Kaldastríðsleikur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. júlí 2012 06:00 Enn halda fjöldamorð og önnur grimmdarverk áfram í Sýrlandi. Sífellt berast nýjar fréttir af villimennsku stjórnvalda, nú síðast af kerfisbundnum pyntingum á fólki sem talið er andsnúið stjórn Bashar al-Assads, jafnvel börnum. Og áfram stendur umheimurinn hjá, meira og minna ráðþrota gagnvart þessari mannvonzku. Mannréttindasamtök og hreyfingar stjórnarandstæðinga í Sýrlandi krefjast aðgerða. Amnesty International og Human Rights Watch hafa til að mynda farið fram á að Alþjóðaglæpadómstóllinn verði virkjaður til að rétta yfir þeim, hvort heldur er úr stjórnarliðinu eða andspyrnuhreyfingunni, sem framið hafa stríðsglæpi. Uppreisnarmenn hafa farið fram á að önnur ríki framfylgi flugbanni yfir landinu, eins og NATO gerði í Líbýu. Sömuleiðis hefur verið farið fram á vopnasölubann á Sýrland og harðari efnahagslegar refsiaðgerðir. Í gær komu tugir ríkja, sem kalla sig vini sýrlenzku þjóðarinnar, saman í París og reyndu að finna leiðir til að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi. Þrátt fyrir harðorðar lokayfirlýsingar er því miður ekki ástæða til að ætla að árangurinn verði mikið meiri en hingað til, af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi gerðist ekki mikið annað en að fyrri yfirlýsingar voru endurteknar – og þær hafa ekki dugað til að fá Assad og stjórn hans til að hætta að drepa borgarana. Sýrlenzk stjórnvöld hafa til dæmis ekkert hlustað á vikugamla samþykkt um að þeim beri að koma á bráðabirgðastjórn með uppreisnarmönnum. Í öðru lagi er ósamkomulag í hópnum um hvort eigi að vopna uppreisnarmenn í Sýrlandi eða ekki. Sádi-Arabía og Katar senda þeim vopn til að vega upp á móti vopnasendingum Rússa til sýrlenzkra stjórnvalda. Þetta hellir eingöngu olíu á eldinn í landinu. Síðast en ekki sízt vantaði á fundinn í París ríkin sem hafa til þessa verið helztu stuðningsmenn stjórnar Assads; Rússland, Kína og Íran. Fyrrnefndu ríkin tvö hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og hafa þar mánuðum saman komið í veg fyrir að gripið verði til einhverra aðgerða sem duga til að koma Assad frá völdum og ná tökum á ástandinu í landinu. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi Kína og Rússland harðlega fyrir að standa í vegi fyrir því að Assad verði látinn taka pokann sinn. „Ég held að Kínverjum og Rússum finnist þeir ekki vera látnir gjalda fyrir stuðning sinn við stjórn Assads í einu eða neinu," sagði Clinton. Það er rétt hjá henni. Ríki heims hafa ekki sett þann þrýsting á stjórnvöld í Moskvu og Peking sem þau ættu að gera vegna þessarar afstöðu þeirra. Íslenzk stjórnvöld ættu til dæmis ekki bara að vera að tala við Kína um samstarf á norðurslóðum og ísbrjótaheimsóknir; þau ættu að hvetja Kínverja til að breyta um afstöðu í Sýrlandsmálinu. Ýmislegt bendir til að stjórn Assads sé að hrynja. Einn af nánustu stuðningsmönnum hans, hershöfðinginn Manaf Tlas, var í gær sagður hafa flúið land. En þar með er ekki sagt að friður komist á í Sýrlandi. Stjórnarandstaðan er margklofin og trúar- og þjóðernisdeilur krauma undir yfirborðinu. Ekki sízt þess vegna er svo mikilvægt að ríki heims hafi sameiginlega, trúverðuga áætlun um hvað eigi að taka við í Sýrlandi og Rússland og Kína hætti þessum fráleita kaldastríðsleik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Enn halda fjöldamorð og önnur grimmdarverk áfram í Sýrlandi. Sífellt berast nýjar fréttir af villimennsku stjórnvalda, nú síðast af kerfisbundnum pyntingum á fólki sem talið er andsnúið stjórn Bashar al-Assads, jafnvel börnum. Og áfram stendur umheimurinn hjá, meira og minna ráðþrota gagnvart þessari mannvonzku. Mannréttindasamtök og hreyfingar stjórnarandstæðinga í Sýrlandi krefjast aðgerða. Amnesty International og Human Rights Watch hafa til að mynda farið fram á að Alþjóðaglæpadómstóllinn verði virkjaður til að rétta yfir þeim, hvort heldur er úr stjórnarliðinu eða andspyrnuhreyfingunni, sem framið hafa stríðsglæpi. Uppreisnarmenn hafa farið fram á að önnur ríki framfylgi flugbanni yfir landinu, eins og NATO gerði í Líbýu. Sömuleiðis hefur verið farið fram á vopnasölubann á Sýrland og harðari efnahagslegar refsiaðgerðir. Í gær komu tugir ríkja, sem kalla sig vini sýrlenzku þjóðarinnar, saman í París og reyndu að finna leiðir til að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi. Þrátt fyrir harðorðar lokayfirlýsingar er því miður ekki ástæða til að ætla að árangurinn verði mikið meiri en hingað til, af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi gerðist ekki mikið annað en að fyrri yfirlýsingar voru endurteknar – og þær hafa ekki dugað til að fá Assad og stjórn hans til að hætta að drepa borgarana. Sýrlenzk stjórnvöld hafa til dæmis ekkert hlustað á vikugamla samþykkt um að þeim beri að koma á bráðabirgðastjórn með uppreisnarmönnum. Í öðru lagi er ósamkomulag í hópnum um hvort eigi að vopna uppreisnarmenn í Sýrlandi eða ekki. Sádi-Arabía og Katar senda þeim vopn til að vega upp á móti vopnasendingum Rússa til sýrlenzkra stjórnvalda. Þetta hellir eingöngu olíu á eldinn í landinu. Síðast en ekki sízt vantaði á fundinn í París ríkin sem hafa til þessa verið helztu stuðningsmenn stjórnar Assads; Rússland, Kína og Íran. Fyrrnefndu ríkin tvö hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og hafa þar mánuðum saman komið í veg fyrir að gripið verði til einhverra aðgerða sem duga til að koma Assad frá völdum og ná tökum á ástandinu í landinu. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi Kína og Rússland harðlega fyrir að standa í vegi fyrir því að Assad verði látinn taka pokann sinn. „Ég held að Kínverjum og Rússum finnist þeir ekki vera látnir gjalda fyrir stuðning sinn við stjórn Assads í einu eða neinu," sagði Clinton. Það er rétt hjá henni. Ríki heims hafa ekki sett þann þrýsting á stjórnvöld í Moskvu og Peking sem þau ættu að gera vegna þessarar afstöðu þeirra. Íslenzk stjórnvöld ættu til dæmis ekki bara að vera að tala við Kína um samstarf á norðurslóðum og ísbrjótaheimsóknir; þau ættu að hvetja Kínverja til að breyta um afstöðu í Sýrlandsmálinu. Ýmislegt bendir til að stjórn Assads sé að hrynja. Einn af nánustu stuðningsmönnum hans, hershöfðinginn Manaf Tlas, var í gær sagður hafa flúið land. En þar með er ekki sagt að friður komist á í Sýrlandi. Stjórnarandstaðan er margklofin og trúar- og þjóðernisdeilur krauma undir yfirborðinu. Ekki sízt þess vegna er svo mikilvægt að ríki heims hafi sameiginlega, trúverðuga áætlun um hvað eigi að taka við í Sýrlandi og Rússland og Kína hætti þessum fráleita kaldastríðsleik.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun