Minna er meira Steinunn Stefánsdóttir skrifar 24. júlí 2012 10:15 Reykjavík sumarið 2012 er svo sannarlega lifandi borg. Veðrið í sumar hefur auðvitað verið í liði með mannlífinu en til viðbótar hefur fjölgun ferðamanna aukið umsvifin í miðborginni sem aftur gerir að verkum að borgarbúar eiga frekar erindi niður í bæ en áður. Undanfarin ár hefur hugmyndaflug borgaryfirvalda aukist varðandi ýmsar tilraunir í borgarlandinu. Vinjar hafa verið gerðar, litlar og stórar, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Í sumum tilvikum er tjaldað til eins sumars en í öðrum tilvikum lengur. Hugmyndaflug íbúa borgarinnar er þarna virkjað og niðurstaðan verður frjó og skemmtileg. Torg og græn svæði í miðbænum og á mörkum miðbæjar og íbúðahverfa laða sannarlega til sín fólk þegar vel viðrar, að ekki sé talað um þegar þar birtast sölubásar og/eða boðið er upp á listrænar uppákomur. Heilsa borgarinnar og mannlífsins þar er þannig með betra móti. Sátt virðist ríkja um að þau fáu hús sem staðið hafa í borginni í meira en mannsaldur fái að standa þar áfram og að þeim sé hlúð þannig að í þeim birtist andi og menning þess tíma sem þau voru byggð á. Enn er þó skipst á skoðunum um borgina, skipulag hennar, nýtingu á rými og umgjörðina utan um elstu húsin. Skoðanaskipti um skipulag og uppbyggingu við Ingólfstorg og Austurvöll snúast þannig ekki beinlínis um húsfriðun, eins og oft hefur verið þegar skipst er á skoðunum um skipulagsmál í borginni, heldur ásýnd, götu- og torgmyndir, byggingarmagn og það hvort nýbyggingar styrki það sem fyrir er eða spilli fyrir því. Hún snýst líka um ýmislegt annað svo sem hvernig starfsemi eigi að vera í þeim húsum sem um ræðir. Engan skyldi undra að sitt skuli hverjum sýnast þegar um ræðir skipulag á allra elsta hluta borgarinnar. Í Reykjavík er afar lítið um byggingarsögulegar minjar og því skiptir miklu að sem best takist til um að veita elstu húsunum sómasamlega umgjörð. Efnt var til metnaðarfullrar hugmyndasamkeppni um uppbyggingu svæðisins en eins og Pétur Ármannsson arkitekt hefur meðal annars bent á þá voru gefnar forsendur (úrelt deiliskipulag) þannig að útkoman gat líklega aldrei orðið ásættanleg meðal annars vegna þess byggingarmagns sem gert var ráð fyrir í forsendunum og er ekki einu sinni fullnýtt í vinningstillögunum. Rómantík um mjó götusund á heldur illa við íslenskan veruleika. Skuggsæl sund geta veitt indæla hvíld frá sterkri sól og hita í borgum sem eru nær miðbaugi en Reykjavík. Hér eru þau hins vegar heldur svöl og ónotaleg, jafnvel á allra heitustu dögum ársins. Hér þarf að huga að því að skýla fyrir vindi án þess að skyggja á sól. Formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur segir að skipulagsmál séu vísindi og þess vegna sé óþarfi að þjarka um þau. Vissulega eru skipulagsmál fræðigrein sem lýtur ákveðnum lögmálum. Hitt er fullvíst að fólk mun alltaf hafa áhuga og skoðanir á umhverfi sínu og það sem sumum finnst gott finnst öðrum vont. Þegar átt er við elstu hús borgarinnar og umhverfi þeirra hlýtur þó að verða að hafa að leiðarljósi að minna er meira. Þau eiga skilið bæði frið og rými. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun
Reykjavík sumarið 2012 er svo sannarlega lifandi borg. Veðrið í sumar hefur auðvitað verið í liði með mannlífinu en til viðbótar hefur fjölgun ferðamanna aukið umsvifin í miðborginni sem aftur gerir að verkum að borgarbúar eiga frekar erindi niður í bæ en áður. Undanfarin ár hefur hugmyndaflug borgaryfirvalda aukist varðandi ýmsar tilraunir í borgarlandinu. Vinjar hafa verið gerðar, litlar og stórar, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Í sumum tilvikum er tjaldað til eins sumars en í öðrum tilvikum lengur. Hugmyndaflug íbúa borgarinnar er þarna virkjað og niðurstaðan verður frjó og skemmtileg. Torg og græn svæði í miðbænum og á mörkum miðbæjar og íbúðahverfa laða sannarlega til sín fólk þegar vel viðrar, að ekki sé talað um þegar þar birtast sölubásar og/eða boðið er upp á listrænar uppákomur. Heilsa borgarinnar og mannlífsins þar er þannig með betra móti. Sátt virðist ríkja um að þau fáu hús sem staðið hafa í borginni í meira en mannsaldur fái að standa þar áfram og að þeim sé hlúð þannig að í þeim birtist andi og menning þess tíma sem þau voru byggð á. Enn er þó skipst á skoðunum um borgina, skipulag hennar, nýtingu á rými og umgjörðina utan um elstu húsin. Skoðanaskipti um skipulag og uppbyggingu við Ingólfstorg og Austurvöll snúast þannig ekki beinlínis um húsfriðun, eins og oft hefur verið þegar skipst er á skoðunum um skipulagsmál í borginni, heldur ásýnd, götu- og torgmyndir, byggingarmagn og það hvort nýbyggingar styrki það sem fyrir er eða spilli fyrir því. Hún snýst líka um ýmislegt annað svo sem hvernig starfsemi eigi að vera í þeim húsum sem um ræðir. Engan skyldi undra að sitt skuli hverjum sýnast þegar um ræðir skipulag á allra elsta hluta borgarinnar. Í Reykjavík er afar lítið um byggingarsögulegar minjar og því skiptir miklu að sem best takist til um að veita elstu húsunum sómasamlega umgjörð. Efnt var til metnaðarfullrar hugmyndasamkeppni um uppbyggingu svæðisins en eins og Pétur Ármannsson arkitekt hefur meðal annars bent á þá voru gefnar forsendur (úrelt deiliskipulag) þannig að útkoman gat líklega aldrei orðið ásættanleg meðal annars vegna þess byggingarmagns sem gert var ráð fyrir í forsendunum og er ekki einu sinni fullnýtt í vinningstillögunum. Rómantík um mjó götusund á heldur illa við íslenskan veruleika. Skuggsæl sund geta veitt indæla hvíld frá sterkri sól og hita í borgum sem eru nær miðbaugi en Reykjavík. Hér eru þau hins vegar heldur svöl og ónotaleg, jafnvel á allra heitustu dögum ársins. Hér þarf að huga að því að skýla fyrir vindi án þess að skyggja á sól. Formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur segir að skipulagsmál séu vísindi og þess vegna sé óþarfi að þjarka um þau. Vissulega eru skipulagsmál fræðigrein sem lýtur ákveðnum lögmálum. Hitt er fullvíst að fólk mun alltaf hafa áhuga og skoðanir á umhverfi sínu og það sem sumum finnst gott finnst öðrum vont. Þegar átt er við elstu hús borgarinnar og umhverfi þeirra hlýtur þó að verða að hafa að leiðarljósi að minna er meira. Þau eiga skilið bæði frið og rými.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun