Appelsínugult naglalakk Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 13. júní 2012 06:00 Forsetakosningarnar hafa ekki kveikt í mér einn einasta neista. Ég hef ekki kynnt mér stefnumál frambjóðenda af nokkru viti og gæti ekki nefnt þá alla með nafni í fljótu bragði. Erum við ekki líka að tala um sex eða sjö manns? Ég horfði á hvorugar kappræðurnar í sjónvarpinu, ætlaði mér það, reyndi, en hélt það ekki út. Man ekki einu sinni hvaða dag á að kjósa. Á erfitt með að blanda mér í umræður um embættisskyldur forsetans og orðið „neitunarvald“ slær mig alveg út af laginu. Áhugaleysi mitt get ég með engu útskýrt. Ég skammast mín hálfpartinn fyrir það og reyni að breiða yfir með yfirborðskenndu fjasi um frammistöðu frambjóðenda þegar þeir hafa tjáð sig einhvers staðar í fjölmiðlum. Ekkert af neinu viti þó. Fer ekki djúpt í saumana þar sem ég horfði yfirleitt ekki sjálf né heyrði. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar. Allir þenkjandi Íslendingar hljóta að hafa skoðun á því hver situr á Bessastöðum... Ég fæ þetta ekki útskýrt með valkvíða en þá tilfinningu upplifi ég gjarnan ef um margt er að velja og óljóst hvað af því komi mér best. Valkvíða fylgja nefnilega vangaveltur um hvern kost og ég reyni í örvæntingu að festa hönd á einhverju sem slær af allan vafa. Það á ekki við hér. Ég hef ekki einu sinni kynnt mér málin og skrolla hiklaust yfir þegar vinirnir deila einhverju um frambjóðendurna á Facebook. Gæti það verið tímsetningin? Að það sé kominn svo mikill sumarfiðringur í mig að ég hugsi ekki um annað en sumarfrí og lautarferðir, nesti og sólarvörn? Fletti auglýsingum um ódýrar flugferðir til útlanda og skoði sandala í búðargluggum og appelsínugult naglalakk? Hugsanlega. Sumarið er jú svo stutt, það væri synd að eyða því í einhver leiðindi. Hugsanlega gæti áhugaleysið nefnilega stafað af leiða á leiðindum. Ég hreinlega þjáist svo illa af karpþreytu eða þrasþreytu að ég þoli ekki við. Nenni ekki að hlusta á fólk í framboði mæra sjálft sig, hvað þá að ata aðra frambjóðendur auri. Nenni ekki að lesa athugasemdir þeirra sem heitt er í hamsi á opinni línu, eða lesa blogg. Ef ég skána ekkert af þrasþreytunni þá látið þið mig vita hver vann. Ég verð að naglalakka á mér tærnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Forsetakosningarnar hafa ekki kveikt í mér einn einasta neista. Ég hef ekki kynnt mér stefnumál frambjóðenda af nokkru viti og gæti ekki nefnt þá alla með nafni í fljótu bragði. Erum við ekki líka að tala um sex eða sjö manns? Ég horfði á hvorugar kappræðurnar í sjónvarpinu, ætlaði mér það, reyndi, en hélt það ekki út. Man ekki einu sinni hvaða dag á að kjósa. Á erfitt með að blanda mér í umræður um embættisskyldur forsetans og orðið „neitunarvald“ slær mig alveg út af laginu. Áhugaleysi mitt get ég með engu útskýrt. Ég skammast mín hálfpartinn fyrir það og reyni að breiða yfir með yfirborðskenndu fjasi um frammistöðu frambjóðenda þegar þeir hafa tjáð sig einhvers staðar í fjölmiðlum. Ekkert af neinu viti þó. Fer ekki djúpt í saumana þar sem ég horfði yfirleitt ekki sjálf né heyrði. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar. Allir þenkjandi Íslendingar hljóta að hafa skoðun á því hver situr á Bessastöðum... Ég fæ þetta ekki útskýrt með valkvíða en þá tilfinningu upplifi ég gjarnan ef um margt er að velja og óljóst hvað af því komi mér best. Valkvíða fylgja nefnilega vangaveltur um hvern kost og ég reyni í örvæntingu að festa hönd á einhverju sem slær af allan vafa. Það á ekki við hér. Ég hef ekki einu sinni kynnt mér málin og skrolla hiklaust yfir þegar vinirnir deila einhverju um frambjóðendurna á Facebook. Gæti það verið tímsetningin? Að það sé kominn svo mikill sumarfiðringur í mig að ég hugsi ekki um annað en sumarfrí og lautarferðir, nesti og sólarvörn? Fletti auglýsingum um ódýrar flugferðir til útlanda og skoði sandala í búðargluggum og appelsínugult naglalakk? Hugsanlega. Sumarið er jú svo stutt, það væri synd að eyða því í einhver leiðindi. Hugsanlega gæti áhugaleysið nefnilega stafað af leiða á leiðindum. Ég hreinlega þjáist svo illa af karpþreytu eða þrasþreytu að ég þoli ekki við. Nenni ekki að hlusta á fólk í framboði mæra sjálft sig, hvað þá að ata aðra frambjóðendur auri. Nenni ekki að lesa athugasemdir þeirra sem heitt er í hamsi á opinni línu, eða lesa blogg. Ef ég skána ekkert af þrasþreytunni þá látið þið mig vita hver vann. Ég verð að naglalakka á mér tærnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun