Ef ekki tölvan þá eitthvað annað Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. júlí 2012 06:00 Netfíkn barna er sögð vaxandi vandamál. Þannig greindi Fréttablaðið frá því í byrjun vikunnar að stór hópur 14 til 18 ára drengja í meðferð á göngudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) glímdi við netfíkn. Í alvarlegustu tilvikum hefðu börn verið lögð inn á spítala vegna þess að þau væru beinlínis í lífshættu vegna þunglyndis og vanvirkni sem fylgdi því að geta ekki slitið sig frá tölvunni. Ekki þýðir að stinga höfðinu í sandinn, þarna er einhver vandi til staðar. Raunar er þegar hafið starf til að bregðast við, svo sem hjá SAFT, sem undirbýr fræðsluefni fyrir foreldra um hvernig bregðast má við og hvert skuli leita þegar í óefni er komið. Full ástæða er hins vegar til að stíga varlega til jarðar í viðbrögðum þótt þeir séu til sem illa ráða við að samhæfa þann sýndarveruleika sem tölvan býður upp á og raunverulegt líf sitt. Velta má því fyrir sér hvort þessi hópur eigi ekki í grunninn við einhver önnur vandamál að stríða sem valdi veruleikaflótta hans og einangrun. Og hvort sá vandi hefði ekki birst hvort eð er í annarri mynd, væri ekki til staðar aðgangur að tölvum og interneti. Í það minnsta ætti að varast að gera of mikið úr þessum vanda án frekari vísbendinga og rannsókna. Ekki má heldur gleymast að tölvur færa börnum og ungmennum öflugt tól bæði til uppfræðslu og skemmtunar. Það hlýtur hins vegar að vera á ábyrgð foreldra barna að hjálpa þeim að stýra netnotkun sinni og forða þeim frá glapstigum upplýsingatækn-innar, hvort heldur þeir eru í formi klámefnis, fjárhættuspila á netinu eða óhóflegrar tölvuleikjanotkunar. Vitanlega eru tölvur ekki undanskildar þegar horft er til hluta sem hægt er að misnota og kemur ekki á óvart að tölvufíkn megi telja upp með fíkn í áfengi, mat, kynlíf, eiturlyf og hvað eina annað þar sem fólk getur farið út af sporinu í lífi sínu. Spurningin er bara hvernig bregðast á við. Sumum þykja boð og bönn rétta leiðin. Gjarnan þurfa þá þeir sem ekki eru fíknsjúkir að líða fyrir viðbrögðin. Eitt dæmi er áfengisstefnan, þar sem aðgengi að áfengi er torveldað með sölu á ákveðnum útsölustöðum ríkisins og opinber gjöld eru lögð á í óhófi. Þó má færa fyrir því rök að með þessu sé komið í veg fyrir eðlilega umgengni við löglegan vímugjafa, aukið á hörmungar fjölskyldna alkóhólista sem minna eiga eftir til kaupa á nauðsynjavöru og þeir sem sjúkir eru mögulega lengur að drekka sig niður á „botn" (eða í hel eftir atvikum). Auðvitað er það þannig að flestir haga sér á ábyrgan hátt og standa undir því að bera ábyrgð á eigin lífi. Síðan er samfélagsleg ábyrgð að hjálpa þeim til sjálfsstjórnar sem veikir eru fyrir og vilja þiggja hjálp. Enginn þarf að velkjast í vafa um hvar ábyrgðin liggur í grunninn. Hver og einn ber ábyrgð á eigin hegðan og foreldrar ábyrgð á börnum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun
Netfíkn barna er sögð vaxandi vandamál. Þannig greindi Fréttablaðið frá því í byrjun vikunnar að stór hópur 14 til 18 ára drengja í meðferð á göngudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) glímdi við netfíkn. Í alvarlegustu tilvikum hefðu börn verið lögð inn á spítala vegna þess að þau væru beinlínis í lífshættu vegna þunglyndis og vanvirkni sem fylgdi því að geta ekki slitið sig frá tölvunni. Ekki þýðir að stinga höfðinu í sandinn, þarna er einhver vandi til staðar. Raunar er þegar hafið starf til að bregðast við, svo sem hjá SAFT, sem undirbýr fræðsluefni fyrir foreldra um hvernig bregðast má við og hvert skuli leita þegar í óefni er komið. Full ástæða er hins vegar til að stíga varlega til jarðar í viðbrögðum þótt þeir séu til sem illa ráða við að samhæfa þann sýndarveruleika sem tölvan býður upp á og raunverulegt líf sitt. Velta má því fyrir sér hvort þessi hópur eigi ekki í grunninn við einhver önnur vandamál að stríða sem valdi veruleikaflótta hans og einangrun. Og hvort sá vandi hefði ekki birst hvort eð er í annarri mynd, væri ekki til staðar aðgangur að tölvum og interneti. Í það minnsta ætti að varast að gera of mikið úr þessum vanda án frekari vísbendinga og rannsókna. Ekki má heldur gleymast að tölvur færa börnum og ungmennum öflugt tól bæði til uppfræðslu og skemmtunar. Það hlýtur hins vegar að vera á ábyrgð foreldra barna að hjálpa þeim að stýra netnotkun sinni og forða þeim frá glapstigum upplýsingatækn-innar, hvort heldur þeir eru í formi klámefnis, fjárhættuspila á netinu eða óhóflegrar tölvuleikjanotkunar. Vitanlega eru tölvur ekki undanskildar þegar horft er til hluta sem hægt er að misnota og kemur ekki á óvart að tölvufíkn megi telja upp með fíkn í áfengi, mat, kynlíf, eiturlyf og hvað eina annað þar sem fólk getur farið út af sporinu í lífi sínu. Spurningin er bara hvernig bregðast á við. Sumum þykja boð og bönn rétta leiðin. Gjarnan þurfa þá þeir sem ekki eru fíknsjúkir að líða fyrir viðbrögðin. Eitt dæmi er áfengisstefnan, þar sem aðgengi að áfengi er torveldað með sölu á ákveðnum útsölustöðum ríkisins og opinber gjöld eru lögð á í óhófi. Þó má færa fyrir því rök að með þessu sé komið í veg fyrir eðlilega umgengni við löglegan vímugjafa, aukið á hörmungar fjölskyldna alkóhólista sem minna eiga eftir til kaupa á nauðsynjavöru og þeir sem sjúkir eru mögulega lengur að drekka sig niður á „botn" (eða í hel eftir atvikum). Auðvitað er það þannig að flestir haga sér á ábyrgan hátt og standa undir því að bera ábyrgð á eigin lífi. Síðan er samfélagsleg ábyrgð að hjálpa þeim til sjálfsstjórnar sem veikir eru fyrir og vilja þiggja hjálp. Enginn þarf að velkjast í vafa um hvar ábyrgðin liggur í grunninn. Hver og einn ber ábyrgð á eigin hegðan og foreldrar ábyrgð á börnum sínum.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun