Utan hrings og innan Jón Ormur Halldórsson skrifar 14. júní 2012 06:00 Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, benti á það á sínum tíma að erfitt væri fyrir Íslendinga að ganga í ESB þó ekki væri nema vegna þess að landsmenn gætu ekki vitað í hvers konar samband þeir væru að ganga. Á þeim tíma sýndist ESB stöðugra en það gerir nú og því var athugasemdin bæði skörp og þörf. Óvissan um framtíðarskipan ESB hefur stórlega aukist síðustu mánuði. Góðar fréttirÞetta kann að vera hið besta mál fyrir Íslendinga og aðra Evrópumenn en kannski af öðrum ástæðum en fyrst sýnist. Þarfir Evrópuþjóða fyrir samvinnu eru nefnilega ólíkar. Í þeim efnum hafa andstæðingar ESB rétt fyrir sér. Nú virðist sem svo að áhugamenn um Evrópusamvinnu á meginlandi álfunnar hafi komið auga á þetta. Hingað til hafa þeir haft hugann við einhverja endastöð og helst deilt um hvernig allt eigi nákvæmlega að líta út fyrir alla Evrópu í langri framtíð. Þannig er lífið hins vegar ekki og allra síst í þeirri óhemju frjóu, skapandi, fjölbreyttu, ríku og lýðræðislegu álfu sem Evrópa er. ESB er auðvitað tæki en ekki markmið. SkopmyndirÁ meðan áhugamenn um Evrópusamvinnu ræddu endastöð samruna í álfunni áttu andstæðingar ESB alltaf erfitt með að gera upp við sig hvort Evrópa væri að hrynja eða verða að miðstýrðu sambandsríki og heimsveldi. Menn hafa líka lent í basli með að finna valdið innan ESB. Í ólíkum löndum hafa menn að auki verið óvissir um hvort þetta sé risasamsæri kapítalisma eða nokkuð hreinn sósíalismi. Í íslenskri umræðu hafa einfaldir furðuheimar ævintýra fengið að njóta sín og orðræðan oft lent utan kallfæris við veruleika. Betri spurningarUmræða um ESB veitir því oft meiri upplýsingar um hugmyndaheim þátttakenda en um veruleika Evrópu. Þetta kann að breytast. Kreppan hefur knúið menn til að ræða aðeins um veruleikann. Menn spyrja nú síður um hvernig endastöð samrunans eigi að líta út og horfa meira á ólíkar þarfir hvers lands fyrir sig. Sem er gott bæði fyrir þá sem lengst vilja ganga og hina sem vilja halda sig sem mest út af fyrir sig. Ólíkar þarfirÞað er t.d. ljóst að bresk ríkisstjórn mun aldrei ganga gegn hagsmunum bankamanna í London. Það er skiljanlegt, hundrað þúsund störf eru í húfi. Aðrir Evrópumenn munu hins vegar ekki sætta sig við að hagsmunir banka í London ráði því hvernig eftirliti með bönkum er hagað í Evrópu enda rýkur úr rústum á meginlandinu eftir bruna sem menn rekja til fjármálalegrar frjálshyggju. Því þarf nýja leið og hennar er nú leitað. Mat manna á hagsmunum í öryggismálum, skattamálum og ýmsum greinum félagsmála er líka sumpart ólíkt eftir löndum. Það þarf ekki að vera slæmt. Þótt pólitísk sýn Evrópumanna hafi orðið svipaðri með árunum, og um leið frábrugðnari því sem gerist í öðrum heimsálfum, eru þjóðirnar ólíkar og verða það áfram. Flókið en hægtÞað er einkum þrennt sem hindrar þróun ESB í átt til eins konar marghringja bandalags þar sem ríki gætu haft verulegt svigrúm til að ákveða sjálf stöðu sína. Eitt er hugmyndafræði og hún kann að vera að breytast. Annað er að mál skarast. Þátttaka í opnum innri markaði krefst t.d. mikillar samræmingar á mörgum sviðum. Þetta þekkjum við. Það þriðja er að þetta krefst sérstaks stofnanakerfis fyrir hvern valkvæðan málaflokk. Þetta yrði erfitt en diplómatar í Evrópu hafa leyst önnur eins verkefni. Ábyrgð með aðildÞetta yrði vont fyrir þá sem vilja fríðindi en eru áhugalausir um sameiginlega ábyrgð. Eins og Grikkir með evruna eða Bretar með æði margt. Þetta væri um leið lausn á einu alvarlegasta vandamáli ESB, því ábyrgðarleysi sem aðildarríki geta sýnt í skjóli þess að vera óviljugir þátttakendur í erfiðu samstarfi. Þegar stjórnmálamenn 27 landa hafa allir hag af því að sýnast ósveigjanlegir í samstarfi er ekki von á góðu. Meðlimir óskast ekkiÞau sannindi rata sjaldan inn í umræðu um ESB að fæstir hafa nokkurn áhuga á fjölgun aðildarríkja. Það eru nánast viðtekin sannindi innan ESB að of mörgum ríkjum hafi þegar verið hleypt inn í sambandið. Þetta er enn skýrara með evruna. Fáum dettur í hug að það hafi verið rétt að bjóða Grikkjum að því borði. Lítill vafi er á því að evran yrði tekin af nokkrum ríkjum ef almenningur í ESB fengi að ráða. Ólíklegt er að stækkanir ESB á síðustu árum hefðu verið samþykktar í þjóðaratkvæði í þáverandi aðildarlöndum ESB. Menn bíða ekki spenntir eftir nýjum ríkjum sem með aðild fá völd í mikilvægustu málum Evrópu. Úti og inniMeiri sveigjanleiki í skipan ESB myndi leysa margan vanda. Stór ríki eins og Þýskaland, Frakkland, Pólland og Spánn, auk nokkurra minni ríkja, gætu þá gengið til mun nánara samstarfs þar sem full ábyrgð fylgdi réttindum. Það gæti gert evruna að lausn í stað vandamáls og hleypt þrótti í efnahag álfunnar. Önnur ríki gætu dregið sig út úr ýmiss konar samstarfi sem þau kæra sig síður um. Vandi við aðild nýrra landa yrði leystur með nokkru vali frá beggja hálfu um hve náið samstarfið yrði í byrjun. Ekkert af þessu mun gerast á morgun. En umræðan er að byrja að breytast svona lausnum í vil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, benti á það á sínum tíma að erfitt væri fyrir Íslendinga að ganga í ESB þó ekki væri nema vegna þess að landsmenn gætu ekki vitað í hvers konar samband þeir væru að ganga. Á þeim tíma sýndist ESB stöðugra en það gerir nú og því var athugasemdin bæði skörp og þörf. Óvissan um framtíðarskipan ESB hefur stórlega aukist síðustu mánuði. Góðar fréttirÞetta kann að vera hið besta mál fyrir Íslendinga og aðra Evrópumenn en kannski af öðrum ástæðum en fyrst sýnist. Þarfir Evrópuþjóða fyrir samvinnu eru nefnilega ólíkar. Í þeim efnum hafa andstæðingar ESB rétt fyrir sér. Nú virðist sem svo að áhugamenn um Evrópusamvinnu á meginlandi álfunnar hafi komið auga á þetta. Hingað til hafa þeir haft hugann við einhverja endastöð og helst deilt um hvernig allt eigi nákvæmlega að líta út fyrir alla Evrópu í langri framtíð. Þannig er lífið hins vegar ekki og allra síst í þeirri óhemju frjóu, skapandi, fjölbreyttu, ríku og lýðræðislegu álfu sem Evrópa er. ESB er auðvitað tæki en ekki markmið. SkopmyndirÁ meðan áhugamenn um Evrópusamvinnu ræddu endastöð samruna í álfunni áttu andstæðingar ESB alltaf erfitt með að gera upp við sig hvort Evrópa væri að hrynja eða verða að miðstýrðu sambandsríki og heimsveldi. Menn hafa líka lent í basli með að finna valdið innan ESB. Í ólíkum löndum hafa menn að auki verið óvissir um hvort þetta sé risasamsæri kapítalisma eða nokkuð hreinn sósíalismi. Í íslenskri umræðu hafa einfaldir furðuheimar ævintýra fengið að njóta sín og orðræðan oft lent utan kallfæris við veruleika. Betri spurningarUmræða um ESB veitir því oft meiri upplýsingar um hugmyndaheim þátttakenda en um veruleika Evrópu. Þetta kann að breytast. Kreppan hefur knúið menn til að ræða aðeins um veruleikann. Menn spyrja nú síður um hvernig endastöð samrunans eigi að líta út og horfa meira á ólíkar þarfir hvers lands fyrir sig. Sem er gott bæði fyrir þá sem lengst vilja ganga og hina sem vilja halda sig sem mest út af fyrir sig. Ólíkar þarfirÞað er t.d. ljóst að bresk ríkisstjórn mun aldrei ganga gegn hagsmunum bankamanna í London. Það er skiljanlegt, hundrað þúsund störf eru í húfi. Aðrir Evrópumenn munu hins vegar ekki sætta sig við að hagsmunir banka í London ráði því hvernig eftirliti með bönkum er hagað í Evrópu enda rýkur úr rústum á meginlandinu eftir bruna sem menn rekja til fjármálalegrar frjálshyggju. Því þarf nýja leið og hennar er nú leitað. Mat manna á hagsmunum í öryggismálum, skattamálum og ýmsum greinum félagsmála er líka sumpart ólíkt eftir löndum. Það þarf ekki að vera slæmt. Þótt pólitísk sýn Evrópumanna hafi orðið svipaðri með árunum, og um leið frábrugðnari því sem gerist í öðrum heimsálfum, eru þjóðirnar ólíkar og verða það áfram. Flókið en hægtÞað er einkum þrennt sem hindrar þróun ESB í átt til eins konar marghringja bandalags þar sem ríki gætu haft verulegt svigrúm til að ákveða sjálf stöðu sína. Eitt er hugmyndafræði og hún kann að vera að breytast. Annað er að mál skarast. Þátttaka í opnum innri markaði krefst t.d. mikillar samræmingar á mörgum sviðum. Þetta þekkjum við. Það þriðja er að þetta krefst sérstaks stofnanakerfis fyrir hvern valkvæðan málaflokk. Þetta yrði erfitt en diplómatar í Evrópu hafa leyst önnur eins verkefni. Ábyrgð með aðildÞetta yrði vont fyrir þá sem vilja fríðindi en eru áhugalausir um sameiginlega ábyrgð. Eins og Grikkir með evruna eða Bretar með æði margt. Þetta væri um leið lausn á einu alvarlegasta vandamáli ESB, því ábyrgðarleysi sem aðildarríki geta sýnt í skjóli þess að vera óviljugir þátttakendur í erfiðu samstarfi. Þegar stjórnmálamenn 27 landa hafa allir hag af því að sýnast ósveigjanlegir í samstarfi er ekki von á góðu. Meðlimir óskast ekkiÞau sannindi rata sjaldan inn í umræðu um ESB að fæstir hafa nokkurn áhuga á fjölgun aðildarríkja. Það eru nánast viðtekin sannindi innan ESB að of mörgum ríkjum hafi þegar verið hleypt inn í sambandið. Þetta er enn skýrara með evruna. Fáum dettur í hug að það hafi verið rétt að bjóða Grikkjum að því borði. Lítill vafi er á því að evran yrði tekin af nokkrum ríkjum ef almenningur í ESB fengi að ráða. Ólíklegt er að stækkanir ESB á síðustu árum hefðu verið samþykktar í þjóðaratkvæði í þáverandi aðildarlöndum ESB. Menn bíða ekki spenntir eftir nýjum ríkjum sem með aðild fá völd í mikilvægustu málum Evrópu. Úti og inniMeiri sveigjanleiki í skipan ESB myndi leysa margan vanda. Stór ríki eins og Þýskaland, Frakkland, Pólland og Spánn, auk nokkurra minni ríkja, gætu þá gengið til mun nánara samstarfs þar sem full ábyrgð fylgdi réttindum. Það gæti gert evruna að lausn í stað vandamáls og hleypt þrótti í efnahag álfunnar. Önnur ríki gætu dregið sig út úr ýmiss konar samstarfi sem þau kæra sig síður um. Vandi við aðild nýrra landa yrði leystur með nokkru vali frá beggja hálfu um hve náið samstarfið yrði í byrjun. Ekkert af þessu mun gerast á morgun. En umræðan er að byrja að breytast svona lausnum í vil.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun