Tugmilljarða kröfur ríkis sagðar tapaðar 28. júní 2012 06:15 Svo flókin er umsýsla ríkisins vegna fjármálafyrirtækjanna að Ríkisendurskoðun treystir sér ekki til að birta samtölu yfir það sem var lánað og tapaðist.fréttablaðið/Kristinn Mynd/Samsett Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir í ljós að töpuð lán Seðlabankans til banka og fjármálafyrirtækja ollu bankanum og ríkissjóði búsifjum að upphæð 267 milljarðar króna, en á móti standa óinnheimtar kröfur. Eftir hrun lagði ríkið nýju bönkunum, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum, til 138 milljarða króna í hlutafé og að auki 57 milljarða króna í víkjandi lán. Skýrslan, sem fjallar um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins, greinir einnig frá því að ríkið er bakábyrgt fyrir 97 milljörðum vegna þeirra skuldbindinga sem komu til árið 2009 þegar Fjármálaeftirlitið (FME) fól Arion banka að taka yfir innlánsskuldbindingar SPRON, sem þá var kominn í þrot. Ríkið er hins vegar ekki lengur ábyrgt fyrir þeim skuldbindingum sem komu til þegar FME fól Íslandsbanka að taka yfir innlánsskuldbindingar Straums-Burðaráss sama ár, en ríkið var upphaflega bakábyrgt vegna þessa. Fram kemur í skýrslunni að samkvæmt nýlegu eignamati nemi heildarkostnaður ríkisins vegna Sparisjóðsins í Keflavík um 25 milljörðum króna. Ríkið lagði einnig stofnfé í fimm minni sparisjóði á árinu 2010 og nam verðmæti eignarhluta ríkisins í þeim rúmlega 1,7 milljörðum króna í árslok 2011. Árið 2010 stofnaði ríkið hlutafélagið Byr til að kaupa eignir Byrs sparisjóðs, sem þá var fallinn, og taka við hluta af skuldum hans. Þegar Byr hf. var seldur til Íslandsbanka tapaði ríkið 135 milljónum króna. Í skýrslunni er fjallað um kröfur ríkissjóðs á VBS fjárfestingabanka, Askar Capital og Saga Capital sem samtals nema um 52 milljörðum króna. Öll þessi félög hafa verið tekin til slitameðferðar og telur Ríkisendurskoðun líklegt að kröfurnar séu tapaðar. Fjallað er um aðkomu ríkisins að fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár árið 2009 en ríkissjóður veitti upphaflega 11,6 milljarða króna lán vegna hennar. Heildartap ríkisins, eftir ýmsa umsýslu, nemur á bilinu 3,4–4,8 milljörðum króna. Í skýrslunni segir að tapið komi ekki á óvart enda hafi ríkið greitt 11,6 milljarða króna fyrir eignarhlut í félagi sem í reynd hafi verið gjaldþrota. Kostnaður vegna ýmissa annarra ábyrgða sem féllu á ríkið við fall bankanna nemur um 31 milljarði króna.svavar@frettabladid.is Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir í ljós að töpuð lán Seðlabankans til banka og fjármálafyrirtækja ollu bankanum og ríkissjóði búsifjum að upphæð 267 milljarðar króna, en á móti standa óinnheimtar kröfur. Eftir hrun lagði ríkið nýju bönkunum, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum, til 138 milljarða króna í hlutafé og að auki 57 milljarða króna í víkjandi lán. Skýrslan, sem fjallar um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins, greinir einnig frá því að ríkið er bakábyrgt fyrir 97 milljörðum vegna þeirra skuldbindinga sem komu til árið 2009 þegar Fjármálaeftirlitið (FME) fól Arion banka að taka yfir innlánsskuldbindingar SPRON, sem þá var kominn í þrot. Ríkið er hins vegar ekki lengur ábyrgt fyrir þeim skuldbindingum sem komu til þegar FME fól Íslandsbanka að taka yfir innlánsskuldbindingar Straums-Burðaráss sama ár, en ríkið var upphaflega bakábyrgt vegna þessa. Fram kemur í skýrslunni að samkvæmt nýlegu eignamati nemi heildarkostnaður ríkisins vegna Sparisjóðsins í Keflavík um 25 milljörðum króna. Ríkið lagði einnig stofnfé í fimm minni sparisjóði á árinu 2010 og nam verðmæti eignarhluta ríkisins í þeim rúmlega 1,7 milljörðum króna í árslok 2011. Árið 2010 stofnaði ríkið hlutafélagið Byr til að kaupa eignir Byrs sparisjóðs, sem þá var fallinn, og taka við hluta af skuldum hans. Þegar Byr hf. var seldur til Íslandsbanka tapaði ríkið 135 milljónum króna. Í skýrslunni er fjallað um kröfur ríkissjóðs á VBS fjárfestingabanka, Askar Capital og Saga Capital sem samtals nema um 52 milljörðum króna. Öll þessi félög hafa verið tekin til slitameðferðar og telur Ríkisendurskoðun líklegt að kröfurnar séu tapaðar. Fjallað er um aðkomu ríkisins að fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár árið 2009 en ríkissjóður veitti upphaflega 11,6 milljarða króna lán vegna hennar. Heildartap ríkisins, eftir ýmsa umsýslu, nemur á bilinu 3,4–4,8 milljörðum króna. Í skýrslunni segir að tapið komi ekki á óvart enda hafi ríkið greitt 11,6 milljarða króna fyrir eignarhlut í félagi sem í reynd hafi verið gjaldþrota. Kostnaður vegna ýmissa annarra ábyrgða sem féllu á ríkið við fall bankanna nemur um 31 milljarði króna.svavar@frettabladid.is
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira