Aðalskipulagi ber að hlíta Steinunn Stefánsdóttir skrifar 31. júlí 2012 06:00 Gildandi aðalskipulag var samþykkt fyrir áratug. Samkvæmt því á í Vatnsmýrinni í Reykjavík, þar sem nú er flugvöllur sem þjónar innanlandsflugi, að vera blönduð byggð með íbúðum og þjónustu- og atvinnuhúsnæði. Engin teikn eru á lofti um að farið sé að huga að færslu flugvallarins þrátt fyrir að samkvæmt aðalskipulaginu eigi önnur flugbrautin að víkja árið 2016 og flugvöllurinn að vera alfarinn úr mýrinni átta árum síðar. Svo virðist sem þegjandi samkomulag flugmálayfirvalda og flugrekstraraðila hafi verið þessi tíu ár sem liðin eru frá því aðalskipulagið var samþykkt um að láta sem það sé ekki til. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að færa flugvöllinn innan höfuðborgarsvæðisins eða undirbúa flutning innanlandsflugs til Keflavíkur. Ekki hefur heldur verið hægt, vegna aðalskipulagsins, að byggja upp og ekki einu sinni viðhalda með eðlilegum hætti mannvirkjum á Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri. Þetta er bæði ábyrgðarlaust og í raun algert klúður af hálfu þessara aðila. Í grein sem borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson skrifar í blaðið í gær ítrekar hann að vilji borgarfulltrúa í Reykjavík sé að tryggja samgöngur allra landsmanna til og frá borginni. Þeim sé hins vegar líka falið að skipuleggja byggðina í borginni til framtíðar og í því samhengi sé ekki hægt að líta fram hjá þeim kostum sem landið í Vatnsmýri er búið. „Með byggð í Vatnsmýri geta borgaryfirvöld náð markmiðum sínum um styttri ferðatíma, fjölbreytilegri ferðamáta, minni mengun, meiri sjálfbærni og þétta og skemmtilega borg," segir Gísli Marteinn meðal annars í grein sinni. Umræður um flugvöllinn í Vatnsmýri hafa tilhneigingu til að verða æði tilfinningaþrungnar. Það er auðvelt að setja sig í spor þeirra sem nota flugvöllinn mikið og hafa, eins og gefur að skilja, lítinn áhuga á að hann flytjist úr miðbænum. Það breytir þó engu um það aðalskipulag sem er í gildi og ber að fara eftir meðan svo er. Það liggur líka fyrir að skoðanir eru afar skiptar um staðsetningu flugvallarins og fyrirkomulag innanlandsflugs. Ef að líkum lætur vill meirihluti þeirra sem búa á landsbyggðinni hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er. Meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins eru deildari meiningar. Ágreiningurinn um staðsetningu vallarins er einnig þvert á alla flokka. Ekkert af þessu breytir þó neinu um það að skipulagsvald er í höndum sveitarstjórnar, í þessu tilviki Reykjavíkurborgar. Hún hefur mótað stefnu sem meðal annars var grundvölluð á leiðbeinandi íbúakosningu um staðsetningu flugvallarins en umboðið er í höndum kjörinna fulltrúa í borginni og það er skýlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun
Gildandi aðalskipulag var samþykkt fyrir áratug. Samkvæmt því á í Vatnsmýrinni í Reykjavík, þar sem nú er flugvöllur sem þjónar innanlandsflugi, að vera blönduð byggð með íbúðum og þjónustu- og atvinnuhúsnæði. Engin teikn eru á lofti um að farið sé að huga að færslu flugvallarins þrátt fyrir að samkvæmt aðalskipulaginu eigi önnur flugbrautin að víkja árið 2016 og flugvöllurinn að vera alfarinn úr mýrinni átta árum síðar. Svo virðist sem þegjandi samkomulag flugmálayfirvalda og flugrekstraraðila hafi verið þessi tíu ár sem liðin eru frá því aðalskipulagið var samþykkt um að láta sem það sé ekki til. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að færa flugvöllinn innan höfuðborgarsvæðisins eða undirbúa flutning innanlandsflugs til Keflavíkur. Ekki hefur heldur verið hægt, vegna aðalskipulagsins, að byggja upp og ekki einu sinni viðhalda með eðlilegum hætti mannvirkjum á Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri. Þetta er bæði ábyrgðarlaust og í raun algert klúður af hálfu þessara aðila. Í grein sem borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson skrifar í blaðið í gær ítrekar hann að vilji borgarfulltrúa í Reykjavík sé að tryggja samgöngur allra landsmanna til og frá borginni. Þeim sé hins vegar líka falið að skipuleggja byggðina í borginni til framtíðar og í því samhengi sé ekki hægt að líta fram hjá þeim kostum sem landið í Vatnsmýri er búið. „Með byggð í Vatnsmýri geta borgaryfirvöld náð markmiðum sínum um styttri ferðatíma, fjölbreytilegri ferðamáta, minni mengun, meiri sjálfbærni og þétta og skemmtilega borg," segir Gísli Marteinn meðal annars í grein sinni. Umræður um flugvöllinn í Vatnsmýri hafa tilhneigingu til að verða æði tilfinningaþrungnar. Það er auðvelt að setja sig í spor þeirra sem nota flugvöllinn mikið og hafa, eins og gefur að skilja, lítinn áhuga á að hann flytjist úr miðbænum. Það breytir þó engu um það aðalskipulag sem er í gildi og ber að fara eftir meðan svo er. Það liggur líka fyrir að skoðanir eru afar skiptar um staðsetningu flugvallarins og fyrirkomulag innanlandsflugs. Ef að líkum lætur vill meirihluti þeirra sem búa á landsbyggðinni hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er. Meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins eru deildari meiningar. Ágreiningurinn um staðsetningu vallarins er einnig þvert á alla flokka. Ekkert af þessu breytir þó neinu um það að skipulagsvald er í höndum sveitarstjórnar, í þessu tilviki Reykjavíkurborgar. Hún hefur mótað stefnu sem meðal annars var grundvölluð á leiðbeinandi íbúakosningu um staðsetningu flugvallarins en umboðið er í höndum kjörinna fulltrúa í borginni og það er skýlaust.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun