Enginn ostahundur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. júlí 2012 06:00 Nýjar reglur tóku gildi í maí síðastliðnum, sem heimila ferðamönnum að hafa með sér til landsins allt að einu kílói af osti, sem er búinn til úr ógerilsneyddri mjólk. Þetta er góð breyting, sem stuðlar meðal annars að því að draga úr hinni þjóðernissósíalísku stemningu í tollinum, þar sem tollverðir hafa til þessa gramsað í farangri fólks í leit að hættulegum erlendum landbúnaðarafurðum, auk vopna og fíkniefna. En áformin um að þjálfa ostahundinn verður að leggja á hilluna. Það er reyndar skondið að ríkisvaldið, sem ákvað breytinguna, sagði ekki nokkrum manni frá henni og margir matgæðingar hafa því annaðhvort ekki þorað að koma með vandaða osta til landsins eða haldið áfram að smygla þeim innan í óhreinu nærfötunum sínum eins og þeir voru vanir. Það var ekki fyrr en Fréttablaðið sagði frá málinu að það komst á almanna vitorð. Kannski var landbúnaðarkerfið bara að kaupa sér svolítinn tíma, eins og það hefur tilhneigingu til að gera þegar á að rýmka um sölu eða innflutning á erlendri búvöru. Innflutningsbannið hefur lengi verið réttlætt með því að verið væri að verjast dýrasjúkdómum, eða þá að passa neytendur fyrir matarsýkingum – talsmenn þess hafa ekki verið alveg vissir um hvora ástæðuna átti að nota. Aðalatriðið hefur auðvitað verið að viðhalda sem ríkustum hömlum á innflutningi búvara. Svona í ljósi þess að ekki er sennilegt að fólk sem hefur keypt sér dýra osta í útlöndum taki þá með sér upp í sveit og fóðri búfénað á þeim, er neytendaverndin skárra yfirvarp. Samt er það nú svo að þótt fræðilegur möguleiki sé á listeríusýkingu í ostum úr hrámjólk, eru slíkar sýkingar sjaldgæfar, enda ostarnir framleiddir undir ströngu heilbrigðiseftirliti. Og þess hefur raunar ekki orðið vart að landinn hrynji niður úr listeríusýkingu eftir sumarfríið sitt í Frakklandi. Sumir varðhundar haftakerfisins í landbúnaði eru þó með þetta á hreinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði þannig í Bændablaðinu í gær að ráðagerðin væri „óskiljanleg" og gæti haft „alvarlegar afleiðingar". Honum finnst jafnframt kíló á mann „frekar óhóflegt". Óborganlegt. Sumir alþingismenn eiga að fá hærra kaup af því hvað þeir hafa mikið skemmtigildi. Öllu meira vit er í viðbrögðum samtaka bænda, Beint frá býli, sem gera athugasemdir við að þessi innflutningur sé leyfður en bændum hins vegar bannað að framleiða ost úr ógerilsneyddri mjólk í smáum stíl. Mælt hefur verið með slíkri breytingu í tveimur skýrslum um heimaframleiðslu búvara á undanförnum árum, að því gefnu að fyllsta hreinlætis sé gætt og varan sérstaklega merkt, neytendum til upplýsingar. Nútímafjós á Íslandi uppfylla mörg hver strangar heilbrigðiskröfur. Enda er það svo, eins og Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, bendir á í Fréttablaðinu í dag, að ekki hefur orðið vart við bráðadauða hjá bændum sem drekka mjólkina sína heima. Auðvitað geta íslenzkir bændur framleitt gæðavöru úr hrárri mjólk, rétt eins og starfssystkin þeirra í öðrum Evrópulöndum. Bæði framleiðsla og innflutningur á slíkri vöru á að vera sem frjálsastur, að því gefnu að passað sé upp á heilbrigðiskröfurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Nýjar reglur tóku gildi í maí síðastliðnum, sem heimila ferðamönnum að hafa með sér til landsins allt að einu kílói af osti, sem er búinn til úr ógerilsneyddri mjólk. Þetta er góð breyting, sem stuðlar meðal annars að því að draga úr hinni þjóðernissósíalísku stemningu í tollinum, þar sem tollverðir hafa til þessa gramsað í farangri fólks í leit að hættulegum erlendum landbúnaðarafurðum, auk vopna og fíkniefna. En áformin um að þjálfa ostahundinn verður að leggja á hilluna. Það er reyndar skondið að ríkisvaldið, sem ákvað breytinguna, sagði ekki nokkrum manni frá henni og margir matgæðingar hafa því annaðhvort ekki þorað að koma með vandaða osta til landsins eða haldið áfram að smygla þeim innan í óhreinu nærfötunum sínum eins og þeir voru vanir. Það var ekki fyrr en Fréttablaðið sagði frá málinu að það komst á almanna vitorð. Kannski var landbúnaðarkerfið bara að kaupa sér svolítinn tíma, eins og það hefur tilhneigingu til að gera þegar á að rýmka um sölu eða innflutning á erlendri búvöru. Innflutningsbannið hefur lengi verið réttlætt með því að verið væri að verjast dýrasjúkdómum, eða þá að passa neytendur fyrir matarsýkingum – talsmenn þess hafa ekki verið alveg vissir um hvora ástæðuna átti að nota. Aðalatriðið hefur auðvitað verið að viðhalda sem ríkustum hömlum á innflutningi búvara. Svona í ljósi þess að ekki er sennilegt að fólk sem hefur keypt sér dýra osta í útlöndum taki þá með sér upp í sveit og fóðri búfénað á þeim, er neytendaverndin skárra yfirvarp. Samt er það nú svo að þótt fræðilegur möguleiki sé á listeríusýkingu í ostum úr hrámjólk, eru slíkar sýkingar sjaldgæfar, enda ostarnir framleiddir undir ströngu heilbrigðiseftirliti. Og þess hefur raunar ekki orðið vart að landinn hrynji niður úr listeríusýkingu eftir sumarfríið sitt í Frakklandi. Sumir varðhundar haftakerfisins í landbúnaði eru þó með þetta á hreinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði þannig í Bændablaðinu í gær að ráðagerðin væri „óskiljanleg" og gæti haft „alvarlegar afleiðingar". Honum finnst jafnframt kíló á mann „frekar óhóflegt". Óborganlegt. Sumir alþingismenn eiga að fá hærra kaup af því hvað þeir hafa mikið skemmtigildi. Öllu meira vit er í viðbrögðum samtaka bænda, Beint frá býli, sem gera athugasemdir við að þessi innflutningur sé leyfður en bændum hins vegar bannað að framleiða ost úr ógerilsneyddri mjólk í smáum stíl. Mælt hefur verið með slíkri breytingu í tveimur skýrslum um heimaframleiðslu búvara á undanförnum árum, að því gefnu að fyllsta hreinlætis sé gætt og varan sérstaklega merkt, neytendum til upplýsingar. Nútímafjós á Íslandi uppfylla mörg hver strangar heilbrigðiskröfur. Enda er það svo, eins og Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, bendir á í Fréttablaðinu í dag, að ekki hefur orðið vart við bráðadauða hjá bændum sem drekka mjólkina sína heima. Auðvitað geta íslenzkir bændur framleitt gæðavöru úr hrárri mjólk, rétt eins og starfssystkin þeirra í öðrum Evrópulöndum. Bæði framleiðsla og innflutningur á slíkri vöru á að vera sem frjálsastur, að því gefnu að passað sé upp á heilbrigðiskröfurnar.