Eggin í Gleðivík Brynhildur Björnsdóttir skrifar 11. júlí 2012 06:00 Þegar komið er inn á Djúpavog greinist gatan í tvær áttir. Önnur leiðin liggur niður á bryggjuna þar sem falleg gömul hús prýða umhverfið. Í hina áttina bendir skilti sem á stendur Eggin í Gleðivík. Beygðu í þá átt, í átt til Gleðivíkur, þar sem einu sinni var loðnubræðsla sem síðan var lögð niður og eftir stóð verksmiðjan ein. Keyrðu fram hjá hinu skemmtilega og leyndardómsfulla Hvarfi þar sem tvær hvalabeinagrindur standa vörð um ævintýraheim þar sem hundur syngur og hægt er að fræðast um töfrasteina en passaðu að kíkja þar við í bakaleiðinni. Og svo sérðu Eggin í Gleðivík. Eggin í Gleðivík eru eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann og voru sett upp árið 2009, aðeins ári eftir að innvolsið úr fiskmjölsverksmiðjunni í Gleðivík var selt til Mexíkó. Þessi listaegg liggja á steinstólpum sem áður studdu löndunarbúnað fyrir fiskmjölsverksmiðjuna. Þar standa þau heiðursvörð við væntanlegan landgang skemmtifarþegaskipa sem lagst geta þar við bryggju en heilsa um leið hafinu og firrðinni í firðinum. Eggin í Gleðivík eru 34, öll risastór og jafnstór nema eitt sem er stærra. Það er egg lómsins, sem er einkennisfugl Djúpavogs. Að öðru leyti eru þetta nákvæmar eftirlíkingar eggja þeirra þrjátíu og fjögurra fuglategunda sem helst verpa á Djúpavogi, gerð úr sléttu, gljáandi graníti og örugglega mörg hundruð kíló hvert. Þarna má finna egg þrastar, skúms, maríuerlu, jaðrakans og alls konar annarra fugla. Uppáhaldsegg í boði fyrir alla. Risastór. Undurfalleg. Mögnuð. Um Eggin í Gleðivík sagði Jón Baldur Hlíðberg, teiknari og leiðsögumaður, í bréfi sem hann sendi bæjarstjórn Djúpavogs þegar listaverkið var afhjúpað: „Eggið er svo miklu meira en stúdía í formi… Egg er fyrirheit, egg er öryggi, egg er endurnýjun og í egginu hvílir framtíðin… Það að ekki stærra pláss en Djúpivogur skuli skarta þessu verki, einu stærsta og best heppnaða listaverki landsins, ber vott um einhvern sérstakan kraft, áræði og bjartsýni." Og öll þessi orð eru hinum jafnsönn og einhvern veginn nákvæmlega það sem mig langaði til að segja. Í stillu og sól í gærkvöldi sá ég sem sagt Eggin í Gleðivík. Ég hafði aldrei séð þau áður. Ég hafði ekki hugmynd um að þau væru þarna, ævintýri sem beið eftir því að ég fyndi það og upplifði. En þó að þið eigið ekki leið um Djúpavog er engin ástæða til að örvænta. Ísland er troðfullt af svona ævintýrum. Þau eru í hverju byggðarlagi, nánast á hverju strái, og af þeim drjúpa töfrar eins og smjör. Eða egg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Þegar komið er inn á Djúpavog greinist gatan í tvær áttir. Önnur leiðin liggur niður á bryggjuna þar sem falleg gömul hús prýða umhverfið. Í hina áttina bendir skilti sem á stendur Eggin í Gleðivík. Beygðu í þá átt, í átt til Gleðivíkur, þar sem einu sinni var loðnubræðsla sem síðan var lögð niður og eftir stóð verksmiðjan ein. Keyrðu fram hjá hinu skemmtilega og leyndardómsfulla Hvarfi þar sem tvær hvalabeinagrindur standa vörð um ævintýraheim þar sem hundur syngur og hægt er að fræðast um töfrasteina en passaðu að kíkja þar við í bakaleiðinni. Og svo sérðu Eggin í Gleðivík. Eggin í Gleðivík eru eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann og voru sett upp árið 2009, aðeins ári eftir að innvolsið úr fiskmjölsverksmiðjunni í Gleðivík var selt til Mexíkó. Þessi listaegg liggja á steinstólpum sem áður studdu löndunarbúnað fyrir fiskmjölsverksmiðjuna. Þar standa þau heiðursvörð við væntanlegan landgang skemmtifarþegaskipa sem lagst geta þar við bryggju en heilsa um leið hafinu og firrðinni í firðinum. Eggin í Gleðivík eru 34, öll risastór og jafnstór nema eitt sem er stærra. Það er egg lómsins, sem er einkennisfugl Djúpavogs. Að öðru leyti eru þetta nákvæmar eftirlíkingar eggja þeirra þrjátíu og fjögurra fuglategunda sem helst verpa á Djúpavogi, gerð úr sléttu, gljáandi graníti og örugglega mörg hundruð kíló hvert. Þarna má finna egg þrastar, skúms, maríuerlu, jaðrakans og alls konar annarra fugla. Uppáhaldsegg í boði fyrir alla. Risastór. Undurfalleg. Mögnuð. Um Eggin í Gleðivík sagði Jón Baldur Hlíðberg, teiknari og leiðsögumaður, í bréfi sem hann sendi bæjarstjórn Djúpavogs þegar listaverkið var afhjúpað: „Eggið er svo miklu meira en stúdía í formi… Egg er fyrirheit, egg er öryggi, egg er endurnýjun og í egginu hvílir framtíðin… Það að ekki stærra pláss en Djúpivogur skuli skarta þessu verki, einu stærsta og best heppnaða listaverki landsins, ber vott um einhvern sérstakan kraft, áræði og bjartsýni." Og öll þessi orð eru hinum jafnsönn og einhvern veginn nákvæmlega það sem mig langaði til að segja. Í stillu og sól í gærkvöldi sá ég sem sagt Eggin í Gleðivík. Ég hafði aldrei séð þau áður. Ég hafði ekki hugmynd um að þau væru þarna, ævintýri sem beið eftir því að ég fyndi það og upplifði. En þó að þið eigið ekki leið um Djúpavog er engin ástæða til að örvænta. Ísland er troðfullt af svona ævintýrum. Þau eru í hverju byggðarlagi, nánast á hverju strái, og af þeim drjúpa töfrar eins og smjör. Eða egg.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun