Hryllingsmynd Erlings vekur athygli 15. júní 2012 12:00 Ungur leikstjóri Erlingur hlaut áhorfendaverðlaunin á Columbia University Film Festival. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég hef verið aðdáandi hryllingsmynda síðan ég var krakki," segir Erlingur Óttar Thoroddsen meistaranemi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia-háskóla í New York. Stuttmynd hans Child Eater hefur hlotið nokkra athygli vestra þrátt fyrir að hafa einungis verið sýnd einu sinni. „Þetta er hrollvekja í anda gömlu hryllingsmyndanna frá 1980, til dæmis Halloween-myndanna," segir Erlingur. Hann segir fáar slíkar myndir hafa verið gerðar á Íslandi. „Það er kannski helst Reykjavik Whale Watching Massacre og Morðsaga frá 1977, sem er svona fyrsta íslenska hryllingsmyndin." Í sömu mund segist hann gjarnan vilja koma af stað eða taka þátt í hryllingsmyndabylgju hér á landi. „Myndin fjallar um barnfóstru sem vill eiga notalegt kvöld en krakkinn hættir ekki að kvarta yfir að það sé einhver inni í skápnum sínum. Eftir því sem líða fer á kvöldið fara undarlegir hlutir að gerast þar til allt fer til fjandans," segir Erlingur sem byrjaði að skrifa handritið í febrúar í fyrra. Til að auka á hryllinginn var notuð frumsamin tónlist Einars Sverris Tryggvasonar. Myndin var sýnd á Columbia University Film Festival í virtu listamiðstöðinni Lincoln Center og hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar. „Við fengum strax mjög góðar viðtökur. Fulltrúar tveggja stórra kvikmyndahátíða komu til okkar eftir sýninguna og báðu um myndina. Maður frá framleiðslufyrirtæki kom einnig til mín og sagðist vilja gera hryllingsmynd. Hann sýndi fyrirtækinu sínu myndina og við höfum verið í sambandi. Næst á dagskrá er að skrifa handrit að þessari mynd í fullri lengd," segir Erlingur vongóður um framhaldið. hallfridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Ég hef verið aðdáandi hryllingsmynda síðan ég var krakki," segir Erlingur Óttar Thoroddsen meistaranemi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia-háskóla í New York. Stuttmynd hans Child Eater hefur hlotið nokkra athygli vestra þrátt fyrir að hafa einungis verið sýnd einu sinni. „Þetta er hrollvekja í anda gömlu hryllingsmyndanna frá 1980, til dæmis Halloween-myndanna," segir Erlingur. Hann segir fáar slíkar myndir hafa verið gerðar á Íslandi. „Það er kannski helst Reykjavik Whale Watching Massacre og Morðsaga frá 1977, sem er svona fyrsta íslenska hryllingsmyndin." Í sömu mund segist hann gjarnan vilja koma af stað eða taka þátt í hryllingsmyndabylgju hér á landi. „Myndin fjallar um barnfóstru sem vill eiga notalegt kvöld en krakkinn hættir ekki að kvarta yfir að það sé einhver inni í skápnum sínum. Eftir því sem líða fer á kvöldið fara undarlegir hlutir að gerast þar til allt fer til fjandans," segir Erlingur sem byrjaði að skrifa handritið í febrúar í fyrra. Til að auka á hryllinginn var notuð frumsamin tónlist Einars Sverris Tryggvasonar. Myndin var sýnd á Columbia University Film Festival í virtu listamiðstöðinni Lincoln Center og hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar. „Við fengum strax mjög góðar viðtökur. Fulltrúar tveggja stórra kvikmyndahátíða komu til okkar eftir sýninguna og báðu um myndina. Maður frá framleiðslufyrirtæki kom einnig til mín og sagðist vilja gera hryllingsmynd. Hann sýndi fyrirtækinu sínu myndina og við höfum verið í sambandi. Næst á dagskrá er að skrifa handrit að þessari mynd í fullri lengd," segir Erlingur vongóður um framhaldið. hallfridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira