Límdu fyrir öryggismyndavélar Hilton hótels Nordica 12. júlí 2012 13:00 Falin vandræði? Óvíst er hvers vegna Tom Cruise lét líma yfir öryggismyndavélar Hilton hótelsins í Reykjavík, en ýmsar getgátur eru um málið. Tom Cruise lét líma fyrir öryggismyndavélar á Hilton hótel Nordica til að koma í veg fyrir að hjónabandsvandræði yrðu opinber. Blaðamaður götublaðs kom hingað til lands og fann myndavélarnar huldar. Öryggisverðir Tom Cruise komu límbandi fyrir á linsum öryggismyndavéla á Hilton hótel Nordica í Reykjavík á meðan stórstjarnan dvaldi hér á landi. Límt var fyrir öryggismyndavélar á gangi níundu hæðar hótelsins, þeirrar sömu og svítan sem Cruise gisti í er á. Þetta kemur fram á fréttavefnum Radar Online. Fullyrt er á vefnum að þetta hafi verið gert til að koma í veg fyrir að brestir í hjónabandi Tom Cruise og Katie Holmes myndu fréttast en hún dvaldi með leikaranum ásamt dóttur þeirra í nokkra daga í júní. Holmes sótti um skilnað skömmu eftir að hún yfirgaf landið. Blaðamaður götublaðsins National Enquirer kom til landsins á dögunum og var límbandið enn þá yfir öryggismyndavélunum á ganginum fyrir utan svítu Cruise. Heimildamaður blaðsins segir að Cruise hafi látið líma yfir myndavélarnar til að sporna við því að myndbandi af hjónunum þáverandi yrði lekið á netið, en blaðið hefur eftir vini að leikarinn hafi viljað koma í veg fyrir að það myndi fréttast að þau gistu ekki saman. „Hvorki Tom né Katie vildu sýna að þau ættu í vandræðum. Ef hún hefði beðið um annað herbergi hefði allt orðið vitlaust," sagði vinurinn í viðtali við götublaðið. „Þannig að enginn veit hvort þau gistu í sama rúmi síðustu nóttina sem hjón, eða hvort Tom svaf annars staðar í svítunni." atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Tom Cruise lét líma fyrir öryggismyndavélar á Hilton hótel Nordica til að koma í veg fyrir að hjónabandsvandræði yrðu opinber. Blaðamaður götublaðs kom hingað til lands og fann myndavélarnar huldar. Öryggisverðir Tom Cruise komu límbandi fyrir á linsum öryggismyndavéla á Hilton hótel Nordica í Reykjavík á meðan stórstjarnan dvaldi hér á landi. Límt var fyrir öryggismyndavélar á gangi níundu hæðar hótelsins, þeirrar sömu og svítan sem Cruise gisti í er á. Þetta kemur fram á fréttavefnum Radar Online. Fullyrt er á vefnum að þetta hafi verið gert til að koma í veg fyrir að brestir í hjónabandi Tom Cruise og Katie Holmes myndu fréttast en hún dvaldi með leikaranum ásamt dóttur þeirra í nokkra daga í júní. Holmes sótti um skilnað skömmu eftir að hún yfirgaf landið. Blaðamaður götublaðsins National Enquirer kom til landsins á dögunum og var límbandið enn þá yfir öryggismyndavélunum á ganginum fyrir utan svítu Cruise. Heimildamaður blaðsins segir að Cruise hafi látið líma yfir myndavélarnar til að sporna við því að myndbandi af hjónunum þáverandi yrði lekið á netið, en blaðið hefur eftir vini að leikarinn hafi viljað koma í veg fyrir að það myndi fréttast að þau gistu ekki saman. „Hvorki Tom né Katie vildu sýna að þau ættu í vandræðum. Ef hún hefði beðið um annað herbergi hefði allt orðið vitlaust," sagði vinurinn í viðtali við götublaðið. „Þannig að enginn veit hvort þau gistu í sama rúmi síðustu nóttina sem hjón, eða hvort Tom svaf annars staðar í svítunni." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira