Fjarkirkja á grensunni Sigurður Árni Þórðarson skrifar 11. júní 2012 06:00 Strandarkirkja í Selvogi er fallegt guðshús á hrífandi stað. Söfnuðurinn er ekki fjölmennur, en kirkjulífið er ekki bara háð stærð safnaðar. Strandarkirkja varðar fleira en kirkjuhús og fólk á ákveðnu svæði, er jafnvel tákn um kirkjuþróun fjarkirkju. Gömul helgi- og skýringarsaga, hugsanlega frá 12. öld, segir frá bónda, sem flutti timburfarm frá Noregi til húsbyggingar. Illviðri gerði áður en flutningsskipið náði landi. Skipverjar fengu ekki við veðrið ráðið. Í örvæntingu hét timbureigandinn að gefa viðinn til kirkjubyggingar á þeim stað, sem landi væri náð. Þá birtist honum ljósengill, sem varð stefnumið, sem síðan var stýrt eftir. Engillinn fór fyrir skipinu inn á vík, sem síðan nefnist Engilsvík. Ofan við malarkambinn reis síðan fyrsta kirkjan af mörgum í Selvogi. Strandarkirkja hefur löngum verið áheitakirkja og orðið mörgum sálarfesta í róti lífsins. Áheitatrúin tjáir traust til æðri máttar og áheit birta jafnframt vitund um, að máttur hins heilaga magnist á ákveðnum stöðum og í ákveðnu samhengi. Enn leggur fólk leið að og í Strandarkirkju við Engilsvík – til að vitja máttar, hins heilaga, þess guðlega stuðnings, sem hjálpar okkur á vondum dögum en líka góðum, verndar alla veröldina. Enn heitir fólk á kirkjuna sér og sínum til blessunar. Er Strandarkirkja að verða tákn um stefnu kirkju samtímans? Staða kirkjunnar hefur breyst á síðustu árum. Hversu langt færist kirkjan í almannarýminu, kannski út á grensuna? Eru kirkjur í bæjum, sveitum og þorpum landsins að verða kennileiti í landslagi eða táknstaðir á mörkum lífsins fremur en í miðju og jafnframt rammi mannlífs? Allir vilja, að kirkjuhúsin séu falleg og þeim eigi gott fólk að þjóna, sem kunni til verka þegar á bjátar. Að öðru leyti eigi þjónar kirkjunnar ekki að trufla líf fólks eða fjarvitund almennings til trúar. Þessa afstöðu til kirkju má kenna við fjarkirkju til aðgreiningar frá kirkjuvitund nærkirkju, kirkju nándar og nærandi tengsla. Við lendum öll einhvern tíma í krísu. Við erum á ferð með okkar timburstafla, verkefni, áhyggjur, vonir og drauma, en svo verða áföll. Táknsaga Strandarkirkju er um okkur og hvað getur hent okkur. Í vanda er Guð alltaf nærri og beinir lífsfleyi okkar upp í Engilsvík. Guð er á grensunni og í miðjunni. Okkar er að ákveða um framhaldið. Hvað er þér best og fólki farsælast? Hvernig kirkju viltu byggja úr þínum viði, fjarkirkju eða nærkirkju? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Strandarkirkja í Selvogi er fallegt guðshús á hrífandi stað. Söfnuðurinn er ekki fjölmennur, en kirkjulífið er ekki bara háð stærð safnaðar. Strandarkirkja varðar fleira en kirkjuhús og fólk á ákveðnu svæði, er jafnvel tákn um kirkjuþróun fjarkirkju. Gömul helgi- og skýringarsaga, hugsanlega frá 12. öld, segir frá bónda, sem flutti timburfarm frá Noregi til húsbyggingar. Illviðri gerði áður en flutningsskipið náði landi. Skipverjar fengu ekki við veðrið ráðið. Í örvæntingu hét timbureigandinn að gefa viðinn til kirkjubyggingar á þeim stað, sem landi væri náð. Þá birtist honum ljósengill, sem varð stefnumið, sem síðan var stýrt eftir. Engillinn fór fyrir skipinu inn á vík, sem síðan nefnist Engilsvík. Ofan við malarkambinn reis síðan fyrsta kirkjan af mörgum í Selvogi. Strandarkirkja hefur löngum verið áheitakirkja og orðið mörgum sálarfesta í róti lífsins. Áheitatrúin tjáir traust til æðri máttar og áheit birta jafnframt vitund um, að máttur hins heilaga magnist á ákveðnum stöðum og í ákveðnu samhengi. Enn leggur fólk leið að og í Strandarkirkju við Engilsvík – til að vitja máttar, hins heilaga, þess guðlega stuðnings, sem hjálpar okkur á vondum dögum en líka góðum, verndar alla veröldina. Enn heitir fólk á kirkjuna sér og sínum til blessunar. Er Strandarkirkja að verða tákn um stefnu kirkju samtímans? Staða kirkjunnar hefur breyst á síðustu árum. Hversu langt færist kirkjan í almannarýminu, kannski út á grensuna? Eru kirkjur í bæjum, sveitum og þorpum landsins að verða kennileiti í landslagi eða táknstaðir á mörkum lífsins fremur en í miðju og jafnframt rammi mannlífs? Allir vilja, að kirkjuhúsin séu falleg og þeim eigi gott fólk að þjóna, sem kunni til verka þegar á bjátar. Að öðru leyti eigi þjónar kirkjunnar ekki að trufla líf fólks eða fjarvitund almennings til trúar. Þessa afstöðu til kirkju má kenna við fjarkirkju til aðgreiningar frá kirkjuvitund nærkirkju, kirkju nándar og nærandi tengsla. Við lendum öll einhvern tíma í krísu. Við erum á ferð með okkar timburstafla, verkefni, áhyggjur, vonir og drauma, en svo verða áföll. Táknsaga Strandarkirkju er um okkur og hvað getur hent okkur. Í vanda er Guð alltaf nærri og beinir lífsfleyi okkar upp í Engilsvík. Guð er á grensunni og í miðjunni. Okkar er að ákveða um framhaldið. Hvað er þér best og fólki farsælast? Hvernig kirkju viltu byggja úr þínum viði, fjarkirkju eða nærkirkju?