Að banna útlendinga Pawel Bartoszek skrifar 22. júní 2012 06:00 Á undan leikjum á EM karla í knattspyrnu er auglýsing frá UEFA sem sýnir fólk af ólíkum stærðum og gerðum skiptast á fótboltatreyjum. Það eru auðvitað góð skilaboð: Við ættum aldrei að mismuna fólki vegna einhvers sem það ræður engu um. Síðan er það spurning hvort íþróttahreyfingar nær og fjær fylgi sjálfar þessari reglu. Stærsta jafnréttisskref í málefnum íþróttamanna í Evrópu var stigið með svokölluðum Bosman-dómi sem kveðinn var upp frammi fyrir Evrópudómstólnum árið 1995. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að takmarkanir á fjölda erlendra (evrópskra) leikmanna í félagsliðum fælu í sér mismunun á grundvelli þjóðernis. Vegabréf leikmanna ættu ekki að skipta máli, einungis geta þeirra á vellinum. Einn þeirra aðila sem tapaði umræddu máli gegn belgíska knattspyrnumanninum Jean-Marc Bosman var sjálft knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Síðan þá hafa UEFA, FIFA og fjölmörg landssambönd í hópíþróttum reynt að finna leiðir til að snúa dómnum við. FIFA hefur nú í nokkurn tíma tuðað í Evrópusambandinu um að fá að innleiða svokallaða „6+5" reglu, sem með réttu ætti að kalla „max 5" reglu. Í henni fælist að félagslið mætti ekki byrja með fleiri en fimm útlendinga inni á vellinum. Til allrar hamingju virðist ESB ekki ætla að láta beygja sig í þessu máli. En svona er þetta. Áhangendurnir eiga að klappa brosandi fyrir erlendum leikmönnum meðan forráðamenn í íþróttahreyfingunni leita leiða til að fækka þeim. Hvernig skilaboð eru það? Nýlega skrifaði enskur leikmaður Fram, Sam Tillen, grein á vefinn fotbolti.net þar sem hann vísar til umræðu í kjölfar fótboltaleiks hérlendis þar sem meirihluti leikmanna á vellinum voru útlendingar. Hann benti á það að innan við 40% leikmanna í ensku deildinni væru enskir. Alveg óháð því hvort við lítum á það sem „vandamál" eða ekki þá er það staðreynd að Bosman-dómurinn hefur opnað leiðir fyrir marga íslenska knattspyrnumenn. Það sést á fjölda íslenskra landsliðsmanna sem nú spila erlendis. Fyrir daga dómsins voru örfáir leikmenn landsliðsins á mála hjá erlendum félagsliðum, nú er nánast allt landsliðið atvinnumenn. Ef við gleðjumst yfir því að margfalt fleiri ungir Íslendingar hafi fengið tækifæri til að spila með liðum á Englandi þá getum við vart hneykslast yfir því að einstaka atvinnulaus Englendingur fái að sparka í bolta með ÍBV. Hvíta deildinLandsliðsmenn Íslands í knattspyrnu karla sem spiluðu erlendis.Körfuknattleikssamband Íslands hefur nú samþykkt miklar takmarkanir á fjölda útlendinga í íslenskum körfuboltaliðum. Framvegis verður einungis heimilt að hafa tvo útlendinga inni á vellinum í karladeildinni. Í kvennadeildinni á þessi tala að vera einn. Samkvæmt ársskýrslu Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, um atvinnuflutninga körfuknattleiksfólks voru einungis Ástralía og Kína með jafníþyngjandi reglur um útlendinga í deildum sínum (þ.e. að hámarki tveir). Skýrsla FIBA kallaði þær reglur „drastískar". Tökum eftir því að íslenska deildin hafði þegar hámörk á fjölda óevrópskra (í reynd: bandarískra) leikmanna. Það er erfitt að átta sig á þörf á enn frekari herðingu þeirra reglna. Hvers vegna ættu íslenskir leikmenn að verða betri við það að fá að spila meira í lélegri deild? Tökum líka eftir því að þessar takmarkanir geta hindrað að menn sem búið hafa lengi á landinu, jafnvel alist upp hjá liðum sínum, en hafa erlent ríkisfang, fái að spila. Þær munu koma illa niður á liðum úti á landi þar sem stór hluti leikmanna er erlendur. Það er einfaldlega hæpið að KKÍ geti bannað leikmönnum af EES-svæðinu að spila með íslenskum félagsliðum eða takmarkað svo mjög fjölda þeirra sem hér er reynt að gera. EES-samningurinn og Bosman-dómurinn hindra slíkt, og þessar takmarkanir verða mjög líklega dæmdar ólöglegar ef einhver kærir sig um að láta reyna á þær fyrir dómi. Vonum að einhver geri það. En jafnvel þótt þetta stæðist EES-samninginn þá er hann auðvitað ekki allt. Þetta snýst um gullnu regluna: „Viljum við að svona sé komið fram við okkur?" Myndum við vilja að íslenskar konur sem vildu spila körfubolta erlendis þyrfu alls staðar að keppa um eina lausa „útlendingssætið?" Varla. Við getum ekki vænst þess að fá tækifæri alls staðar ef við sjálf leggjum tolla á fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Á undan leikjum á EM karla í knattspyrnu er auglýsing frá UEFA sem sýnir fólk af ólíkum stærðum og gerðum skiptast á fótboltatreyjum. Það eru auðvitað góð skilaboð: Við ættum aldrei að mismuna fólki vegna einhvers sem það ræður engu um. Síðan er það spurning hvort íþróttahreyfingar nær og fjær fylgi sjálfar þessari reglu. Stærsta jafnréttisskref í málefnum íþróttamanna í Evrópu var stigið með svokölluðum Bosman-dómi sem kveðinn var upp frammi fyrir Evrópudómstólnum árið 1995. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að takmarkanir á fjölda erlendra (evrópskra) leikmanna í félagsliðum fælu í sér mismunun á grundvelli þjóðernis. Vegabréf leikmanna ættu ekki að skipta máli, einungis geta þeirra á vellinum. Einn þeirra aðila sem tapaði umræddu máli gegn belgíska knattspyrnumanninum Jean-Marc Bosman var sjálft knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Síðan þá hafa UEFA, FIFA og fjölmörg landssambönd í hópíþróttum reynt að finna leiðir til að snúa dómnum við. FIFA hefur nú í nokkurn tíma tuðað í Evrópusambandinu um að fá að innleiða svokallaða „6+5" reglu, sem með réttu ætti að kalla „max 5" reglu. Í henni fælist að félagslið mætti ekki byrja með fleiri en fimm útlendinga inni á vellinum. Til allrar hamingju virðist ESB ekki ætla að láta beygja sig í þessu máli. En svona er þetta. Áhangendurnir eiga að klappa brosandi fyrir erlendum leikmönnum meðan forráðamenn í íþróttahreyfingunni leita leiða til að fækka þeim. Hvernig skilaboð eru það? Nýlega skrifaði enskur leikmaður Fram, Sam Tillen, grein á vefinn fotbolti.net þar sem hann vísar til umræðu í kjölfar fótboltaleiks hérlendis þar sem meirihluti leikmanna á vellinum voru útlendingar. Hann benti á það að innan við 40% leikmanna í ensku deildinni væru enskir. Alveg óháð því hvort við lítum á það sem „vandamál" eða ekki þá er það staðreynd að Bosman-dómurinn hefur opnað leiðir fyrir marga íslenska knattspyrnumenn. Það sést á fjölda íslenskra landsliðsmanna sem nú spila erlendis. Fyrir daga dómsins voru örfáir leikmenn landsliðsins á mála hjá erlendum félagsliðum, nú er nánast allt landsliðið atvinnumenn. Ef við gleðjumst yfir því að margfalt fleiri ungir Íslendingar hafi fengið tækifæri til að spila með liðum á Englandi þá getum við vart hneykslast yfir því að einstaka atvinnulaus Englendingur fái að sparka í bolta með ÍBV. Hvíta deildinLandsliðsmenn Íslands í knattspyrnu karla sem spiluðu erlendis.Körfuknattleikssamband Íslands hefur nú samþykkt miklar takmarkanir á fjölda útlendinga í íslenskum körfuboltaliðum. Framvegis verður einungis heimilt að hafa tvo útlendinga inni á vellinum í karladeildinni. Í kvennadeildinni á þessi tala að vera einn. Samkvæmt ársskýrslu Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, um atvinnuflutninga körfuknattleiksfólks voru einungis Ástralía og Kína með jafníþyngjandi reglur um útlendinga í deildum sínum (þ.e. að hámarki tveir). Skýrsla FIBA kallaði þær reglur „drastískar". Tökum eftir því að íslenska deildin hafði þegar hámörk á fjölda óevrópskra (í reynd: bandarískra) leikmanna. Það er erfitt að átta sig á þörf á enn frekari herðingu þeirra reglna. Hvers vegna ættu íslenskir leikmenn að verða betri við það að fá að spila meira í lélegri deild? Tökum líka eftir því að þessar takmarkanir geta hindrað að menn sem búið hafa lengi á landinu, jafnvel alist upp hjá liðum sínum, en hafa erlent ríkisfang, fái að spila. Þær munu koma illa niður á liðum úti á landi þar sem stór hluti leikmanna er erlendur. Það er einfaldlega hæpið að KKÍ geti bannað leikmönnum af EES-svæðinu að spila með íslenskum félagsliðum eða takmarkað svo mjög fjölda þeirra sem hér er reynt að gera. EES-samningurinn og Bosman-dómurinn hindra slíkt, og þessar takmarkanir verða mjög líklega dæmdar ólöglegar ef einhver kærir sig um að láta reyna á þær fyrir dómi. Vonum að einhver geri það. En jafnvel þótt þetta stæðist EES-samninginn þá er hann auðvitað ekki allt. Þetta snýst um gullnu regluna: „Viljum við að svona sé komið fram við okkur?" Myndum við vilja að íslenskar konur sem vildu spila körfubolta erlendis þyrfu alls staðar að keppa um eina lausa „útlendingssætið?" Varla. Við getum ekki vænst þess að fá tækifæri alls staðar ef við sjálf leggjum tolla á fólk.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun