Jakob Jóhann keppir á Ólympíuleikum í fjórða sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2012 06:00 Jakob Jóhann Sveinsson keppti á sínum fyrstu leikum í Sydney árið 2000. Mynd/Anton Sundsambandi Íslands bárust í gær þau góðu tíðindi að Jakob Jóhann Sveinsson fengi keppnisrétt í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Lundúnum sem hefjast þann 27. júlí næstkomandi. Þar með er ljóst að Jakob Jóhann mun keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum frá upphafi og þar með bætast í fámennan hóp íslensks íþróttafólks sem hefur náð þeim árangri. Guðmundur Gíslason sundkappi var fyrstur til að afreka það þegar hann keppti á sínum fjórðu leikum árið 1972. Bjarni Friðriksson náði því árið 1992 og svo Vésteinn Hafsteinsson fjórum árum síðar. Skíðakappinn Kristinn Björnsson bættist svo í hópinn árið 2002 en hann er sá eini sem hefur náð því sem keppt hefur á vetrarleikunum. Jakob Jóhann er nú við æfingar í Englandi ásamt sex öðrum úr íslenska sundlandsliðinu. Þau eru nú að undirbúa sig fyrir Opna franska meistaramótið um helgina en eftir það fara Ólympíufararnir í æfingabúðir í Canet í Frakklandi. Sem stendur eru fimm íslenskir sundmenn komnir inn á leikana og er Jakob Jóhann eini karlinn. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, sagði við Fréttablaðið í gær góðar líkur á að Árni Már Árnason og Anton Sveinn McKee kæmust einnig inn en að það myndi vonandi skýrast í dag. Margir þættir ráða því hverjir komast inn og því erfitt að spá fyrir um það. Reikna má með að endanlegur þátttakendalisti liggi fyrir þann 9. júlí næstkomandi en þó mun FINA, Alþjóðasundsambandið, halda því opnu alveg fram að leikunum að bjóða sundfólki þátttökurétt ef einhver þátttakandi skyldi forfallast á síðustu stundu. Sund Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira
Sundsambandi Íslands bárust í gær þau góðu tíðindi að Jakob Jóhann Sveinsson fengi keppnisrétt í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Lundúnum sem hefjast þann 27. júlí næstkomandi. Þar með er ljóst að Jakob Jóhann mun keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum frá upphafi og þar með bætast í fámennan hóp íslensks íþróttafólks sem hefur náð þeim árangri. Guðmundur Gíslason sundkappi var fyrstur til að afreka það þegar hann keppti á sínum fjórðu leikum árið 1972. Bjarni Friðriksson náði því árið 1992 og svo Vésteinn Hafsteinsson fjórum árum síðar. Skíðakappinn Kristinn Björnsson bættist svo í hópinn árið 2002 en hann er sá eini sem hefur náð því sem keppt hefur á vetrarleikunum. Jakob Jóhann er nú við æfingar í Englandi ásamt sex öðrum úr íslenska sundlandsliðinu. Þau eru nú að undirbúa sig fyrir Opna franska meistaramótið um helgina en eftir það fara Ólympíufararnir í æfingabúðir í Canet í Frakklandi. Sem stendur eru fimm íslenskir sundmenn komnir inn á leikana og er Jakob Jóhann eini karlinn. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, sagði við Fréttablaðið í gær góðar líkur á að Árni Már Árnason og Anton Sveinn McKee kæmust einnig inn en að það myndi vonandi skýrast í dag. Margir þættir ráða því hverjir komast inn og því erfitt að spá fyrir um það. Reikna má með að endanlegur þátttakendalisti liggi fyrir þann 9. júlí næstkomandi en þó mun FINA, Alþjóðasundsambandið, halda því opnu alveg fram að leikunum að bjóða sundfólki þátttökurétt ef einhver þátttakandi skyldi forfallast á síðustu stundu.
Sund Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira