Hvað segir fjöldi bólfélaga? Sigga Dögg skrifar 29. júní 2012 18:00 Drusla er mér hugleikið orð. Á heimili mínu táknar það að vera sóðalegur til fara eða það sé skítugt inni hjá þér. Sem uppreisnargjarn og latur unglingur fékk ég oft að heyra ég væri drusla. Ég tók það ekkert sérstaklega inn á mig þar sem ég vissi upp á mig sökina. Ég nennti ekki að taka til og mér var alveg sama þó það væri gat á erminni á peysunni, hún var keypt á kílómarkaði í Spútnik og var í uppáhaldi. Ég var bara drusla og stolt af því. Svo breyttist merking orðsins drusla. Ég fór að heyra þetta frá samnemendum mínum og þeir áttu ekki við tiltekt eða götóttar flíkur (sem þó voru í tísku). Nei, það var út af orðrómi um sleik við einn eða tvo. Eða kannski var það meira en sleikur, gott ef það var ekki orðrómur um að ég hefði handjárnað einhvern við ofn og komið vilja mínum fram við hann, eða handjárnaði hann mig? Það skiptir ekki máli því sögurnar voru svo ótal margar. Stelpur og strákar fleygðu þessu orði sín á milli og þótti þetta hámark niðurlægingarinnar, svona ég-myndi-sko-aldrei-gera. Nú, tæpum tuttugu árum seinna, segja unglingsmeyjar mér sömu söguna. Þær eru druslur því þær fóru í sleik við eða leyfðu hinum hitt og þetta kynferðislegt (leyfðu. Einmitt. Efni í annan pistil). Stimpilinn getur verið erfitt að afmá og eftir situr kynferðislega forvitin stelpa sem skilur ekki af hverju hann má fara í sleik en ekki hún. Það er ekki auðlifað í unglingsheimi þegar kynveran er í mótun. Ætli það sé betra að vera „nunna" heldur en drusla? Í hverri einustu kynfræðslu sem ég flyt er ég spurð hversu mörgum ég hafi verið með og hvað ég hafi prufað. Yfir 1.500 unglingar, takk fyrir. Það er líkt og sumar sárbæni mig um að nefna háa tölu svo þeirra tala líti betur út í samanburði, eða þeir vilja benda og hía og kalla drusla, drusla, drusla! Jafnvel hafa þeir fundið ástæðu fyrir sérfræðimenntuninni. Sem svar við þessum fróðleiksþorsta tileinka ég nú tuttugu mínútum í samræður um kynlífskurteisi og rök fyrir því að fjöldi bólfélaga sé ekki mælikvarði á kynferðislega getu viðkomandi né hæfni. Hvað segir fjöldi bólfélaga þér um hjarta og vitsmuni manneskjunnar? Akkúrat ekki neitt. Við skulum því hætta að nota orðið drusla til að tala um kynferðislegar athafnir annarra sem koma okkur ekki við. Hættum að stimpla, dæma og hía; og breytum samræðum okkar um kynlíf! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Drusla er mér hugleikið orð. Á heimili mínu táknar það að vera sóðalegur til fara eða það sé skítugt inni hjá þér. Sem uppreisnargjarn og latur unglingur fékk ég oft að heyra ég væri drusla. Ég tók það ekkert sérstaklega inn á mig þar sem ég vissi upp á mig sökina. Ég nennti ekki að taka til og mér var alveg sama þó það væri gat á erminni á peysunni, hún var keypt á kílómarkaði í Spútnik og var í uppáhaldi. Ég var bara drusla og stolt af því. Svo breyttist merking orðsins drusla. Ég fór að heyra þetta frá samnemendum mínum og þeir áttu ekki við tiltekt eða götóttar flíkur (sem þó voru í tísku). Nei, það var út af orðrómi um sleik við einn eða tvo. Eða kannski var það meira en sleikur, gott ef það var ekki orðrómur um að ég hefði handjárnað einhvern við ofn og komið vilja mínum fram við hann, eða handjárnaði hann mig? Það skiptir ekki máli því sögurnar voru svo ótal margar. Stelpur og strákar fleygðu þessu orði sín á milli og þótti þetta hámark niðurlægingarinnar, svona ég-myndi-sko-aldrei-gera. Nú, tæpum tuttugu árum seinna, segja unglingsmeyjar mér sömu söguna. Þær eru druslur því þær fóru í sleik við eða leyfðu hinum hitt og þetta kynferðislegt (leyfðu. Einmitt. Efni í annan pistil). Stimpilinn getur verið erfitt að afmá og eftir situr kynferðislega forvitin stelpa sem skilur ekki af hverju hann má fara í sleik en ekki hún. Það er ekki auðlifað í unglingsheimi þegar kynveran er í mótun. Ætli það sé betra að vera „nunna" heldur en drusla? Í hverri einustu kynfræðslu sem ég flyt er ég spurð hversu mörgum ég hafi verið með og hvað ég hafi prufað. Yfir 1.500 unglingar, takk fyrir. Það er líkt og sumar sárbæni mig um að nefna háa tölu svo þeirra tala líti betur út í samanburði, eða þeir vilja benda og hía og kalla drusla, drusla, drusla! Jafnvel hafa þeir fundið ástæðu fyrir sérfræðimenntuninni. Sem svar við þessum fróðleiksþorsta tileinka ég nú tuttugu mínútum í samræður um kynlífskurteisi og rök fyrir því að fjöldi bólfélaga sé ekki mælikvarði á kynferðislega getu viðkomandi né hæfni. Hvað segir fjöldi bólfélaga þér um hjarta og vitsmuni manneskjunnar? Akkúrat ekki neitt. Við skulum því hætta að nota orðið drusla til að tala um kynferðislegar athafnir annarra sem koma okkur ekki við. Hættum að stimpla, dæma og hía; og breytum samræðum okkar um kynlíf!