Made in Iceland 13. júlí 2012 06:00 Handverkskonur í Þingeyjarsýslum mótmæltu því, með orðum á borð við „að svívirða" og „siðlaust", að sumir íslenskir fataframleiðendur fjöldaframleiddu „íslenskar" lopapeysur erlendis. Auðvitað má hafa samúð með afstöðu þeirra, en sú samúð má ekki bera skynsemina ofurliði. Enginn byggir upp iðnað með þjóðernishyggju og ást á óhagkvæmni að leiðarljósi. Er skynsamlegt að setja reglur um hvað megi vera kallað íslenskt? Snúum fyrst dæminu aðeins við. Það eru ótal dæmi um íslenskar vörur sem kenna sig við önnur lönd án þess að tengjast þeim löndum neitt. Það er til dæmis ólíklegt að mikið af ítölsku eða frönsku kjöti sé notað í ítalskt salami frá Kjarnafæði eða franskt salami frá SS. Eða að margir Frakkar eða Ítalir handleiki pylsurnar. Að sama skapi held ég að „dönsku" rúgbrauðin frá Myllunni séu bökuð án aðkomu danskra bakara, „þýsku bóndabrauðin" eru ekki bökuð af þýskum bændum og „amerísku kleinuhringirnir" eru ekki amerískir heldur bakaðir einhvers staðar í Evrópu og fluttir frosnir til landsins. Biðst afsökunar ef ég hef rangt fyrir mér. Þetta eru bara ríkin, öll bæjarnöfnin eru eftir. Gouda er bær í Hollandi. Maribo er bær í Danmörku. Camembert er þorp í Frakklandi. Plzen er bær í Tékklandi. Á Íslandi er nafn þess síðastnefnda gjarnan tengt við bragðdaufan platbjór. Hvað ætli Plzen-búum finnist um það? Svo er það hamborgarinn. Með „frönsku" kartöflunum. Það eina sem er grískt við grísku jógúrtina frá MS er innblásturinn. Í þeim samanburði er lopapeysa sem hönnuð er af Íslendingum, markaðssett af Íslendingum, framleidd úr íslenskri ull fyrir íslenskt fyrirtæki og seld á Íslandi, enn ansi íslensk. Jafnvel þótt að kínversk vél hafi prjónað hana en ekki íslensk kona. Almennt ætti íslenska ríkið að nota tímann sinn í annað en það að dæma um hver megi kalla vörur sínar íslenskar. SS markaðssetur „ítölsk lambalæri" en það er ekki enn sem komið er „vandamál" að tyrkneskar kjötvinnslur strái blóðbergi yfir lambakjötið og selji sem „íslenskt" í evrópskum matvörubúðum. Það væri til merkis um árangur í markaðssetningu ef það myndi gerast en við erum auðvitað ekki á þeim stað. „Vandamálið" okkar er ekki það að það eru útlendingar sem þykjast framleiða íslenskar vörur. Nei, „vandamálið" er að það eru til Íslendingar sem eru að bögglast við að keppa á stórum alþjóðlegum markaði, og aðrir Íslendingar vilja að þeir geri það með því að nota óhagkvæmar eða úreldar vinnuaðferðir. Made in GermanySaga tilrauna stjórnmálamanna til að verja innlenda framleiðslu er löng. „Made in…" merkingarnar góðu eiga rætur sínar að rekja til Bretlands og voru upprunalega hugsaðar til að auðvelda neytendum að velja breskt fram yfir annað, þá sérstaklega fram yfir þýskt. Svo fór hins vegar að Made in Germany varð að einhverju besta vörumerki sem heimurinn þekkir. Þessar „Made in…" merkingar eru auðvitað hálfkjánalegar. Í fyrsta lagi er framleiðsla oft orðin það fjölþjóðleg að erfitt er að auðkenna vöru einu landi. Í öðru lagi er verið að gefa neytendum færi á að velja vörur eftir staðalmyndum. Hvað með það þótt eitthvað sé gert í Kína? Eru allar vörur þaðan góðar? Eða allar vondar? Auðvitað ekki. Að sjálfsögðu mega framleiðendur setja það sem þeim finnst skipta máli á pakkann hjá sér, svo lengi sem það er satt, en ég sé ekki af hverju ætti að skylda þá til þess. Ég sé fyrir mér ljósan viðarskenk með skýrri, lögbundinni áletrun: „SMÍÐAÐ AF KONU". Markaðssetning, ekki lagasetningEf nægilega margir deila rómantískri sýn á peysum sem íslenskar konur handprjóna ætti að vera nægur markaður fyrir slíkar peysur. Það væri hið besta mál. Verra er hins vegar þegar fyrirtæki sem kjósa að nýta sér hagkvæmari, ódýrari og nútímalegri framleiðslumáta eru kölluð siðlaus og framleiðsla þeirra sögð svívirða og enn verra er þegar fram koma hugmyndir um hvernig ríkið geti auðveldað neytendum að sniðganga þessar vörur. Atvinnulífið þarf ekki á slíkum hugmyndum að halda. Óhagkvæmar framleiðsluaðferðir verða ekki hagkvæmari þótt menn reyni að þvinga þær fram með lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Handverkskonur í Þingeyjarsýslum mótmæltu því, með orðum á borð við „að svívirða" og „siðlaust", að sumir íslenskir fataframleiðendur fjöldaframleiddu „íslenskar" lopapeysur erlendis. Auðvitað má hafa samúð með afstöðu þeirra, en sú samúð má ekki bera skynsemina ofurliði. Enginn byggir upp iðnað með þjóðernishyggju og ást á óhagkvæmni að leiðarljósi. Er skynsamlegt að setja reglur um hvað megi vera kallað íslenskt? Snúum fyrst dæminu aðeins við. Það eru ótal dæmi um íslenskar vörur sem kenna sig við önnur lönd án þess að tengjast þeim löndum neitt. Það er til dæmis ólíklegt að mikið af ítölsku eða frönsku kjöti sé notað í ítalskt salami frá Kjarnafæði eða franskt salami frá SS. Eða að margir Frakkar eða Ítalir handleiki pylsurnar. Að sama skapi held ég að „dönsku" rúgbrauðin frá Myllunni séu bökuð án aðkomu danskra bakara, „þýsku bóndabrauðin" eru ekki bökuð af þýskum bændum og „amerísku kleinuhringirnir" eru ekki amerískir heldur bakaðir einhvers staðar í Evrópu og fluttir frosnir til landsins. Biðst afsökunar ef ég hef rangt fyrir mér. Þetta eru bara ríkin, öll bæjarnöfnin eru eftir. Gouda er bær í Hollandi. Maribo er bær í Danmörku. Camembert er þorp í Frakklandi. Plzen er bær í Tékklandi. Á Íslandi er nafn þess síðastnefnda gjarnan tengt við bragðdaufan platbjór. Hvað ætli Plzen-búum finnist um það? Svo er það hamborgarinn. Með „frönsku" kartöflunum. Það eina sem er grískt við grísku jógúrtina frá MS er innblásturinn. Í þeim samanburði er lopapeysa sem hönnuð er af Íslendingum, markaðssett af Íslendingum, framleidd úr íslenskri ull fyrir íslenskt fyrirtæki og seld á Íslandi, enn ansi íslensk. Jafnvel þótt að kínversk vél hafi prjónað hana en ekki íslensk kona. Almennt ætti íslenska ríkið að nota tímann sinn í annað en það að dæma um hver megi kalla vörur sínar íslenskar. SS markaðssetur „ítölsk lambalæri" en það er ekki enn sem komið er „vandamál" að tyrkneskar kjötvinnslur strái blóðbergi yfir lambakjötið og selji sem „íslenskt" í evrópskum matvörubúðum. Það væri til merkis um árangur í markaðssetningu ef það myndi gerast en við erum auðvitað ekki á þeim stað. „Vandamálið" okkar er ekki það að það eru útlendingar sem þykjast framleiða íslenskar vörur. Nei, „vandamálið" er að það eru til Íslendingar sem eru að bögglast við að keppa á stórum alþjóðlegum markaði, og aðrir Íslendingar vilja að þeir geri það með því að nota óhagkvæmar eða úreldar vinnuaðferðir. Made in GermanySaga tilrauna stjórnmálamanna til að verja innlenda framleiðslu er löng. „Made in…" merkingarnar góðu eiga rætur sínar að rekja til Bretlands og voru upprunalega hugsaðar til að auðvelda neytendum að velja breskt fram yfir annað, þá sérstaklega fram yfir þýskt. Svo fór hins vegar að Made in Germany varð að einhverju besta vörumerki sem heimurinn þekkir. Þessar „Made in…" merkingar eru auðvitað hálfkjánalegar. Í fyrsta lagi er framleiðsla oft orðin það fjölþjóðleg að erfitt er að auðkenna vöru einu landi. Í öðru lagi er verið að gefa neytendum færi á að velja vörur eftir staðalmyndum. Hvað með það þótt eitthvað sé gert í Kína? Eru allar vörur þaðan góðar? Eða allar vondar? Auðvitað ekki. Að sjálfsögðu mega framleiðendur setja það sem þeim finnst skipta máli á pakkann hjá sér, svo lengi sem það er satt, en ég sé ekki af hverju ætti að skylda þá til þess. Ég sé fyrir mér ljósan viðarskenk með skýrri, lögbundinni áletrun: „SMÍÐAÐ AF KONU". Markaðssetning, ekki lagasetningEf nægilega margir deila rómantískri sýn á peysum sem íslenskar konur handprjóna ætti að vera nægur markaður fyrir slíkar peysur. Það væri hið besta mál. Verra er hins vegar þegar fyrirtæki sem kjósa að nýta sér hagkvæmari, ódýrari og nútímalegri framleiðslumáta eru kölluð siðlaus og framleiðsla þeirra sögð svívirða og enn verra er þegar fram koma hugmyndir um hvernig ríkið geti auðveldað neytendum að sniðganga þessar vörur. Atvinnulífið þarf ekki á slíkum hugmyndum að halda. Óhagkvæmar framleiðsluaðferðir verða ekki hagkvæmari þótt menn reyni að þvinga þær fram með lögum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun