Fótboltakappinn Gylfi Sigurðsson skrifaði undir samning við breska úrvalsdeildarliðið Tottenham í gær, eins og fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá.
Notendur samskiptasíðunnar Twitter voru afar duglegir við að ræða um málefni Gylfa í gær, svo duglegir að nafn hans var á lista yfir umtöluðustu málefni síðunnar í Bretlandi og á heimsvísu á tímabili. Það þarf vart að taka fram að Twitter er á meðal vinsælustu samskiptasíðna heims með tugi milljónir notenda um allan heim.
Hér má sjá ummæli um Gylfa á Twitter. -afb

