Leikarinn Tom Cruise hefur áhuga á að gera framhaldsmynd af flugmannamyndinni frægu Top Gun og svipast nú um eftir álitlegu handriti.
Sögusagnir hafa gengið um framhald Top Gun í dágóðan tíma en þær fregnir aldrei verið staðfestar. Núna viðurkennir Cruise hins vegar við MTV að hann sé að vinna í að finna gott handrit og geri hann það vill leikarinn gjarnan klæðast leðurjakkanum og stíga inn í flugstjórnarklefann á nýjan leik.
Lífið