékk hún staðfest þegar FINA, Alþjóðasundsambandið, sendi íslenska sundsambandinu boð um að senda boðsundsveit í 4x100m fjórsundi kvenna á leikana. Óhætt er að segja að atburðarásin hafi verið hröð hjá Evu sem byrjaði fyrst að hugsa um Ólympíuleikana fyrir mánuði. „Langflesta íþróttamenn dreymir um að keppa á Ólympíuleikum og ég er ekki undanskilin," sagði Eva við Fréttablaðið í gær. „En ég er búin að vera í skóla í Bandaríkjunum síðan 2008 og hafði ekki keppt í sundmóti hér á landi í þrjú ár þegar ég kom hingað í apríl." Missti áhugann á sundinuEva hefur verið að keppa í háskólasundinu í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár og því ekkert gefið eftir í íþróttinni. En hún var orðin leið á sundinu þegar hún fór út á sínum tíma. „Ég vildi athuga hvort ég hafði enn áhuga á íþróttinni. Ég komst fljótt að því að svo væri og breyttist mikið við það að komast í nýtt umhverfi, fá nýjan þjálfara og kynnast nýju fólki. Á þessum tíma var ég bara með hugann við það sem ég var að gera úti og kom lítið heim til að keppa. Ólympíuleikar voru aldrei inni í myndinni fyrr en fyrir um mánuði," segir Eva en góður árangur á Íslandsmeistaramótinu í apríl og svo EM í Debrecen í maí hefur fleytt henni þessa leið. Hún vann sér sess í boðsundssveitinni með því að ná bestum tíma í 100m skriðsundi á EM en alls tóku fjórar íslenskar sundkonur þátt í greininni. „Ég er nú að uppskera eftir allt það sem á hefur gengið hjá mér síðustu fjögur ár og er ég í skýjunum yfir því að fá að upplifa Ólympíuleika. Ég er ekki alveg búin að fatta þetta allt saman," segir hún. Eva hefur einnig náð svokölluðu OST-lágmarki í 100 m skriðsundi (gamla B-lágmarkið) en FINA mun tilkynna í júlí hvaða OST-sundmenn fái boð um að keppa á Ólympíuleikunum. „En mér sýnist eins og málin standa nú að ég muni aðeins keppa í boðsundinu," segir Eva. Fengu þriggja daga undirbúningÍsland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum enda fáar útvaldar sem fá að keppa. Fyrir þessa leika var ákveðið að tólf bestu sveitirnar á HM í fyrra fengju boð og svo fjórar sveitir til viðbótar. Ísland fékk boð fyrir góðan árangur á EM í Debrecen, þar sem liðið var hársbreidd frá verðlaunum í greininni. Eva segir að íslensku keppendurnir hafi ekki byrjað að hugsa um boðsundið af fullri alvöru fyrr en þremur dögum áður en keppt var í greininni. Þá var EM þegar hafið í Ungverjalandi. „Jacky [Pellerin landsliðsþjálfari] var búinn að leggja þetta saman og sjá það út að þetta var raunhæfur möguleiki. Hann sagði að við þyrftum að synda á um 4:06 mínútum og náðum við því í úrslitunum. Við þurftum svo að bíða í nokkra daga eftir staðfestingunni frá FINA en það var góð tilfinning að sjá tímann á töflunni." Margir félagar Evu í sundlandsliðinu eru nú að keppa í Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakklandi og Spáni en sjálf er hún hér á landi. Hún neitar því ekki að það hefði verið spennandi að keppa úti til að gera aðra atlögu að aðallágmarkinu í 100m skriðsundi. „Staðreyndin var bara sú að ég átti ekki pening fyrir þessari ferð, eins leiðinlegt og það er. En ég er samt ánægð með að vera komin heim og geta byrjað að búa mig undir leikana í sumar." Sund Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Eva Hannesdóttir, 24 ára sundkona úr KR, verður einn fulltrúa Íslands á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Þetta fékk hún staðfest þegar FINA, Alþjóðasundsambandið, sendi íslenska sundsambandinu boð um að senda boðsundsveit í 4x100m fjórsundi kvenna á leikana. Óhætt er að segja að atburðarásin hafi verið hröð hjá Evu sem byrjaði fyrst að hugsa um Ólympíuleikana fyrir mánuði. „Langflesta íþróttamenn dreymir um að keppa á Ólympíuleikum og ég er ekki undanskilin," sagði Eva við Fréttablaðið í gær. „En ég er búin að vera í skóla í Bandaríkjunum síðan 2008 og hafði ekki keppt í sundmóti hér á landi í þrjú ár þegar ég kom hingað í apríl." Missti áhugann á sundinuEva hefur verið að keppa í háskólasundinu í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár og því ekkert gefið eftir í íþróttinni. En hún var orðin leið á sundinu þegar hún fór út á sínum tíma. „Ég vildi athuga hvort ég hafði enn áhuga á íþróttinni. Ég komst fljótt að því að svo væri og breyttist mikið við það að komast í nýtt umhverfi, fá nýjan þjálfara og kynnast nýju fólki. Á þessum tíma var ég bara með hugann við það sem ég var að gera úti og kom lítið heim til að keppa. Ólympíuleikar voru aldrei inni í myndinni fyrr en fyrir um mánuði," segir Eva en góður árangur á Íslandsmeistaramótinu í apríl og svo EM í Debrecen í maí hefur fleytt henni þessa leið. Hún vann sér sess í boðsundssveitinni með því að ná bestum tíma í 100m skriðsundi á EM en alls tóku fjórar íslenskar sundkonur þátt í greininni. „Ég er nú að uppskera eftir allt það sem á hefur gengið hjá mér síðustu fjögur ár og er ég í skýjunum yfir því að fá að upplifa Ólympíuleika. Ég er ekki alveg búin að fatta þetta allt saman," segir hún. Eva hefur einnig náð svokölluðu OST-lágmarki í 100 m skriðsundi (gamla B-lágmarkið) en FINA mun tilkynna í júlí hvaða OST-sundmenn fái boð um að keppa á Ólympíuleikunum. „En mér sýnist eins og málin standa nú að ég muni aðeins keppa í boðsundinu," segir Eva. Fengu þriggja daga undirbúningÍsland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum enda fáar útvaldar sem fá að keppa. Fyrir þessa leika var ákveðið að tólf bestu sveitirnar á HM í fyrra fengju boð og svo fjórar sveitir til viðbótar. Ísland fékk boð fyrir góðan árangur á EM í Debrecen, þar sem liðið var hársbreidd frá verðlaunum í greininni. Eva segir að íslensku keppendurnir hafi ekki byrjað að hugsa um boðsundið af fullri alvöru fyrr en þremur dögum áður en keppt var í greininni. Þá var EM þegar hafið í Ungverjalandi. „Jacky [Pellerin landsliðsþjálfari] var búinn að leggja þetta saman og sjá það út að þetta var raunhæfur möguleiki. Hann sagði að við þyrftum að synda á um 4:06 mínútum og náðum við því í úrslitunum. Við þurftum svo að bíða í nokkra daga eftir staðfestingunni frá FINA en það var góð tilfinning að sjá tímann á töflunni." Margir félagar Evu í sundlandsliðinu eru nú að keppa í Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakklandi og Spáni en sjálf er hún hér á landi. Hún neitar því ekki að það hefði verið spennandi að keppa úti til að gera aðra atlögu að aðallágmarkinu í 100m skriðsundi. „Staðreyndin var bara sú að ég átti ekki pening fyrir þessari ferð, eins leiðinlegt og það er. En ég er samt ánægð með að vera komin heim og geta byrjað að búa mig undir leikana í sumar."
Sund Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti